Kári vill kalla það Engeyjarheilkenni að skilja ekki grunsemdir um hagsmunaárekstra Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. apríl 2017 10:51 Kári Stefánsson svarar Benedikt Einarssyni, frænda Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, í Fréttablaðinu í dag. Vísir „Það fylgir því mikill heiður að vera forsætisráðherra þjóðarinnar en líka ábyrgð og skyldur ómældar. Rúllugjaldið sem menn verða að borga fyrir embættið er meðal annars að tengsl þeirra við viðskiptalífið séu gegnsæ og leiði ekki til hagsmunaárekstra, raunverulegra eða ímyndaðra,“ skrifar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag þar sem hann svarar grein Benedikts Einarssonar lögmanns og frænda Bjarna Benediktssonar frá síðustu viku. Kári skrifaði pistil í Fréttblaðið fyrir viku síðan þar sem hann fór yfir háværa orðróma um forsætisráðherrann er varða meðal annars sölu Landsbankans á Borgun, efnahagshrunið og fyrirtæki í eigu föður hans. Benedikt rann blóðið til skyldunnar að leiðrétta ýmislegt sem kemur fram í máli Kára og svaraði honum í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag. Benedikt sagði meðal annars að mikið væri gert úr hlut föður síns í kaupendahóp Borgunar, þvertók fyrir að Bjarni, þá fjarmálaráðherra, hafi eitthvað um sölu á hlut Landsbankans í Borgun að segja. Hann þvertók líka fyrir þann orðróm að fjölskylda Bjarna undirbúi að kaupa sig inn í bankakerfið öðru sinni eða að rútufyrirtækið Kynnisferðir, sem er meðal annars í eigu föður Bjarna, hafi notið meiri undanþágu frá fullum virðisaukaskatti en önnur rútufyrirtæki.Kröfur til forsætisráðherra alltaf ósanngjarnar „Þér finnst sjálfsagt að það sé ósanngjarnt að ætlast til þess að menn geti forðast ímyndaða hagsmunaárekstra. Auðvitað er það ósanngjarnt, en þær kröfur sem eru gerðar til þess sem vill verða forsætisráðherra hljóta alltaf að vera að vissu leyti ósanngjarnar. Það má ekki gleymast að það eru ekki sjálfsögð mannréttindi að fá að vera forsætisráðherra, það eru forréttindi sem hlotnast fáum. Það er alveg ljóst að við erum í svolitlum vanda út af hagsmunaárekstrum Bjarna sem í augum sumra eru raunverulegir, annarra ímyndaðir og í þínum sjálfsagt fráleitir,“ skrifar Kári. Hann nefnir svo tvö dæmi. Annars vegar að ferðaþjónusta er orðin stærsti atvinnuvegur þjoðarinnar og að verið sé að reyna að útbúa regluverk í kringum hana. „Hér lendum við í vandræðum, af því að sagan segir að fjölskylda forsætisráðherra eigi hluti í alls konar fyrirtækjum í ferðamannaiðnaðinum. Hvernig göngum við frá málum þannig að þjóðin hafi enga ástæðu til þess að ætla að forsætisráðherra hafi þannig áhrif á ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í málefnum ferðamanna að hún efist um það hvaða hagsmuni hann beri fyrir brjósti.“ Þá nefnir hann einnig eignarhald fjölskyldu Benedikts í klíníkinni í Ármúla. „Eignarhald fjölskyldunnar í þeirri klíník í Ármúla sem langar til þess að verða sjúkrahús er líka óheppilegt þegar menn velta fyrir sér tregðu ríkisins til þess að fjármagna almennilega Landspítalann og aðra þætti hins ríkisrekna heilbrigðiskerfis. Menn velta því fyrir sér hvort sú tregða geri rekstrarumhverfi klíníkunnar betra.“Fyrsta skrefið að viðurkenna vandann Þá segir Kári að Bjarni sé hokinn kostum sem fólk vill að prýði leiðtoga og segist ekki draga í efa heiðarleika hans og að það hvarfli ekki að honum að ásaka hann um að misnota aðstöðu sína viljandi til að hlúa að viðskiptum fjölskyldunnar. „Það fara hins vegar illa saman mikil umsvif fjölskyldu hans í viðskiptum og sá stíll að tjá sig ekki um þau og verða pirraður út af þeim áhyggjum sem þau valda í samfélaginu. Ekki hjálpar heldur dugnaður fjölskyldunnar.“ Hann nefnir sem dæmi að þáttaka Einars Sveinssonar, föður Benedikts, í kaupunum á Borgun hafi ollið Bjarna töluverðu pólitísku tjóni. „Hvers vegna heldurðu að honum hafi verið boðin þátttaka í þessum viðskiptum? Það var góður díll fyrir hann en það má leiða að því rök að með honum hafi hann hvorki sýnt Bjarna mikla tillitssemi né embætti fjármálaráðherra þá virðingu sem það á skilið.“ Kári segir jafnramt rétt að Bjarni geti ekki bannað ættingjum sínum að stunda viðskipti og að vel geti verið að það eina sem hægt er að gera sé að ræða vandann og sannfæra þjóðina um að bæði fjölskyldan og eftirlitsstofnanir séu meðvituð um hann og geri allt sem þau geta til a koma í veg fyrir að hann valdi tjóni. „Fyrsta skrefið í þá átt er að viðurkenna að vandinn sé til staðar. Það hefur hins vegar reynst svo erfitt fyrir fjölskyldu þína að það minnir um margt á Antons heilkennið. Antons heilkenni heitir það þegar menn verða fyrir skemmd í þeim hluta heilabarkarins sem sér um sjón og verða fyrir vikið blindir en afneita blindunni og ganga á veggi og fyrir björg. Kannski við ættum að kalla það Engeyjarheilkenni þegar menn sjá ekki hvernig viðskipti þeirra vekja grunsemdir um hagsmunaárekstra sem allir aðrir sjá en þeir. En nú er ég að reyna að vera fyndinn og fullt eins líklegt að mér hafi mistekist.“ Tengdar fréttir Rúllugjald - Opið bréf til Benedikts Einarssonar Benedikt, það er ýmislegt við greinina þína sem birtist í blaðinu á föstudaginn, sem mér finnst flott eins og til dæmis að þú tekur á efnisatriðum í stað þess að hjóla bara í manninn mig, þótt þú gerir svolítið af því á hárbeittan og elegant hátt. 12. apríl 2017 07:00 Frændi Bjarna skemmtir skrattanum og svarar Kára fullum hálsi Benedikt Einarsson lögmaður svarar orðum Kára Stefánssonar um frænda sinn Bjarna Benediktsson í Fréttablaðinu í dag. 7. apríl 2017 11:00 Kári ergir Bjarna með gróusögum Kári Stefánsson fer yfir ýmsar sögusagnir um Bjarna Benediktsson. 5. apríl 2017 07:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
„Það fylgir því mikill heiður að vera forsætisráðherra þjóðarinnar en líka ábyrgð og skyldur ómældar. Rúllugjaldið sem menn verða að borga fyrir embættið er meðal annars að tengsl þeirra við viðskiptalífið séu gegnsæ og leiði ekki til hagsmunaárekstra, raunverulegra eða ímyndaðra,“ skrifar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag þar sem hann svarar grein Benedikts Einarssonar lögmanns og frænda Bjarna Benediktssonar frá síðustu viku. Kári skrifaði pistil í Fréttblaðið fyrir viku síðan þar sem hann fór yfir háværa orðróma um forsætisráðherrann er varða meðal annars sölu Landsbankans á Borgun, efnahagshrunið og fyrirtæki í eigu föður hans. Benedikt rann blóðið til skyldunnar að leiðrétta ýmislegt sem kemur fram í máli Kára og svaraði honum í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag. Benedikt sagði meðal annars að mikið væri gert úr hlut föður síns í kaupendahóp Borgunar, þvertók fyrir að Bjarni, þá fjarmálaráðherra, hafi eitthvað um sölu á hlut Landsbankans í Borgun að segja. Hann þvertók líka fyrir þann orðróm að fjölskylda Bjarna undirbúi að kaupa sig inn í bankakerfið öðru sinni eða að rútufyrirtækið Kynnisferðir, sem er meðal annars í eigu föður Bjarna, hafi notið meiri undanþágu frá fullum virðisaukaskatti en önnur rútufyrirtæki.Kröfur til forsætisráðherra alltaf ósanngjarnar „Þér finnst sjálfsagt að það sé ósanngjarnt að ætlast til þess að menn geti forðast ímyndaða hagsmunaárekstra. Auðvitað er það ósanngjarnt, en þær kröfur sem eru gerðar til þess sem vill verða forsætisráðherra hljóta alltaf að vera að vissu leyti ósanngjarnar. Það má ekki gleymast að það eru ekki sjálfsögð mannréttindi að fá að vera forsætisráðherra, það eru forréttindi sem hlotnast fáum. Það er alveg ljóst að við erum í svolitlum vanda út af hagsmunaárekstrum Bjarna sem í augum sumra eru raunverulegir, annarra ímyndaðir og í þínum sjálfsagt fráleitir,“ skrifar Kári. Hann nefnir svo tvö dæmi. Annars vegar að ferðaþjónusta er orðin stærsti atvinnuvegur þjoðarinnar og að verið sé að reyna að útbúa regluverk í kringum hana. „Hér lendum við í vandræðum, af því að sagan segir að fjölskylda forsætisráðherra eigi hluti í alls konar fyrirtækjum í ferðamannaiðnaðinum. Hvernig göngum við frá málum þannig að þjóðin hafi enga ástæðu til þess að ætla að forsætisráðherra hafi þannig áhrif á ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í málefnum ferðamanna að hún efist um það hvaða hagsmuni hann beri fyrir brjósti.“ Þá nefnir hann einnig eignarhald fjölskyldu Benedikts í klíníkinni í Ármúla. „Eignarhald fjölskyldunnar í þeirri klíník í Ármúla sem langar til þess að verða sjúkrahús er líka óheppilegt þegar menn velta fyrir sér tregðu ríkisins til þess að fjármagna almennilega Landspítalann og aðra þætti hins ríkisrekna heilbrigðiskerfis. Menn velta því fyrir sér hvort sú tregða geri rekstrarumhverfi klíníkunnar betra.“Fyrsta skrefið að viðurkenna vandann Þá segir Kári að Bjarni sé hokinn kostum sem fólk vill að prýði leiðtoga og segist ekki draga í efa heiðarleika hans og að það hvarfli ekki að honum að ásaka hann um að misnota aðstöðu sína viljandi til að hlúa að viðskiptum fjölskyldunnar. „Það fara hins vegar illa saman mikil umsvif fjölskyldu hans í viðskiptum og sá stíll að tjá sig ekki um þau og verða pirraður út af þeim áhyggjum sem þau valda í samfélaginu. Ekki hjálpar heldur dugnaður fjölskyldunnar.“ Hann nefnir sem dæmi að þáttaka Einars Sveinssonar, föður Benedikts, í kaupunum á Borgun hafi ollið Bjarna töluverðu pólitísku tjóni. „Hvers vegna heldurðu að honum hafi verið boðin þátttaka í þessum viðskiptum? Það var góður díll fyrir hann en það má leiða að því rök að með honum hafi hann hvorki sýnt Bjarna mikla tillitssemi né embætti fjármálaráðherra þá virðingu sem það á skilið.“ Kári segir jafnramt rétt að Bjarni geti ekki bannað ættingjum sínum að stunda viðskipti og að vel geti verið að það eina sem hægt er að gera sé að ræða vandann og sannfæra þjóðina um að bæði fjölskyldan og eftirlitsstofnanir séu meðvituð um hann og geri allt sem þau geta til a koma í veg fyrir að hann valdi tjóni. „Fyrsta skrefið í þá átt er að viðurkenna að vandinn sé til staðar. Það hefur hins vegar reynst svo erfitt fyrir fjölskyldu þína að það minnir um margt á Antons heilkennið. Antons heilkenni heitir það þegar menn verða fyrir skemmd í þeim hluta heilabarkarins sem sér um sjón og verða fyrir vikið blindir en afneita blindunni og ganga á veggi og fyrir björg. Kannski við ættum að kalla það Engeyjarheilkenni þegar menn sjá ekki hvernig viðskipti þeirra vekja grunsemdir um hagsmunaárekstra sem allir aðrir sjá en þeir. En nú er ég að reyna að vera fyndinn og fullt eins líklegt að mér hafi mistekist.“
Tengdar fréttir Rúllugjald - Opið bréf til Benedikts Einarssonar Benedikt, það er ýmislegt við greinina þína sem birtist í blaðinu á föstudaginn, sem mér finnst flott eins og til dæmis að þú tekur á efnisatriðum í stað þess að hjóla bara í manninn mig, þótt þú gerir svolítið af því á hárbeittan og elegant hátt. 12. apríl 2017 07:00 Frændi Bjarna skemmtir skrattanum og svarar Kára fullum hálsi Benedikt Einarsson lögmaður svarar orðum Kára Stefánssonar um frænda sinn Bjarna Benediktsson í Fréttablaðinu í dag. 7. apríl 2017 11:00 Kári ergir Bjarna með gróusögum Kári Stefánsson fer yfir ýmsar sögusagnir um Bjarna Benediktsson. 5. apríl 2017 07:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Rúllugjald - Opið bréf til Benedikts Einarssonar Benedikt, það er ýmislegt við greinina þína sem birtist í blaðinu á föstudaginn, sem mér finnst flott eins og til dæmis að þú tekur á efnisatriðum í stað þess að hjóla bara í manninn mig, þótt þú gerir svolítið af því á hárbeittan og elegant hátt. 12. apríl 2017 07:00
Frændi Bjarna skemmtir skrattanum og svarar Kára fullum hálsi Benedikt Einarsson lögmaður svarar orðum Kára Stefánssonar um frænda sinn Bjarna Benediktsson í Fréttablaðinu í dag. 7. apríl 2017 11:00
Kári ergir Bjarna með gróusögum Kári Stefánsson fer yfir ýmsar sögusagnir um Bjarna Benediktsson. 5. apríl 2017 07:15