Íbúar í Boðaþingi ringlaðir og hræddir: Sent uppsagnarbréf eftir dóm héraðsdóms Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. apríl 2017 20:15 Þorsteinn Þorsteinsson, íbúi í Boðaþingi, fer fyrir íbúum. vísir/hanna Formaður íbúafélags í þjónustuíbúðum í Boðaþingi segir að íbúar í þjónustuíbúðum Sjómannadagsráðs séu bæði hræddir og ringlaðir, eftir að leigusalinn sendi þeim íbúum uppsagnarbréf, sem að neituðu að samþykkja að falla frá greiðslum, sem héraðsdómur dæmdi leigusalann til þess að gefa þeim. RÚV greinir fráFram kemur að íbúar fimm íbúða í Boðaþingi hafi gert athugasemdir við um fjórtán þúsund króna húsgjald, sem þeim var gert að greiða til viðbótar við húsaleigu. Þeir töldu að sér bæri ekki að greiða fyrir allt það sem húsgjaldið var notað til og var tekið sem dæmi stjórnunarkostnað Naustavarar, sem er leigusalinn í eigu Sjómannadagsráðs, kostnað vegna húsvörslu, eftirlitskerfa í sameign og reksturs púttvallar. Bæði kærunefnd húsnæðismála sem og héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íbúum í vil. Þorsteinn Þorsteinsson, formaður Íbúafélags Boðaþings 22-24, tekur fram Naustavör beri ekki einungis að hætta að innheimta viðkomandi upphæð, heldur beri þeim að borga hana til baka og á Þorsteinn þá rétt á tæpum 300.000 krónum. Í framhaldi af þessu sendi Naustavör öllum íbúum í þjónustuíbúðum sínum í Kópavogi, Garðabæ og Reykjanesbæ bréf, þar sem segir að hætt verði við innheimtu húsgjaldsins en þess í stað verði húsaleigan hækkuð um sömu upphæð og húsgjaldið var áður. Þá er íbúum jafnframt gert að undirrita nýjan leigusamning, þar sem segir að með undirritun samþykki íbúar að engar kröfur séu á milli hans og Naustavarar, þrátt fyrir niðurstöðu héraðsdóms. Þorsteinn skuli því gefa eftir þær þrjú hundruð þúsund krónur sem honum voru dæmdar. Það vildi hann ekki fallast á og fékk því uppsagnarbréf. Hann segir íbúa ringlaða og hrædda. Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við RÚV, að ekki sé verið að fara á bak við neinn og segir hann að reynt sé að umgangast málið þannig að finna megi lausn á „lagatæknilegu vandamáli sem komið er upp í stöðunni.“ „Í leigusamningnum sem upphaflega var, er þessa gjald getið, það er húsaleigunnar og húsgjaldsins. Þannig er ekki verið að fara á bak við nokkurn mann, heldur er bara verið að gera breytingu þar sem húsgjaldið er fært inn í húsaleiguna og áfram veitt sama þjónusta.“ Sigurður segir að þeim íbúum sem ekki hafi viljað samþykkja nýja samninginn, verði boðinn nýr. Hann segir að nýir samningar verði ekki á sömu kjörum og eldri samningar. Spurður hvort að það sé ekki bara til þess að innheimta sömu gjöld og það sem héraðsdómur hafi dæmt fólkinu, segir Sigurður að það sé ekki búið að kanna það. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Formaður íbúafélags í þjónustuíbúðum í Boðaþingi segir að íbúar í þjónustuíbúðum Sjómannadagsráðs séu bæði hræddir og ringlaðir, eftir að leigusalinn sendi þeim íbúum uppsagnarbréf, sem að neituðu að samþykkja að falla frá greiðslum, sem héraðsdómur dæmdi leigusalann til þess að gefa þeim. RÚV greinir fráFram kemur að íbúar fimm íbúða í Boðaþingi hafi gert athugasemdir við um fjórtán þúsund króna húsgjald, sem þeim var gert að greiða til viðbótar við húsaleigu. Þeir töldu að sér bæri ekki að greiða fyrir allt það sem húsgjaldið var notað til og var tekið sem dæmi stjórnunarkostnað Naustavarar, sem er leigusalinn í eigu Sjómannadagsráðs, kostnað vegna húsvörslu, eftirlitskerfa í sameign og reksturs púttvallar. Bæði kærunefnd húsnæðismála sem og héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íbúum í vil. Þorsteinn Þorsteinsson, formaður Íbúafélags Boðaþings 22-24, tekur fram Naustavör beri ekki einungis að hætta að innheimta viðkomandi upphæð, heldur beri þeim að borga hana til baka og á Þorsteinn þá rétt á tæpum 300.000 krónum. Í framhaldi af þessu sendi Naustavör öllum íbúum í þjónustuíbúðum sínum í Kópavogi, Garðabæ og Reykjanesbæ bréf, þar sem segir að hætt verði við innheimtu húsgjaldsins en þess í stað verði húsaleigan hækkuð um sömu upphæð og húsgjaldið var áður. Þá er íbúum jafnframt gert að undirrita nýjan leigusamning, þar sem segir að með undirritun samþykki íbúar að engar kröfur séu á milli hans og Naustavarar, þrátt fyrir niðurstöðu héraðsdóms. Þorsteinn skuli því gefa eftir þær þrjú hundruð þúsund krónur sem honum voru dæmdar. Það vildi hann ekki fallast á og fékk því uppsagnarbréf. Hann segir íbúa ringlaða og hrædda. Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við RÚV, að ekki sé verið að fara á bak við neinn og segir hann að reynt sé að umgangast málið þannig að finna megi lausn á „lagatæknilegu vandamáli sem komið er upp í stöðunni.“ „Í leigusamningnum sem upphaflega var, er þessa gjald getið, það er húsaleigunnar og húsgjaldsins. Þannig er ekki verið að fara á bak við nokkurn mann, heldur er bara verið að gera breytingu þar sem húsgjaldið er fært inn í húsaleiguna og áfram veitt sama þjónusta.“ Sigurður segir að þeim íbúum sem ekki hafi viljað samþykkja nýja samninginn, verði boðinn nýr. Hann segir að nýir samningar verði ekki á sömu kjörum og eldri samningar. Spurður hvort að það sé ekki bara til þess að innheimta sömu gjöld og það sem héraðsdómur hafi dæmt fólkinu, segir Sigurður að það sé ekki búið að kanna það.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira