Glamour

Brad Pitt prýðir forsíðu GQ

Ritstjórn skrifar
Ein af þremur forsíðunum sem að Brad situr fyrir í.
Ein af þremur forsíðunum sem að Brad situr fyrir í. Mynd/GQ
Það er enginn annar er Brad Pitt sem situr fyrir á forsíðu sumarútgáfu GQ Style. Þetta er fyrsta tölublaðið og viðtalið sem leikarinn hefur gefið frá því að hann og Angelina Jolie skildu. 

Viðtalið hefur enn ekki verið gefið út en myndir frá forsíðutökunni hafa verið gerðar opinberar. Líkt og sjá má á myndunum hér fyrir neðan lítur allt út fyrir að Brad hafi misst þónokkur kíló á seinustu mánuðum. 

Myndirnar eru teknar í þjóðgörðum á víð og dreif um Bandaríkin. Ljósmyndarinn er Ryan McGinley. 


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.