Upp komast svik Jón Sigurðsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Sögur hafa gengið um einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka. Orð stóð gegn orði. Nú hefur ónefndur maður afhent gögn sem virðast upplýsa margt varðandi Búnaðarbankann og S-hópinn. Undirritaður var á sínum tíma stjórnarmaður í Samvinnutryggingum/Andvöku og varamaður í stjórn VÍS og sat fundi í undirbúningi málsins. Vilhjálmur Bjarnason, núv. alþingismaður, hefur haft rétt fyrir sér um það að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi ekki lagt fé í þessi viðskipti. Þó höfðu fulltrúar Société Générale sagt annað áður. Annað mál er að sölu Búnaðarbankans andmæltu aðrir sem vildu fá góðan bita af kökunni.Málsatvik virðast þessi:1. Menn úr S-hópnum settu upp blekkingavef á síðustu stundu. – Einkavæðingarnefnd var blekkt, svo og aðrir fulltrúar fyrirtækja í S-hópnum, ásamt öðrum sem málinu tengdust. Við þetta voru notaðir starfsmenn sem ekki fengu að sjá neitt samhengi eða heildarmynd.2. Lögð var áhersla á að S-hópurinn legði fram verulegt eigið fé. – Nú má sjá að fjármagn, sem á vantaði, kom frá öðru íslensku fjármálafyrirtæki, en þessu var leynt.3. Sérstaklega var ætlast til að erlent fjármagn kæmi með og þá frá ótengdum aðila. – Blekkingum var beitt um þetta.4. Gert var ráð fyrir að Búnaðarbankinn starfaði áfram sem sjálfstætt fyrirtæki. – Annað íslenskt fjármálafyrirtæki yfirtók bankann í raun þá þegar.5. Þessi viðskipti áttu að vera opinber og algerlega gegnsæ. – Nú má sjá að blekkingaslaufu var brugðið um viðskiptin í lokin, með viðkomu á Tortóla, og verulegar þóknanir runnu til einstaklinga.6. Sagt er að skrifstofuhúsnæði fyrir Framsóknarflokkinn tengist þessu en ekki liggur fyrir hvernig þau tengsl kunna að hafa verið. Vitað var um bláþræði í einkavæðingu bankanna. Fallið var frá dreifðri sölu og þrýst á að hraða verkum. Aðeins fimm tilboð bárust og matsaðilar töldu aðeins tvö þeirra tæk. Hæsta boði var ekki tekið í annan bankann. Ómálefnaleg afskipti virðast hafa ráðið miklu varðandi báða bankana. Þessar nýju upplýsingar virðast eyða vafa um margt. Allt er þetta skammarlegt. Hugsanleg lögbrot kunna að vera fyrnd. En réttum upplýsingum skal fagna, – svo og málagjöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sögur hafa gengið um einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka. Orð stóð gegn orði. Nú hefur ónefndur maður afhent gögn sem virðast upplýsa margt varðandi Búnaðarbankann og S-hópinn. Undirritaður var á sínum tíma stjórnarmaður í Samvinnutryggingum/Andvöku og varamaður í stjórn VÍS og sat fundi í undirbúningi málsins. Vilhjálmur Bjarnason, núv. alþingismaður, hefur haft rétt fyrir sér um það að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi ekki lagt fé í þessi viðskipti. Þó höfðu fulltrúar Société Générale sagt annað áður. Annað mál er að sölu Búnaðarbankans andmæltu aðrir sem vildu fá góðan bita af kökunni.Málsatvik virðast þessi:1. Menn úr S-hópnum settu upp blekkingavef á síðustu stundu. – Einkavæðingarnefnd var blekkt, svo og aðrir fulltrúar fyrirtækja í S-hópnum, ásamt öðrum sem málinu tengdust. Við þetta voru notaðir starfsmenn sem ekki fengu að sjá neitt samhengi eða heildarmynd.2. Lögð var áhersla á að S-hópurinn legði fram verulegt eigið fé. – Nú má sjá að fjármagn, sem á vantaði, kom frá öðru íslensku fjármálafyrirtæki, en þessu var leynt.3. Sérstaklega var ætlast til að erlent fjármagn kæmi með og þá frá ótengdum aðila. – Blekkingum var beitt um þetta.4. Gert var ráð fyrir að Búnaðarbankinn starfaði áfram sem sjálfstætt fyrirtæki. – Annað íslenskt fjármálafyrirtæki yfirtók bankann í raun þá þegar.5. Þessi viðskipti áttu að vera opinber og algerlega gegnsæ. – Nú má sjá að blekkingaslaufu var brugðið um viðskiptin í lokin, með viðkomu á Tortóla, og verulegar þóknanir runnu til einstaklinga.6. Sagt er að skrifstofuhúsnæði fyrir Framsóknarflokkinn tengist þessu en ekki liggur fyrir hvernig þau tengsl kunna að hafa verið. Vitað var um bláþræði í einkavæðingu bankanna. Fallið var frá dreifðri sölu og þrýst á að hraða verkum. Aðeins fimm tilboð bárust og matsaðilar töldu aðeins tvö þeirra tæk. Hæsta boði var ekki tekið í annan bankann. Ómálefnaleg afskipti virðast hafa ráðið miklu varðandi báða bankana. Þessar nýju upplýsingar virðast eyða vafa um margt. Allt er þetta skammarlegt. Hugsanleg lögbrot kunna að vera fyrnd. En réttum upplýsingum skal fagna, – svo og málagjöldum.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar