Innlent

Skuldastaða yngri hópa áhyggjuefni

Sæunn Gísladóttir skrifar
ASÍ varar við því að sökum hás húsnæðisverðs þurfi ungt fólk nú að skuldsetja sig mikið við fasteignakaup.
ASÍ varar við því að sökum hás húsnæðisverðs þurfi ungt fólk nú að skuldsetja sig mikið við fasteignakaup. vísir/anton brink
„Það eru hópar sem eru í viðkvæmri og erfiðri stöðu. Húsnæðisverð er mjög hátt þannig að þeir sem eru að koma inn á húsnæðismarkað núna þurfa því að skuldsetja sig mjög mikið. ,“ segir Henný Hinz, deildarstjóri hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ).

Endurskoðuð hagspá ASÍ fyrir 2017 til 2019 kom út í gær. Fram kemur í henni að þörf sé á að fylgjast með skuldastöðu yngri hópa, sérstaklega þeirra sem eru að koma inn á húsnæðismarkað. Lág greiðslubyrði verðtryggðra lána hvetji til skuldsettra húsnæðiskaupa þar sem greiðslubyrði er lægri en leigukostnaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×