Utanríkisráðherra segir 25 ára EES samning enn standa fyrir sínu Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2017 13:06 Utanríkisráðherra segir samninginn um evrópska efnahagssvæðið, EES, enn standa fyrir sínu og gagnast Íslendingum vel. En í dag eru 25 ár frá því þrjú af fjórum aðildarríkjum EFTA skrifuðu undir samninginn við Evrópusambandið. Hinn 2. maí árið 1992 skrifuðu EFTA ríkin Ísland, Noregur og Liectenstein undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í Óportó í Portúgal, en fjórða EFTA ríkið, Sviss, ákvað að vera ekki með og gerði tvíhliða samning við Evrópusambandið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir samninginn enn halda gildi sínu tuttugu og fimm árum síðar. „Hann hefur reynst Íslendingum mjög vel. Við erum í kjöraðstöðu. Bæði með því að hafa aðgang að markaði Evrópu og sömuleiðis getum við tekið eigin ákvarðanir um hvernig við viljum móta samskipti við þau ríki sem standa utan Evrópusambandsins,“ segir Guðlaugur Þór. Samningurinn tryggir óheftan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, tryggir frjálsa för fólks og fjármagns milli ríkjanna og tryggir Íslendingum aðgang að menntastofnunum og ýmsum styrkjum innan Evrópusambandsins. Sömuleiðis hafa íbúar Evrópusambandsins rétt á að leita sér vinnu hér á landi og geta ferðast hingað og búið hér hindrunarlaust.Var það mikil framsýni á sínum tíma hjá þeim sem þá voru við völd að gera Íslendinga aðila að þessum samningi? „Já, ég held að við getum óhrædd sagt að við eigum þeim sem keyrðu þetta í gegn á sínum tíma sem var ekki átakalaust, mikið að þakka,“ segir utanríkisráðherra. Eins og utanríkisráðherra minntist á var samningurinn ekki samþykktur átakalaust. Íslendingar hófu þátttöku í aðildarviðræðum undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra, í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar 1991 lýsti forysta Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins hins vegar yfir andstöðu við EES samninginn. Það varð til þess að Alþýðuflokkurinn fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þótt ríkisstjórn flokkanna þriggja hafi haldið velli í kosningunum. Í dag eru miklar hræringar í Evrópu og breytingar hafa átt sér stað á þeim 25 árum sem liðin eru frá því EES samningurinn var gerður.Er samningurinn enn jafn góður og þegar hann var undirritaður eða þarf að huga að einhverjum aðlögunum eða breytingum á honum? „Hann stendur algerlega fyrir sínu og framkvæmd hans hefur gengið mjög vel. Flest af því sem fólk er óánægt með núna innan Evrópusambandsins er eitthvað sem tengist okkur ekki. Vegna þess að við erum eingöngu aðilar að þeim samningum sem snúa að EES en ekki þeim samningum sem er hvað mest deilt á innan Evrópusambandsins.“Þannig að það þarf ekki að gera neinar breytingar á samningum? „Nei, það er ekkert aðkallandi í því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Utanríkisráðherra segir samninginn um evrópska efnahagssvæðið, EES, enn standa fyrir sínu og gagnast Íslendingum vel. En í dag eru 25 ár frá því þrjú af fjórum aðildarríkjum EFTA skrifuðu undir samninginn við Evrópusambandið. Hinn 2. maí árið 1992 skrifuðu EFTA ríkin Ísland, Noregur og Liectenstein undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið í Óportó í Portúgal, en fjórða EFTA ríkið, Sviss, ákvað að vera ekki með og gerði tvíhliða samning við Evrópusambandið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir samninginn enn halda gildi sínu tuttugu og fimm árum síðar. „Hann hefur reynst Íslendingum mjög vel. Við erum í kjöraðstöðu. Bæði með því að hafa aðgang að markaði Evrópu og sömuleiðis getum við tekið eigin ákvarðanir um hvernig við viljum móta samskipti við þau ríki sem standa utan Evrópusambandsins,“ segir Guðlaugur Þór. Samningurinn tryggir óheftan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins, tryggir frjálsa för fólks og fjármagns milli ríkjanna og tryggir Íslendingum aðgang að menntastofnunum og ýmsum styrkjum innan Evrópusambandsins. Sömuleiðis hafa íbúar Evrópusambandsins rétt á að leita sér vinnu hér á landi og geta ferðast hingað og búið hér hindrunarlaust.Var það mikil framsýni á sínum tíma hjá þeim sem þá voru við völd að gera Íslendinga aðila að þessum samningi? „Já, ég held að við getum óhrædd sagt að við eigum þeim sem keyrðu þetta í gegn á sínum tíma sem var ekki átakalaust, mikið að þakka,“ segir utanríkisráðherra. Eins og utanríkisráðherra minntist á var samningurinn ekki samþykktur átakalaust. Íslendingar hófu þátttöku í aðildarviðræðum undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra, í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar 1991 lýsti forysta Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins hins vegar yfir andstöðu við EES samninginn. Það varð til þess að Alþýðuflokkurinn fór í stjórn með Sjálfstæðisflokknum þótt ríkisstjórn flokkanna þriggja hafi haldið velli í kosningunum. Í dag eru miklar hræringar í Evrópu og breytingar hafa átt sér stað á þeim 25 árum sem liðin eru frá því EES samningurinn var gerður.Er samningurinn enn jafn góður og þegar hann var undirritaður eða þarf að huga að einhverjum aðlögunum eða breytingum á honum? „Hann stendur algerlega fyrir sínu og framkvæmd hans hefur gengið mjög vel. Flest af því sem fólk er óánægt með núna innan Evrópusambandsins er eitthvað sem tengist okkur ekki. Vegna þess að við erum eingöngu aðilar að þeim samningum sem snúa að EES en ekki þeim samningum sem er hvað mest deilt á innan Evrópusambandsins.“Þannig að það þarf ekki að gera neinar breytingar á samningum? „Nei, það er ekkert aðkallandi í því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels