Jón Baldvin segir EES samninginn hafa breytt pólitísku landslagi á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 2. maí 2017 20:30 Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að EES samningurinn hafi á sínum tíma verið hugsaður sem brú til fullrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu en hann muni sennilega endast lengur en menn grunuðu. Þá hafi aðild Íslands að samningnum haft afgerandi áhrif á þróun íslenskra stjórnmála og þeirra áhrifa gæti enn. Í dag eru 25 ár frá því Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra skrifaði undir samning EFTA um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið við Evrópusambandið. Þá voru sjö ríki í EFTA, en Finnland, Svíþjóð og Austurríki gengu síðan að fullu í Evrópusambandið og Sviss hefur gert fjölmarga tvíhliða samninga við sambandið. Jón Baldvin segir að miklu hafi skipt að kalda stríðinu var ekki lokið á þessum tíma og viðskipti EFTA ríkjanna sjö hafi verið Evrópusambandinu mikilvæg. „Þau voru stærri viðskiptaaðili við Evrópubandalagið en Bandaríkin og Japan til samans,“ rifjar Jón Baldvin upp. Það hafi verið gagnkvæmir hagsmunir að EFTA ríkin fengju aðgang að innri markaðnum sem þá hafi verið í smíðum og tekið gildi 1993. Samningurinn var undirbúinn í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks. Alþýðuflokks og Alþýðubandalags sem hélt meirihlutanum eftir kosningar 1991. En í kosningabaráttunni lögðust Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið gegn samningum sem Jón Baldvin segir að hafi dregið gríðarlega langan slóða á eftir sér í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarsamstarfið hefði haldið áfram ef þessir tveir flokkar hefðu ekki kúvent í málinu. „En þeir fóru, forystumenn þeirra, hamförum gegn samningnum með bulli og blaðri. Ég man eftir klisjum eins og þeim að spænski flotinn myndi leggja undir sig íslandsmið, portúgalskir verkamenn myndu flæða inn í landið og keyra niður laun. Þýskir auðkýfingar myndu kaupa laxveiðiár og óðul feðranna. Þeir sem bulluðu mest töluðu um að þetta væru endalok á íslensku sjálfstæði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi með öðrum orðum verið landráðabrigsl og því hafi hann myndað ríkisstjórn með Davíð Oddssyni en Sjálfstæðisflokkurinn hafi skipt um skoðun á EES samningnum í skiptum fyrir forsætisráðuneytið. „Við sem stóðum að honum töldum að hann væri tímabundin brúarsmíð. Fyrsta skref og að lokum myndum við stíga skrefið til fulls,“ segir Jón Baldvin. Enda hafi Svíþjóð, Finnland og Austurríki gert það en Ísland sé ekki á leið í sambandið. Nú gæti svo farið að Færeyingar og jafnvel Skotar verði aðilar að samningnum í náinni framtíð. „Þannig að ég spái því nú, þvert á það sem ég hugsaði árið 1992 þegar ég undirritaði samninginn fyrir EFTA hönd, að hann eigi eftir að reynast langlífari en ég spáði,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson. Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að EES samningurinn hafi á sínum tíma verið hugsaður sem brú til fullrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu en hann muni sennilega endast lengur en menn grunuðu. Þá hafi aðild Íslands að samningnum haft afgerandi áhrif á þróun íslenskra stjórnmála og þeirra áhrifa gæti enn. Í dag eru 25 ár frá því Jón Baldvin Hannibalsson þáverandi utanríkisráðherra skrifaði undir samning EFTA um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið við Evrópusambandið. Þá voru sjö ríki í EFTA, en Finnland, Svíþjóð og Austurríki gengu síðan að fullu í Evrópusambandið og Sviss hefur gert fjölmarga tvíhliða samninga við sambandið. Jón Baldvin segir að miklu hafi skipt að kalda stríðinu var ekki lokið á þessum tíma og viðskipti EFTA ríkjanna sjö hafi verið Evrópusambandinu mikilvæg. „Þau voru stærri viðskiptaaðili við Evrópubandalagið en Bandaríkin og Japan til samans,“ rifjar Jón Baldvin upp. Það hafi verið gagnkvæmir hagsmunir að EFTA ríkin fengju aðgang að innri markaðnum sem þá hafi verið í smíðum og tekið gildi 1993. Samningurinn var undirbúinn í tíð ríkisstjórnar Framsóknarflokks. Alþýðuflokks og Alþýðubandalags sem hélt meirihlutanum eftir kosningar 1991. En í kosningabaráttunni lögðust Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið gegn samningum sem Jón Baldvin segir að hafi dregið gríðarlega langan slóða á eftir sér í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarsamstarfið hefði haldið áfram ef þessir tveir flokkar hefðu ekki kúvent í málinu. „En þeir fóru, forystumenn þeirra, hamförum gegn samningnum með bulli og blaðri. Ég man eftir klisjum eins og þeim að spænski flotinn myndi leggja undir sig íslandsmið, portúgalskir verkamenn myndu flæða inn í landið og keyra niður laun. Þýskir auðkýfingar myndu kaupa laxveiðiár og óðul feðranna. Þeir sem bulluðu mest töluðu um að þetta væru endalok á íslensku sjálfstæði,“ segir Jón Baldvin. Þetta hafi með öðrum orðum verið landráðabrigsl og því hafi hann myndað ríkisstjórn með Davíð Oddssyni en Sjálfstæðisflokkurinn hafi skipt um skoðun á EES samningnum í skiptum fyrir forsætisráðuneytið. „Við sem stóðum að honum töldum að hann væri tímabundin brúarsmíð. Fyrsta skref og að lokum myndum við stíga skrefið til fulls,“ segir Jón Baldvin. Enda hafi Svíþjóð, Finnland og Austurríki gert það en Ísland sé ekki á leið í sambandið. Nú gæti svo farið að Færeyingar og jafnvel Skotar verði aðilar að samningnum í náinni framtíð. „Þannig að ég spái því nú, þvert á það sem ég hugsaði árið 1992 þegar ég undirritaði samninginn fyrir EFTA hönd, að hann eigi eftir að reynast langlífari en ég spáði,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson.
Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels