Áslaug telur að sameining FÁ við Tækniskólann geti verið jákvæð Anton Egilsson skrifar 6. maí 2017 16:59 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, telur mikilvægt að vera opin fyrir breytingum á skólakerfinu. Ákvörðun um það að sameina Fjölbrautarskólann við Ármúla við Tækniskólann geti verið jákvæð ef með því sé verið að bæta þjónustu við nemendur. Þær Áslaug Arna, Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, voru gestir Höskuldar Kára Schram í þættinum Víglínunni á Stöð tvö í dag og ræddu meðal annars áform um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Greint var frá því í vikunni að unnið væri að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þessum málum og ekkert hefur verið tilkynnt opinberlega. Áslaug segir að verið sé að kanna grundvöll fyrir sameiningunni og leggja mat á hvort að þetta komi til með að gagnast skólunum. „Ég tel að það sé mikilvægt að skoða breytingar og við þurfum að vera opin fyrir breytingum á skólakerfinu okkar útaf mörgum þáttum og þá sérstaklega útaf fækkun nemenda. Ef að þetta bætir skólana, að við getum boðið upp á fjölbreyttara nám og þá sérstaklega starfs- og iðnnám og að við séum að bæta þjónustu við nemendurna með svona sameiningu þá held ég að hún geti verið jákvæð.” Fyrirhuguð sameining hefur fengið mikil og hörð viðbrögð í vikunni. Kennarar við skólann hafa látið óánægju sína í ljós auk þess sem að Félag framhaldsskólakennara sendi frá sér yfirlýsingu þar sem tekin var skýr afstaða gegn sameiningunni. Þá hafa nemendur við Fjölbrautarskólann við Ármúla hrint af stað undirskriftsöfnun til að mótmæla sameiningunni. Nú þegar hafa hátt í 500 manns skrifað undir en undirskriftarlistann hyggjast þau afhenda Kristjáni Þór Júlíussyni, mennta- og menningarmálaráðherra.Vantar faglegt matÞórhildur Sunna segir ekkert athugavert við það að skoða sameininguna en að það ætti að vera gert í samstarfi við stjórnarandstöðuna og þá sem þetta kemur til með að hafa áhrif á. „Það sem mér finnst hins vegar vanta upp á er yfir höfuð eitthvað faglegt mat. Ef að faglegt mat liggur ekki fyrir, ef að þetta byggir ekki á faglegum forsendum þá grefur totryggnin um sig um að þetta sé einkavæðing og að það sé verið að taka stöndugan skóla og sameina hann einkaskóla án þess að það liggi fyrir þær ástæður þess hvers vegna þetta er svarið frekar en eitthvað annað.” Hún segist jafnframt mikilvægt að fyrir liggi upplýsingar um hvernig fyrri sameiningar við Tækniskólann hafi gengið og hvort að það hafi verið nemendum og starfsfólki til hagsbóta. Hún hafi óskað eftir slíkum upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðherra en engin svör fengið. „Ég hef hvorki fengið svör um það frá ráðherra hvaða viðmið lágu að bak því að Fjöbrautarskólinn í Ármúla var valinn en ekki einhver annar skóli né þá heldur hvernig hefði gengið með fyrri sameiningar. Ég fékk engar upplýsingar um hvernig það hafi verið staðið að síðustu sameiningu við Tækniskólann og hvaða niðurstöður og árangur hefði náðst af því.” Án faglegs mats eigi hún erfitt með að trúa að faglegar forsendur liggi að baki. Mér finnst að ef það er ekki búið að skoða þessa fyrstu sameiningu liggur ekki fyrir hvernig það gekk og það er ekki vitað hvort að það hafi verið nemendum og starfsfólki til hagsbóta. Þá sé ég ekki á hvaða grunni er verið að taka þessa ákvörðun. Maður á erfitt með að trúa að það séu faglegar forsendur að baki þegar það liggur ekkert faglegt mat að baki.” Áslaug segir að faglegt mat fari nú fram innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Niðurstöður þess mats verður byggt á ef að við tökum þessa ákvörðun.” Horfa má á Víglínuna í heild sinni hér að ofan. Tengdar fréttir Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, telur mikilvægt að vera opin fyrir breytingum á skólakerfinu. Ákvörðun um það að sameina Fjölbrautarskólann við Ármúla við Tækniskólann geti verið jákvæð ef með því sé verið að bæta þjónustu við nemendur. Þær Áslaug Arna, Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, voru gestir Höskuldar Kára Schram í þættinum Víglínunni á Stöð tvö í dag og ræddu meðal annars áform um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Greint var frá því í vikunni að unnið væri að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þessum málum og ekkert hefur verið tilkynnt opinberlega. Áslaug segir að verið sé að kanna grundvöll fyrir sameiningunni og leggja mat á hvort að þetta komi til með að gagnast skólunum. „Ég tel að það sé mikilvægt að skoða breytingar og við þurfum að vera opin fyrir breytingum á skólakerfinu okkar útaf mörgum þáttum og þá sérstaklega útaf fækkun nemenda. Ef að þetta bætir skólana, að við getum boðið upp á fjölbreyttara nám og þá sérstaklega starfs- og iðnnám og að við séum að bæta þjónustu við nemendurna með svona sameiningu þá held ég að hún geti verið jákvæð.” Fyrirhuguð sameining hefur fengið mikil og hörð viðbrögð í vikunni. Kennarar við skólann hafa látið óánægju sína í ljós auk þess sem að Félag framhaldsskólakennara sendi frá sér yfirlýsingu þar sem tekin var skýr afstaða gegn sameiningunni. Þá hafa nemendur við Fjölbrautarskólann við Ármúla hrint af stað undirskriftsöfnun til að mótmæla sameiningunni. Nú þegar hafa hátt í 500 manns skrifað undir en undirskriftarlistann hyggjast þau afhenda Kristjáni Þór Júlíussyni, mennta- og menningarmálaráðherra.Vantar faglegt matÞórhildur Sunna segir ekkert athugavert við það að skoða sameininguna en að það ætti að vera gert í samstarfi við stjórnarandstöðuna og þá sem þetta kemur til með að hafa áhrif á. „Það sem mér finnst hins vegar vanta upp á er yfir höfuð eitthvað faglegt mat. Ef að faglegt mat liggur ekki fyrir, ef að þetta byggir ekki á faglegum forsendum þá grefur totryggnin um sig um að þetta sé einkavæðing og að það sé verið að taka stöndugan skóla og sameina hann einkaskóla án þess að það liggi fyrir þær ástæður þess hvers vegna þetta er svarið frekar en eitthvað annað.” Hún segist jafnframt mikilvægt að fyrir liggi upplýsingar um hvernig fyrri sameiningar við Tækniskólann hafi gengið og hvort að það hafi verið nemendum og starfsfólki til hagsbóta. Hún hafi óskað eftir slíkum upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðherra en engin svör fengið. „Ég hef hvorki fengið svör um það frá ráðherra hvaða viðmið lágu að bak því að Fjöbrautarskólinn í Ármúla var valinn en ekki einhver annar skóli né þá heldur hvernig hefði gengið með fyrri sameiningar. Ég fékk engar upplýsingar um hvernig það hafi verið staðið að síðustu sameiningu við Tækniskólann og hvaða niðurstöður og árangur hefði náðst af því.” Án faglegs mats eigi hún erfitt með að trúa að faglegar forsendur liggi að baki. Mér finnst að ef það er ekki búið að skoða þessa fyrstu sameiningu liggur ekki fyrir hvernig það gekk og það er ekki vitað hvort að það hafi verið nemendum og starfsfólki til hagsbóta. Þá sé ég ekki á hvaða grunni er verið að taka þessa ákvörðun. Maður á erfitt með að trúa að það séu faglegar forsendur að baki þegar það liggur ekkert faglegt mat að baki.” Áslaug segir að faglegt mat fari nú fram innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Niðurstöður þess mats verður byggt á ef að við tökum þessa ákvörðun.” Horfa má á Víglínuna í heild sinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00 Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49
Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00
Segjast uggandi yfir áformum um að einkavæða Ármúlaskóla Kennarar í FÁ eru skildir eftir í óvissu, segir trúnaðarmaður þeirra. Ríkið haldi frá þeim upplýsingum um sameiningu skólans við Tækniskólann. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir einkavæðingu FÁ í uppsiglingu. Nefndarmaður 5. maí 2017 07:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels