Vespa Brynjars Karls komin í leitirnar: „Þessu er hvergi nærri lokið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. apríl 2017 11:45 Brynjar Karl vakti mikla athygli árið 2014, þá ellefu ára gamall, þegar hann hóf byggingu á magnaðri lego-eftirlíkingu af skipinu Titanic. vísir/valli Brynjar Karl Birgisson, fjórtán ára nemandi við Langholtsskóla, hefur endurheimt skellinöðru sem stolið var af honum síðastliðinn miðvikudag. Hjólið var fermingargjöf en Brynjar fermdist nýverið og var í skýjunum með gjöfina. Stuldurinn var því mikið áfall, sérstaklega vegna þess að ræningjarnir voru skólafélagar Brynjars og hann neyddist til að mæta þeim á göngunum. Faðir Brynjars, Birgir Tryggvason, hélt úti ítarlegri dagbók um ferlið í stöðuuppfærslum á Facebook, allt frá hvarfi vespunnar þann 19. apríl og þangað til hún fannst í gær. Hann sagði þar frá viðbrögðum sonar síns, sem er einhverfur, og hvernig þjófnaðurinn reyndist honum erfiður. Færslurnar vöktu mikla athygli en þeirri fyrstu, í hverri tilkynnt er um stuldinn, hefur verið deilt yfir þrettánhundruð sinnum.Engin úrræði í boði fyrir þjófana Í færslu á sinni eigin Facebook-síðu í gær sagði Brynjar Karl að fimm strákar úr skólanum sínum hefðu náðst á öryggismyndavél við verknaðinn. „Ég þurfti að mæta tveimur þeirra í skólanum í dag og þykjast ekki vita neitt vegna þess að það hefur ekki náðst að yfirheyra þá,“ skrifaði hann. Brynjar sagðist einnig vonast til þess að vespuþjófarnir hlytu þá hjálp sem þeir þyrftu greinilega á að halda. Þjófarnir hafa síðan verið yfirheyrðir og færir Birgir, faðir Brynjars, lögreglunni og foreldrum drengjanna sem tóku vespuna kærar þakkir fyrir hjálpina. Hann segir fjölskyldu sína úrvinda eftir þrekraunina en að það sem skipti máli sé að Brynjar sé ánægður. „Brynjar hefur fengið sitt og er hamingjusamur, en þessir drengir þurfa líka að fá sitt, hvernig og hvað get ég bara ekki sagt til um því þau úrræði sem eru í boði eru lítil sem engin,“ sagði Birgir í Facebook-færslu í gær.„Ég er enn bara svolítið reiður pabbi“ Birgir vildi ekki tjá sig neitt að ráði um málið í samtali við Vísi í dag. „Þetta er svo erfitt og sorglegt á margan hátt. Við hérna megin erum eiginlega bara sigruð. Þú mátt alveg deila allri hamingjunni en ég er ekki tilbúinn að ræða aðstæður og það sem mér finnst um málið,“ tjáði Birgir blaðamanni Vísis. „Ég er enn bara svolítið reiður pabbi. Þetta er mjög snúið,“ bætti hann við. „Þessu er hvergi nærri lokið.“ Brynjar Karl vakti mikla athygli árið 2014, þá ellefu ára gamall, þegar hann hóf byggingu á magnaðri lego-eftirlíkingu af skipinu Titanic, sem nú er staðsett á Titanic-safninu í Branson í Bandaríkjunum. Þá hefur hann einnig vakið athygli á málefnum einhverfra, t.d. í TedxKids-fyrirlestri á síðasta ári.Hér að neðan má sjá síðustu færslu Birgis um málið: Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Brynjar Karl Birgisson, fjórtán ára nemandi við Langholtsskóla, hefur endurheimt skellinöðru sem stolið var af honum síðastliðinn miðvikudag. Hjólið var fermingargjöf en Brynjar fermdist nýverið og var í skýjunum með gjöfina. Stuldurinn var því mikið áfall, sérstaklega vegna þess að ræningjarnir voru skólafélagar Brynjars og hann neyddist til að mæta þeim á göngunum. Faðir Brynjars, Birgir Tryggvason, hélt úti ítarlegri dagbók um ferlið í stöðuuppfærslum á Facebook, allt frá hvarfi vespunnar þann 19. apríl og þangað til hún fannst í gær. Hann sagði þar frá viðbrögðum sonar síns, sem er einhverfur, og hvernig þjófnaðurinn reyndist honum erfiður. Færslurnar vöktu mikla athygli en þeirri fyrstu, í hverri tilkynnt er um stuldinn, hefur verið deilt yfir þrettánhundruð sinnum.Engin úrræði í boði fyrir þjófana Í færslu á sinni eigin Facebook-síðu í gær sagði Brynjar Karl að fimm strákar úr skólanum sínum hefðu náðst á öryggismyndavél við verknaðinn. „Ég þurfti að mæta tveimur þeirra í skólanum í dag og þykjast ekki vita neitt vegna þess að það hefur ekki náðst að yfirheyra þá,“ skrifaði hann. Brynjar sagðist einnig vonast til þess að vespuþjófarnir hlytu þá hjálp sem þeir þyrftu greinilega á að halda. Þjófarnir hafa síðan verið yfirheyrðir og færir Birgir, faðir Brynjars, lögreglunni og foreldrum drengjanna sem tóku vespuna kærar þakkir fyrir hjálpina. Hann segir fjölskyldu sína úrvinda eftir þrekraunina en að það sem skipti máli sé að Brynjar sé ánægður. „Brynjar hefur fengið sitt og er hamingjusamur, en þessir drengir þurfa líka að fá sitt, hvernig og hvað get ég bara ekki sagt til um því þau úrræði sem eru í boði eru lítil sem engin,“ sagði Birgir í Facebook-færslu í gær.„Ég er enn bara svolítið reiður pabbi“ Birgir vildi ekki tjá sig neitt að ráði um málið í samtali við Vísi í dag. „Þetta er svo erfitt og sorglegt á margan hátt. Við hérna megin erum eiginlega bara sigruð. Þú mátt alveg deila allri hamingjunni en ég er ekki tilbúinn að ræða aðstæður og það sem mér finnst um málið,“ tjáði Birgir blaðamanni Vísis. „Ég er enn bara svolítið reiður pabbi. Þetta er mjög snúið,“ bætti hann við. „Þessu er hvergi nærri lokið.“ Brynjar Karl vakti mikla athygli árið 2014, þá ellefu ára gamall, þegar hann hóf byggingu á magnaðri lego-eftirlíkingu af skipinu Titanic, sem nú er staðsett á Titanic-safninu í Branson í Bandaríkjunum. Þá hefur hann einnig vakið athygli á málefnum einhverfra, t.d. í TedxKids-fyrirlestri á síðasta ári.Hér að neðan má sjá síðustu færslu Birgis um málið:
Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira