Fátækt barna er vanræksla stjórnvalda Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 10. apríl 2017 07:00 Um áratugaskeið hefur alþjóðsamfélagið reglulega sett sér háleit markmið um betri heim. Markmið um sjálfbæra þróun, þar sem forgangsverkefni er að uppræta fátækt og auka jöfnuð. Evrópa2020 áætlun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að að minnsta kosti 20 milljónum barna í Evrópu verði bjargað frá fátækt og félagslegri einangrun fyrir árið 2020. Það mun ekki nást. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, SDG2030, gera ráð fyrir að sárafátækt verði upprætt og að 50% barna verði bjargað úr fátækt og félagslegri einangrun fyrir árið 2030 og ójöfnuður minnkaður. Það er sátt meðal þjóða heims um að fátækt og ójöfnuður séu óásættanleg. Sífellt þarf þó að setja ný markmið þegar sýnt er að þeim eldri verður ekki náð. Það er ekki síst vegna þess að áætlanir stjórnvalda og skattkerfi ganga oft þvert á þessar samþykktir sem ríkin hafa þó skuldbundið sig til að framfylgja. Samkvæmt skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla - Save the Children sem gefin var út í lok árs 2016, eiga enn um 28% barna í Evrópu á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Þetta eru rúmlega 25 milljónir barna. Ekkert Evrópuland er laust við barnafátækt og lítið hefur þokast í þá átt að uppræta fátækt í álfunni. Meginorsök fátæktar er ójöfnuður sem hefur aukist í Evrópu. Um 10% heimila í Evrópu eiga 50% eigna. Velmegun er í boði fyrir sífellt færri. Færri fjölskyldur hafa möguleika á að veita börnum sínum gott líf. Afleiðingar efnahagskreppunnar á laun og kjör eru meðal annars þær að þrátt fyrir að foreldrar hafi atvinnu er það ekki trygging fyrir lífi án fátæktar. Stöðugur niðurskurður varð á framlögum til menntunar frá upphafi kreppu í öllum Evrópulöndum. Þau börn sem eru hve verst stödd verða enn frekar út undan hvað varðar menntun og tækifæri, heilsu og lífsfyllingu. Börn sem búa við fátækt eru líklegri til að búa áfram við fátækt sem fullorðnir einstaklingar og hefur það mjög afdrifarík áhrif á líf þeirra og framtíðarhorfur og þau standa höllum fæti.Algjörlega óásættanlegtÞrátt fyrir að á Íslandi sé jöfnuður hve mestur í Evrópu, eiga um 11% fullorðinna og 14% barna hér á landi á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Þetta eru meira en 10.000 börn. Það er algjörlega óásættanlegt í landi þar sem stjórnvöld berja sér á brjóst vegna mikils hagvaxtar og efnahagslegs uppgangs. Samkvæmt skýrslunni er Ísland eina land Norðurlanda þar sem börn eiga frekar á hættu að búa við fátækt en fullorðnir, sem gefur vísbendingu um að forgangsröðun sé ekki í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Flest ríki heims hafa undirritað barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur einnig verið lögfestur á Íslandi. Samkvæmt sáttmálanum eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast, að njóta besta mögulegs heilsufars og á gjaldfrjálsri grunnmenntun. Ekki má mismuna börnum hvað þessi réttindi varðar vegna stöðu þeirra eða foreldranna, svo sem vegna efnahags. Og minnumst þess að börn bera ekki ábyrgð á stöðu sinni. Barnasáttmálinn kveður jafnframt á um ábyrgð og skyldur stjórnvalda um að uppfylla ákvæði hans. Stjórnvöld sem koma ekki í veg fyrir að börnum sé mismunað vegna efnahags foreldra og tryggja ekki að ekkert barn þurfi að búa við fátækt eru að vanrækja skyldur sínar. Nú er lag stjórnvöld, nú er ekki kreppa og ekki hægt að nota slíkt sem afsökun fyrir að verja ekki auknu fé til málefna barna. Nú þarf að skila til baka því fjármagni sem skorið var niður vegna efnahagskreppunnar. Styrkja þarf grunnþjónustu við börn, mennta- og velferðarkerfið, tryggja gjaldfrjálsan grunnskóla, að öll börn fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á án endurgjalds og tryggja fjölskyldum sem eiga á hættu að búa við fátækt viðunandi framfærslu og örugga búsetu. Lengja þarf fæðingarorlof í 12 mánuði og tryggja öllum börnum þroskandi umhverfi að því loknu fram að grunnskóla. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa ítrekað skorað á stjórnvöld að gera áætlanir sem byggja á réttindum barna og skilningi á stöðu þeirra og þörfum og standa við skuldbindingar sínar. Barnaheill skora enn og aftur á stjórnvöld að forgangsraða í þágu velferðar barna og líta á fjármagn í þágu barna sem fjárfestingu. Slík fjárfesting skilar okkur betra, heilbrigðara og hamingjusamara samfélagi til langs tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið hefur alþjóðsamfélagið reglulega sett sér háleit markmið um betri heim. Markmið um sjálfbæra þróun, þar sem forgangsverkefni er að uppræta fátækt og auka jöfnuð. Evrópa2020 áætlun Evrópusambandsins gerir ráð fyrir að að minnsta kosti 20 milljónum barna í Evrópu verði bjargað frá fátækt og félagslegri einangrun fyrir árið 2020. Það mun ekki nást. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, SDG2030, gera ráð fyrir að sárafátækt verði upprætt og að 50% barna verði bjargað úr fátækt og félagslegri einangrun fyrir árið 2030 og ójöfnuður minnkaður. Það er sátt meðal þjóða heims um að fátækt og ójöfnuður séu óásættanleg. Sífellt þarf þó að setja ný markmið þegar sýnt er að þeim eldri verður ekki náð. Það er ekki síst vegna þess að áætlanir stjórnvalda og skattkerfi ganga oft þvert á þessar samþykktir sem ríkin hafa þó skuldbundið sig til að framfylgja. Samkvæmt skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla - Save the Children sem gefin var út í lok árs 2016, eiga enn um 28% barna í Evrópu á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Þetta eru rúmlega 25 milljónir barna. Ekkert Evrópuland er laust við barnafátækt og lítið hefur þokast í þá átt að uppræta fátækt í álfunni. Meginorsök fátæktar er ójöfnuður sem hefur aukist í Evrópu. Um 10% heimila í Evrópu eiga 50% eigna. Velmegun er í boði fyrir sífellt færri. Færri fjölskyldur hafa möguleika á að veita börnum sínum gott líf. Afleiðingar efnahagskreppunnar á laun og kjör eru meðal annars þær að þrátt fyrir að foreldrar hafi atvinnu er það ekki trygging fyrir lífi án fátæktar. Stöðugur niðurskurður varð á framlögum til menntunar frá upphafi kreppu í öllum Evrópulöndum. Þau börn sem eru hve verst stödd verða enn frekar út undan hvað varðar menntun og tækifæri, heilsu og lífsfyllingu. Börn sem búa við fátækt eru líklegri til að búa áfram við fátækt sem fullorðnir einstaklingar og hefur það mjög afdrifarík áhrif á líf þeirra og framtíðarhorfur og þau standa höllum fæti.Algjörlega óásættanlegtÞrátt fyrir að á Íslandi sé jöfnuður hve mestur í Evrópu, eiga um 11% fullorðinna og 14% barna hér á landi á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Þetta eru meira en 10.000 börn. Það er algjörlega óásættanlegt í landi þar sem stjórnvöld berja sér á brjóst vegna mikils hagvaxtar og efnahagslegs uppgangs. Samkvæmt skýrslunni er Ísland eina land Norðurlanda þar sem börn eiga frekar á hættu að búa við fátækt en fullorðnir, sem gefur vísbendingu um að forgangsröðun sé ekki í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Flest ríki heims hafa undirritað barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur einnig verið lögfestur á Íslandi. Samkvæmt sáttmálanum eiga öll börn rétt á að lifa og þroskast, að njóta besta mögulegs heilsufars og á gjaldfrjálsri grunnmenntun. Ekki má mismuna börnum hvað þessi réttindi varðar vegna stöðu þeirra eða foreldranna, svo sem vegna efnahags. Og minnumst þess að börn bera ekki ábyrgð á stöðu sinni. Barnasáttmálinn kveður jafnframt á um ábyrgð og skyldur stjórnvalda um að uppfylla ákvæði hans. Stjórnvöld sem koma ekki í veg fyrir að börnum sé mismunað vegna efnahags foreldra og tryggja ekki að ekkert barn þurfi að búa við fátækt eru að vanrækja skyldur sínar. Nú er lag stjórnvöld, nú er ekki kreppa og ekki hægt að nota slíkt sem afsökun fyrir að verja ekki auknu fé til málefna barna. Nú þarf að skila til baka því fjármagni sem skorið var niður vegna efnahagskreppunnar. Styrkja þarf grunnþjónustu við börn, mennta- og velferðarkerfið, tryggja gjaldfrjálsan grunnskóla, að öll börn fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á án endurgjalds og tryggja fjölskyldum sem eiga á hættu að búa við fátækt viðunandi framfærslu og örugga búsetu. Lengja þarf fæðingarorlof í 12 mánuði og tryggja öllum börnum þroskandi umhverfi að því loknu fram að grunnskóla. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa ítrekað skorað á stjórnvöld að gera áætlanir sem byggja á réttindum barna og skilningi á stöðu þeirra og þörfum og standa við skuldbindingar sínar. Barnaheill skora enn og aftur á stjórnvöld að forgangsraða í þágu velferðar barna og líta á fjármagn í þágu barna sem fjárfestingu. Slík fjárfesting skilar okkur betra, heilbrigðara og hamingjusamara samfélagi til langs tíma.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun