Margfalt betri afkoma sveitarfélaga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. apríl 2017 18:45 Stærstu sveitarfélög landsins skiluðu margfalt betri rekstrarniðurstöðu í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir mörg sveitarfélag vera að skila betri afkomu en undanfarin 10 til 15 ár, en þó blasi við kostnaðarsamar fjárfestingar á næstu árum.Ríflega fjórfalt betri afkoma í Kópavogi Sveitarfélög eru um þessar mundir að birta uppgjör fyrir árið 2016. Hafnarfjarðarbær skilaði rúmlega 500 milljóna króna afgangi í fyrra, um 180 milljónum meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Garðabær skilaði tæplega 800 milljóna afgangi, um hálfum milljarði meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstur Kópavogsbæjar skilaði afgangi upp á um 1,2 milljarða, ríflega fjórfalt meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ísafjarðarbær skilaði tæplega 180 milljóna króna afgangi en áætlanir gerðu ráð fyrir 18 milljónum. Dalvík skilaði um tvöfalt meiri afgangi en gert var ráð fyrir, um 250 milljónum. Akureyrarbær var rekinn með 80 milljón króna halla sem er þó ríflega 600 milljónum króna betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Fljótsdalshérað skilaði tæplega 260 milljóna króna afgangi, um fjórfalt meira en gert var ráð fyrir. Rúmlega 400 milljóna afgangur varð af rekstri Vestmannaeyjabæjar, en áætlanir gerðu ráð fyrir um 140 milljónum. Þá skilaði Reykjanesbær tæplega 130 milljóna króna afgangi, en áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 70.Miklar launahækkanir og lág verðbólga Þess má geta að Reykjavíkurborg birtir ársreikning næsta fimmtudag. En hvað skýrir þessa afkomu sveitarfélaga, sem er í flestum tilvikum margfalt betri en áætlanir gerðu ráð fyrir? Sveitarstjórnarfólk sem fréttastofa ræddi við í dag nefnir meðal annars miklar launahækkanir í fyrra sem hafi skilað sér í meiri útsvarstekjum.Sigurður Ármann Snævarr, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir það að mörgu leyti rétt, en skýringar séu þó fleiri. „Annað sem við sjáum líka, það er það að verðbólgan er minni en menn gerðu ráð fyrir. Það þýðir að verðbætur eru lægri sem að skuldugu sveitarfélögin eru að greiða,“ segir Sigurður.Ágæt hagræðing í gangi Hann nefnir einnig að almenn rekstrargjöld sveitarfélaganna hafa hækkað mun minna en tekjur. „Það segir okkur að það hefur verið ágæt hagræðing í gangi í mörgum sveitarfélögum,“ segir Sigurður.Björninn ekki unninn Hjá mörgum sveitarfélögum sé þetta betri niðurstaða en undanfarin 10 til 15 ár. Varðandi framhaldið nefnir Sigurður að fjárfestingar sveitarfélaga hafi síðastliðin tvö til þrjú ár verið í algjöru lágmarki og þær verði kostnaðarsamar á næstu árum. „Þó að þessar fréttir núna um ársreikninga 2016 séu góðar, þá er þar með ekki björninn unninn. Það eru heilmikið fram undan hjá sveitarfélögunum í sérstaklega fjárfestingum, innviðum og öðru slíku,“ segir Sigurður. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Stærstu sveitarfélög landsins skiluðu margfalt betri rekstrarniðurstöðu í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir mörg sveitarfélag vera að skila betri afkomu en undanfarin 10 til 15 ár, en þó blasi við kostnaðarsamar fjárfestingar á næstu árum.Ríflega fjórfalt betri afkoma í Kópavogi Sveitarfélög eru um þessar mundir að birta uppgjör fyrir árið 2016. Hafnarfjarðarbær skilaði rúmlega 500 milljóna króna afgangi í fyrra, um 180 milljónum meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Garðabær skilaði tæplega 800 milljóna afgangi, um hálfum milljarði meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstur Kópavogsbæjar skilaði afgangi upp á um 1,2 milljarða, ríflega fjórfalt meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ísafjarðarbær skilaði tæplega 180 milljóna króna afgangi en áætlanir gerðu ráð fyrir 18 milljónum. Dalvík skilaði um tvöfalt meiri afgangi en gert var ráð fyrir, um 250 milljónum. Akureyrarbær var rekinn með 80 milljón króna halla sem er þó ríflega 600 milljónum króna betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Fljótsdalshérað skilaði tæplega 260 milljóna króna afgangi, um fjórfalt meira en gert var ráð fyrir. Rúmlega 400 milljóna afgangur varð af rekstri Vestmannaeyjabæjar, en áætlanir gerðu ráð fyrir um 140 milljónum. Þá skilaði Reykjanesbær tæplega 130 milljóna króna afgangi, en áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 70.Miklar launahækkanir og lág verðbólga Þess má geta að Reykjavíkurborg birtir ársreikning næsta fimmtudag. En hvað skýrir þessa afkomu sveitarfélaga, sem er í flestum tilvikum margfalt betri en áætlanir gerðu ráð fyrir? Sveitarstjórnarfólk sem fréttastofa ræddi við í dag nefnir meðal annars miklar launahækkanir í fyrra sem hafi skilað sér í meiri útsvarstekjum.Sigurður Ármann Snævarr, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir það að mörgu leyti rétt, en skýringar séu þó fleiri. „Annað sem við sjáum líka, það er það að verðbólgan er minni en menn gerðu ráð fyrir. Það þýðir að verðbætur eru lægri sem að skuldugu sveitarfélögin eru að greiða,“ segir Sigurður.Ágæt hagræðing í gangi Hann nefnir einnig að almenn rekstrargjöld sveitarfélaganna hafa hækkað mun minna en tekjur. „Það segir okkur að það hefur verið ágæt hagræðing í gangi í mörgum sveitarfélögum,“ segir Sigurður.Björninn ekki unninn Hjá mörgum sveitarfélögum sé þetta betri niðurstaða en undanfarin 10 til 15 ár. Varðandi framhaldið nefnir Sigurður að fjárfestingar sveitarfélaga hafi síðastliðin tvö til þrjú ár verið í algjöru lágmarki og þær verði kostnaðarsamar á næstu árum. „Þó að þessar fréttir núna um ársreikninga 2016 séu góðar, þá er þar með ekki björninn unninn. Það eru heilmikið fram undan hjá sveitarfélögunum í sérstaklega fjárfestingum, innviðum og öðru slíku,“ segir Sigurður.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Styrkti karlasamtök þvert á ráðleggingar matsnefndar Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira