Gagnrýndur fyrir að ráðleggja fólki að troða athugasemdum upp í rassgatið á sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2017 21:33 Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans og sjónvarpsmaður. Vísir/Andri „Ef óbreyttir borgarar – kannski fólk sem á erfitt og líður ekki vel – dirfast að halla orði á starfsmenn RÚV á kommentakerfum fréttamiðla, mega þeir þá eiga von á því að vera varpað upp á skjáinn í sjónvarpi allra landsmanna á præmtæm, nafngreindir, sakaðir um „væl“ og sagt að troða hlutum upp í rassgatið á sér?“ Þetta er spurningin sem leitaði á verðlaunablaðamanninn Jóhann Pál Jóhannsson eftir að hafa horft á innslag ritstjórans Atla Fannars Bjarkasonar í Vikunni með Gísla Marteini í gærkvöldi. Í innslagi sínu, sem sjá má hér að neðan, gerði Atli sér mat úr frétt Vísis, eða öllu heldur viðbrögð við frétt Vísis, um raunir skemmtikraftsins Sólmundar Hólm sem festist í flugvél í Keflavík í tvær klukkustundir vegna óveðurs síðastliðinn mánudag.Sjá einnig: Fastur í vélinni á vellinum í tvær klukkustundir: Í topp fimmtán af verstu martröðum Í athugasemdakerfinu við fréttina sköpuðust miklar umræður og þótti mörgum ekki mikið til rauna Sólmundar koma. Atla Fannari þóttu viðbrögðin við fréttinni raunar svo öfgafull að bróðurpartur hins 5 mínútna langa innslags tileinkaði hann hinum svokölluðu „virku í athugasemdum“ sem hann sagði sífellt hafa „allt á hornum sér“ og að þeir væru „ekki aðeins að skemma eigin mannorð - þeir eru að skemma internetið.“ Sagði hann hegðun þeirra á netinu hafa orðið til þess að „sumt fólk nennir ekki eða þorir ekki að tjá sig opinberlega.“Atli tók því næst fyrir nokkrar athugasemdir, sem allar voru undir nafni og hann hafði áður gert sér mat úr í frétt á vef sínum, og ráðlagði nafngreindum höfundum þeirra hvernig þær hefðu betur verið skrifaðar. „Ef þið hættið þessu endalausa væli í kommentakerfinu þá er aldrei að vita nema að þið sjáið að þó fólk tjái sig um hluti í fjölmiðlum, sem skipta ykkur ekki máli persónulega, þá er algjör óþarfi að ráðast á viðkomandi,“ sagði Atli og bætti við: „Jafnvel þó einhver tjáir skoðun sem ykkur finnst alveg út í hött þá er hægt að draga andann djúpt, skrifa athugasemdina sem átti að fara í kommentakerfið frekar á miða og troða miðanum djúpt upp í ra...“ en þá var klippt á innslagið. Sem fyrr segir vakti innslagið misjöfn viðbrögð og þótti mörgum Atli reiða „hátt til höggs gagnvart fólki sem hefur ekki sömu aðstöðu og fjölmiðlamenn til að verja sig.“ Þá var honum líkt við eineltistudda sem nýtir aðstöðu sína „og vinsældir til að atast í fólki sem hefur ekki jafn sterka stöðu og þeir sjálfir.“ Þannig líkir blaðamaðurinn Atli Thor Fanndal nafna sínum við „vinsæla krakkann á skólalóðinni“ sem í stað þess að pönkast í valdinu ákveður að gera „grín að lúðunum.“ „Þótt mér leiðist ruglið í athugasemdakerfum þá verð ég að segja að mér leiðist þetta stéttarstríð að ofan enn meira. Menningarsnautt, frekt, sjálfhverft, fyrirsjáanlegt og grunnt. Fyrst og fremst bara drepleiðinlegt,“ segir Atli Thor. Hér að neðan má sjá færslu Atla Thors Fanndals sem og viðbrögð Atla Fannars við gagnrýni nafna hans.. Tengdar fréttir Fastur í vélinni á vellinum í tvær klukkustundir: Í topp fimmtán af verstu martröðum Sólmundur Hólm, útvarpsmaður, er staddur í flugvél Wizz Air, á Keflavíkurflugvelli og hefur þurft að dúsa þar í tvo tíma. 17. apríl 2017 19:25 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
„Ef óbreyttir borgarar – kannski fólk sem á erfitt og líður ekki vel – dirfast að halla orði á starfsmenn RÚV á kommentakerfum fréttamiðla, mega þeir þá eiga von á því að vera varpað upp á skjáinn í sjónvarpi allra landsmanna á præmtæm, nafngreindir, sakaðir um „væl“ og sagt að troða hlutum upp í rassgatið á sér?“ Þetta er spurningin sem leitaði á verðlaunablaðamanninn Jóhann Pál Jóhannsson eftir að hafa horft á innslag ritstjórans Atla Fannars Bjarkasonar í Vikunni með Gísla Marteini í gærkvöldi. Í innslagi sínu, sem sjá má hér að neðan, gerði Atli sér mat úr frétt Vísis, eða öllu heldur viðbrögð við frétt Vísis, um raunir skemmtikraftsins Sólmundar Hólm sem festist í flugvél í Keflavík í tvær klukkustundir vegna óveðurs síðastliðinn mánudag.Sjá einnig: Fastur í vélinni á vellinum í tvær klukkustundir: Í topp fimmtán af verstu martröðum Í athugasemdakerfinu við fréttina sköpuðust miklar umræður og þótti mörgum ekki mikið til rauna Sólmundar koma. Atla Fannari þóttu viðbrögðin við fréttinni raunar svo öfgafull að bróðurpartur hins 5 mínútna langa innslags tileinkaði hann hinum svokölluðu „virku í athugasemdum“ sem hann sagði sífellt hafa „allt á hornum sér“ og að þeir væru „ekki aðeins að skemma eigin mannorð - þeir eru að skemma internetið.“ Sagði hann hegðun þeirra á netinu hafa orðið til þess að „sumt fólk nennir ekki eða þorir ekki að tjá sig opinberlega.“Atli tók því næst fyrir nokkrar athugasemdir, sem allar voru undir nafni og hann hafði áður gert sér mat úr í frétt á vef sínum, og ráðlagði nafngreindum höfundum þeirra hvernig þær hefðu betur verið skrifaðar. „Ef þið hættið þessu endalausa væli í kommentakerfinu þá er aldrei að vita nema að þið sjáið að þó fólk tjái sig um hluti í fjölmiðlum, sem skipta ykkur ekki máli persónulega, þá er algjör óþarfi að ráðast á viðkomandi,“ sagði Atli og bætti við: „Jafnvel þó einhver tjáir skoðun sem ykkur finnst alveg út í hött þá er hægt að draga andann djúpt, skrifa athugasemdina sem átti að fara í kommentakerfið frekar á miða og troða miðanum djúpt upp í ra...“ en þá var klippt á innslagið. Sem fyrr segir vakti innslagið misjöfn viðbrögð og þótti mörgum Atli reiða „hátt til höggs gagnvart fólki sem hefur ekki sömu aðstöðu og fjölmiðlamenn til að verja sig.“ Þá var honum líkt við eineltistudda sem nýtir aðstöðu sína „og vinsældir til að atast í fólki sem hefur ekki jafn sterka stöðu og þeir sjálfir.“ Þannig líkir blaðamaðurinn Atli Thor Fanndal nafna sínum við „vinsæla krakkann á skólalóðinni“ sem í stað þess að pönkast í valdinu ákveður að gera „grín að lúðunum.“ „Þótt mér leiðist ruglið í athugasemdakerfum þá verð ég að segja að mér leiðist þetta stéttarstríð að ofan enn meira. Menningarsnautt, frekt, sjálfhverft, fyrirsjáanlegt og grunnt. Fyrst og fremst bara drepleiðinlegt,“ segir Atli Thor. Hér að neðan má sjá færslu Atla Thors Fanndals sem og viðbrögð Atla Fannars við gagnrýni nafna hans..
Tengdar fréttir Fastur í vélinni á vellinum í tvær klukkustundir: Í topp fimmtán af verstu martröðum Sólmundur Hólm, útvarpsmaður, er staddur í flugvél Wizz Air, á Keflavíkurflugvelli og hefur þurft að dúsa þar í tvo tíma. 17. apríl 2017 19:25 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Fastur í vélinni á vellinum í tvær klukkustundir: Í topp fimmtán af verstu martröðum Sólmundur Hólm, útvarpsmaður, er staddur í flugvél Wizz Air, á Keflavíkurflugvelli og hefur þurft að dúsa þar í tvo tíma. 17. apríl 2017 19:25