Stefna á að fara 560 km á hlaupahjóli Guðný Hrönn skrifar 21. apríl 2017 11:30 Sigríður, Bjartur og Michael stunda öll fjölbreytta líkamsrækt en ekkert þeirra hefur þó lagt hlaupahjólreiðar sérstaklega fyrir sig. Vísir/Anton Brink Þriggja manna teymi sem kallar sig #ScootingRecord stefnir að því að slá Guinness-heimsmet í lengstu vegalengd á hlaupahjóli á innan við 24 klukkustundum. Hópurinn á krefjandi verkefni fyrir höndum. Við ætlum að mynda lið 25 þátttakenda til þess að ferðast heimsins lengstu vegalengd á hlaupahjóli á 24 klukkustundum, og stefnt er á að fara 560 km, sú vegalengd mun tryggja okkur titilinn. Við erum þrjú sem erum að fara af stað með þessa heimsmetstilraun og langar að fá með okkur í lið hrausta og hressa einstaklinga sem vilja taka þátt,“ segir Sigríður Ýr Unnarsdóttir sem skipar #ScootingRecord-teymið ásamt þeim Michael Reid og Bjarti Snorrasyni. Hópurinn sem kemur að heimsmetstilrauninni er bjartsýnn á að hægt sé að slá núgildandi met yfir lengstu vegalengd á hlaupahjóli á 24 klukkustunum sem sett var af The Night Razors-teyminu þann 17. maí 2014 í Bandaríkjunum þegar þau ferðuðust 553,72 km. „Við erum bjartsýn en auðvitað eru margir þættir sem þurfa að ganga upp til þess að við náum því markmiði. Helsta áskorun okkar í þessu verkefni mun líklega vera mannlegi þátturinn. Við erum að setja saman lið sem samanstendur af 25 einstaklingum sem þurfa að vinna vel saman og gefa sig alla í þetta verkefni. Ferlið er langt og strangt og þetta snýst ekki bara um það að hlaupahjóla nægilega hratt, heldur þarf góða liðsheild því metið snýst bæði um líkamlega getu og andlega þar sem tilraunin tekur heilan sólarhring og takmarkaður tími gefst til þess að hvílast, þar sem allir þurfa að vera í viðbragðsstöðu.“ „Við vitum hvað þarf til þess að fá heimsmet staðfest frá Guinness þar sem við höfum farið í gegn um ferlið áður og búum að þeirri reynslu,“ útskýrir Sigríður sem ásamt Michael gerði tilraun tilraun til að slá heimsmet í Bandaríkjunum í fyrra, fyrir lengstu vegalend á „pocketbike“-mótorhjóli. Og ætlunarverkið tókst. „Ferlið var langt og strangt og í upphafi virtust áskoranirnar óyfirstíganlegar. Á endanum náðum við þó að yfirstíga allar hindranirnar og slá heimsmetið sem varð til þess að við leituðum uppi svipaðar áskoranir og fundum þetta met.“ Spurð út í hvað sé svona spennandi við að slá Guinness-heimsmet segir Sigríður: „Að vera Guinness-heimsmethafi er ein æðsta viðurkenning sem hægt er að öðlast innan ævintýraiðnaðarins. Þetta er flókið ferli og sjálf framkvæmdin er aðeins lítill hluti af því sem þarf að gera til þess að slá met. Heimsmetabók Guinness er bók sem fjölmörg ungmenni lesa um heim allan og láta sig dreyma um að vera í bókinni einn daginn. Langflestir snúa sér þó að öðru og láta þá drauma aldrei verða að veruleika en við ákváðum að leggja allt undir og taka þessari áskorun.“ Í leiðinni ætlar hópurinn líka að safna áheitum fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Hlaupahjól vanmetin á ÍslandiSigríður, Michael og Bjartur eru öll sammála um að hlaupahjól séu frekar vanmetin farartæki hér á landi.„Hlaupahjól eru frábær fyrir þær sakir að þau eru handhæg og það tekur virkilega á að spretta á hlaupahjóli – krefst bæði líkamlegs styrks og tækni. Það má því segja að þau séu vanmetin hér á landi þar sem þau eru aðallega notuð af börnum við leik en víða erlendis þekkist það að fullorðnir noti hlaupahjól sem bæði samgöngutæki og einnig er þetta keppnisíþrótt.“ Þeir sem hafa áhuga á að komast í teymið og slá heimsmetið og láta gott af sér leiða með þeim Sigríði, Michael og Bjarti geta kynnt sér málið nánar á kynningu sem haldin verður á Gló í Fákafeni á sunnudaginn klukkan 13.00. „Þá bjóðum við áhugasömum að koma og hitta okkur og sækja um að verða meðlimir í #ScootingRecord-teyminu. Guinness setur 18 ára aldurstakmark á meðlimi.“ Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Þriggja manna teymi sem kallar sig #ScootingRecord stefnir að því að slá Guinness-heimsmet í lengstu vegalengd á hlaupahjóli á innan við 24 klukkustundum. Hópurinn á krefjandi verkefni fyrir höndum. Við ætlum að mynda lið 25 þátttakenda til þess að ferðast heimsins lengstu vegalengd á hlaupahjóli á 24 klukkustundum, og stefnt er á að fara 560 km, sú vegalengd mun tryggja okkur titilinn. Við erum þrjú sem erum að fara af stað með þessa heimsmetstilraun og langar að fá með okkur í lið hrausta og hressa einstaklinga sem vilja taka þátt,“ segir Sigríður Ýr Unnarsdóttir sem skipar #ScootingRecord-teymið ásamt þeim Michael Reid og Bjarti Snorrasyni. Hópurinn sem kemur að heimsmetstilrauninni er bjartsýnn á að hægt sé að slá núgildandi met yfir lengstu vegalengd á hlaupahjóli á 24 klukkustunum sem sett var af The Night Razors-teyminu þann 17. maí 2014 í Bandaríkjunum þegar þau ferðuðust 553,72 km. „Við erum bjartsýn en auðvitað eru margir þættir sem þurfa að ganga upp til þess að við náum því markmiði. Helsta áskorun okkar í þessu verkefni mun líklega vera mannlegi þátturinn. Við erum að setja saman lið sem samanstendur af 25 einstaklingum sem þurfa að vinna vel saman og gefa sig alla í þetta verkefni. Ferlið er langt og strangt og þetta snýst ekki bara um það að hlaupahjóla nægilega hratt, heldur þarf góða liðsheild því metið snýst bæði um líkamlega getu og andlega þar sem tilraunin tekur heilan sólarhring og takmarkaður tími gefst til þess að hvílast, þar sem allir þurfa að vera í viðbragðsstöðu.“ „Við vitum hvað þarf til þess að fá heimsmet staðfest frá Guinness þar sem við höfum farið í gegn um ferlið áður og búum að þeirri reynslu,“ útskýrir Sigríður sem ásamt Michael gerði tilraun tilraun til að slá heimsmet í Bandaríkjunum í fyrra, fyrir lengstu vegalend á „pocketbike“-mótorhjóli. Og ætlunarverkið tókst. „Ferlið var langt og strangt og í upphafi virtust áskoranirnar óyfirstíganlegar. Á endanum náðum við þó að yfirstíga allar hindranirnar og slá heimsmetið sem varð til þess að við leituðum uppi svipaðar áskoranir og fundum þetta met.“ Spurð út í hvað sé svona spennandi við að slá Guinness-heimsmet segir Sigríður: „Að vera Guinness-heimsmethafi er ein æðsta viðurkenning sem hægt er að öðlast innan ævintýraiðnaðarins. Þetta er flókið ferli og sjálf framkvæmdin er aðeins lítill hluti af því sem þarf að gera til þess að slá met. Heimsmetabók Guinness er bók sem fjölmörg ungmenni lesa um heim allan og láta sig dreyma um að vera í bókinni einn daginn. Langflestir snúa sér þó að öðru og láta þá drauma aldrei verða að veruleika en við ákváðum að leggja allt undir og taka þessari áskorun.“ Í leiðinni ætlar hópurinn líka að safna áheitum fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Hlaupahjól vanmetin á ÍslandiSigríður, Michael og Bjartur eru öll sammála um að hlaupahjól séu frekar vanmetin farartæki hér á landi.„Hlaupahjól eru frábær fyrir þær sakir að þau eru handhæg og það tekur virkilega á að spretta á hlaupahjóli – krefst bæði líkamlegs styrks og tækni. Það má því segja að þau séu vanmetin hér á landi þar sem þau eru aðallega notuð af börnum við leik en víða erlendis þekkist það að fullorðnir noti hlaupahjól sem bæði samgöngutæki og einnig er þetta keppnisíþrótt.“ Þeir sem hafa áhuga á að komast í teymið og slá heimsmetið og láta gott af sér leiða með þeim Sigríði, Michael og Bjarti geta kynnt sér málið nánar á kynningu sem haldin verður á Gló í Fákafeni á sunnudaginn klukkan 13.00. „Þá bjóðum við áhugasömum að koma og hitta okkur og sækja um að verða meðlimir í #ScootingRecord-teyminu. Guinness setur 18 ára aldurstakmark á meðlimi.“
Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira