Maður, samfélag og trú Eðvarð T. Jónsson skrifar 4. maí 2017 12:00 Eftir síðari heimsstyrjöld hafa orðið meiri efnislegar framfarir í heiminum en dæmi eru um í sögunni. Sú staðreynd blasir þó við að aukin hagsæld víða um heim hefur ekki haldist í hendur við aukinn siðferðisþroska, ríkari mannúð eða dýpri skilning á kjörum hinna verst settu meðal mannkyns. Meinsemdir eins og ójöfnuður, misskipting og rányrkja virðast ónæmar fyrir úrræðum sem stjórnmálaöfl af öllu tagi reyna að beita. Víðtæk og rótgróin spilling hefur grafið undan trausti á flestum mannlegum stofnunum. Við sem trúum því að maðurinn sé andleg vera, sem læri og þroskist við tímabundnar aðstæður hér á jörð áður en hún heldur á vit hins eilífa, erum sannfærð um að þessi ógæfulega staða eigi rót sína að rekja til fráhvarfs frá trúarlegum gildum og fullvissu um lífið eigi sér andlega uppsprettu. Bahá’u’lláh, höfundur bahá’í trúarinnar, hélt því fram um miðja nítjándu öld að þegar áhrif trúar dvíni innra með mönnunum slokkni ljós réttlætis og friðar í heiminum. Sú gullna regla gengur eins og rauður þáður í gegnum trúarbrögð mannkyns, að velferð og lífshamingja felist í því að gera öðrum það sem við viljum að þeir geri okkur. Þessi sýn á gildi náungakærleika og sameiginlega velferð ögrar nú sem aldrei fyrr ýmsum viðteknum hugmyndum sem móta samtímaorðræðu – til dæmis að eigingirni sé drifkraftur hagsældar og framfarir byggist á vægðarlausri samkeppni. Að meta verðleika einstaklinga á grundvelli eigna og neyslu er framandi trúarlegri hugsun. Boðskapur efnishyggjunnar um efnislega velsæld sem mælikvarða á manngildi gengur þvert á andleg sjónarmið. Hann elur á tilfinningu um persónulega verðskuldun sem verður æ algengari og notar tungutak réttlætis og lýðréttinda til að breiða yfir síngirni og eiginhagsmuni. Hér boðar bahá’í trúin byltingu hugarfarsins. Ekkert réttlætir lengur að reynt sé að viðhalda fyrirkomulagi, reglum og kerfum sem hefur svo hrapallega mistekist að þjóna sameiginlegum hagsmunum alls mannkyns. Brýn þörf er fyrir sameiginlega siðaskrá, trausta umgjörð nýs heimsskipulags þar sem þjóðirnar geta brugðist í sameiningu við aðsteðjandi áföllum. Hnattrænt samfélag sem endurspeglar einingu þjóða heims og trúarbragða hans er meginatriði í ætlunarverki bahá’í trúarinnar. Þrátt fyrir sundrung og upplausn sem einkenna okkar tíma eru bahá’íar sannfærðir um að eining þjóða heims og nýr skilningur á því sem sameinar trúarbrögð mannkyns muni að endingu spretta úr umrótinu. En þótt eining sé eina varanlega lausnin er hún ekki markmið sem næst þegar búið verður að leysa fjölda annarra meinsemda í félagslegu, pólitísku, efnahagslegu og siðferðilegu lífi með einum eða öðrum hætti. Þessar meinsemdir eru í meginatriðum einkenni og aukaverkanir vandans, ekki sjálf orsökin. Ástæðan fyrir því að þessi sjónarmið njóta ekki fylgis er sú að ósvikin eining í anda og hugsun meðal þjóða heims sem eru jafn ólíkar og raun ber vitni er alls ekki á færi núverandi stofnana þjóðfélagsins. Siðferðilega tómarúmið sem framkallaði hrylling 20. aldar sýndi að mannshugurinn er kominn að ystu mörkum þess sem hann einn og óstuddur getur lagt af mörkum til að þróa gott og gæfuríkt þjóðfélag, hversu mikill efnislegur auður sem honum stendur til boða. Sjónarhorn trúarinnar á framtíð mannkynsins á því ekkert sameiginlegt með kerfum fortíðar og tiltölulega litla með kerfum nútíðar. Hún höfðar til raunveruleika í erfðamengi hinnar skynigæddu sálar, ef svo má að orði komast. Fyrir tvö þúsund árum var kennt að himnaríki sé „hið innra“ með manninum – hann getur gert það veruleika hér og nú. Bahá’u’lláh hefur kallað mannkynið til þessa andlega arfs. Hann segir að mannkynið sé ein og ósundurgreinanleg lífræn heild – það sé þjáð ýmsum meinsemdum en læknisdómurinn sé „eining allra þjóða hans í einum allsherjar málstað, einni sameiginlegri trú.“ Á þessu ári minnast bahá’íar þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Bahá’u’lláh í Persíu og af því tilefni vilja bahá’íar á Íslandi kynna líf hans og kenningar. Rit Bahá’u’lláh spanna vítt svið félagslegra málefna, allt frá jafnrétti kynþáttanna, afvopnun, jafnrétti kynjanna og allsherjarskyldumenntun til málefna, sem snerta innsta líf mannssálarinnar. Í allmarga áratugi hefur kerfisbundið átak í þýðingum og útgáfu gert meginhluta þessara rita aðgengileg fólki um allan heim á meira enn átta hundruð tungumálum. Nokkur helstu þeirra eru aðgengileg á íslensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eðvarð T. Jónsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Eftir síðari heimsstyrjöld hafa orðið meiri efnislegar framfarir í heiminum en dæmi eru um í sögunni. Sú staðreynd blasir þó við að aukin hagsæld víða um heim hefur ekki haldist í hendur við aukinn siðferðisþroska, ríkari mannúð eða dýpri skilning á kjörum hinna verst settu meðal mannkyns. Meinsemdir eins og ójöfnuður, misskipting og rányrkja virðast ónæmar fyrir úrræðum sem stjórnmálaöfl af öllu tagi reyna að beita. Víðtæk og rótgróin spilling hefur grafið undan trausti á flestum mannlegum stofnunum. Við sem trúum því að maðurinn sé andleg vera, sem læri og þroskist við tímabundnar aðstæður hér á jörð áður en hún heldur á vit hins eilífa, erum sannfærð um að þessi ógæfulega staða eigi rót sína að rekja til fráhvarfs frá trúarlegum gildum og fullvissu um lífið eigi sér andlega uppsprettu. Bahá’u’lláh, höfundur bahá’í trúarinnar, hélt því fram um miðja nítjándu öld að þegar áhrif trúar dvíni innra með mönnunum slokkni ljós réttlætis og friðar í heiminum. Sú gullna regla gengur eins og rauður þáður í gegnum trúarbrögð mannkyns, að velferð og lífshamingja felist í því að gera öðrum það sem við viljum að þeir geri okkur. Þessi sýn á gildi náungakærleika og sameiginlega velferð ögrar nú sem aldrei fyrr ýmsum viðteknum hugmyndum sem móta samtímaorðræðu – til dæmis að eigingirni sé drifkraftur hagsældar og framfarir byggist á vægðarlausri samkeppni. Að meta verðleika einstaklinga á grundvelli eigna og neyslu er framandi trúarlegri hugsun. Boðskapur efnishyggjunnar um efnislega velsæld sem mælikvarða á manngildi gengur þvert á andleg sjónarmið. Hann elur á tilfinningu um persónulega verðskuldun sem verður æ algengari og notar tungutak réttlætis og lýðréttinda til að breiða yfir síngirni og eiginhagsmuni. Hér boðar bahá’í trúin byltingu hugarfarsins. Ekkert réttlætir lengur að reynt sé að viðhalda fyrirkomulagi, reglum og kerfum sem hefur svo hrapallega mistekist að þjóna sameiginlegum hagsmunum alls mannkyns. Brýn þörf er fyrir sameiginlega siðaskrá, trausta umgjörð nýs heimsskipulags þar sem þjóðirnar geta brugðist í sameiningu við aðsteðjandi áföllum. Hnattrænt samfélag sem endurspeglar einingu þjóða heims og trúarbragða hans er meginatriði í ætlunarverki bahá’í trúarinnar. Þrátt fyrir sundrung og upplausn sem einkenna okkar tíma eru bahá’íar sannfærðir um að eining þjóða heims og nýr skilningur á því sem sameinar trúarbrögð mannkyns muni að endingu spretta úr umrótinu. En þótt eining sé eina varanlega lausnin er hún ekki markmið sem næst þegar búið verður að leysa fjölda annarra meinsemda í félagslegu, pólitísku, efnahagslegu og siðferðilegu lífi með einum eða öðrum hætti. Þessar meinsemdir eru í meginatriðum einkenni og aukaverkanir vandans, ekki sjálf orsökin. Ástæðan fyrir því að þessi sjónarmið njóta ekki fylgis er sú að ósvikin eining í anda og hugsun meðal þjóða heims sem eru jafn ólíkar og raun ber vitni er alls ekki á færi núverandi stofnana þjóðfélagsins. Siðferðilega tómarúmið sem framkallaði hrylling 20. aldar sýndi að mannshugurinn er kominn að ystu mörkum þess sem hann einn og óstuddur getur lagt af mörkum til að þróa gott og gæfuríkt þjóðfélag, hversu mikill efnislegur auður sem honum stendur til boða. Sjónarhorn trúarinnar á framtíð mannkynsins á því ekkert sameiginlegt með kerfum fortíðar og tiltölulega litla með kerfum nútíðar. Hún höfðar til raunveruleika í erfðamengi hinnar skynigæddu sálar, ef svo má að orði komast. Fyrir tvö þúsund árum var kennt að himnaríki sé „hið innra“ með manninum – hann getur gert það veruleika hér og nú. Bahá’u’lláh hefur kallað mannkynið til þessa andlega arfs. Hann segir að mannkynið sé ein og ósundurgreinanleg lífræn heild – það sé þjáð ýmsum meinsemdum en læknisdómurinn sé „eining allra þjóða hans í einum allsherjar málstað, einni sameiginlegri trú.“ Á þessu ári minnast bahá’íar þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu Bahá’u’lláh í Persíu og af því tilefni vilja bahá’íar á Íslandi kynna líf hans og kenningar. Rit Bahá’u’lláh spanna vítt svið félagslegra málefna, allt frá jafnrétti kynþáttanna, afvopnun, jafnrétti kynjanna og allsherjarskyldumenntun til málefna, sem snerta innsta líf mannssálarinnar. Í allmarga áratugi hefur kerfisbundið átak í þýðingum og útgáfu gert meginhluta þessara rita aðgengileg fólki um allan heim á meira enn átta hundruð tungumálum. Nokkur helstu þeirra eru aðgengileg á íslensku.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar