Innlent

Fjögurra mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun

Kannabisið fannst í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði.
Kannabisið fannst í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. vísir/stefán
Þrítugur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa staðið að stórri kannabisræktun í Hafnarfirði í fyrra. Honum var gert að greiða tæplega 300 þúsund í sakarkostnað og gerðar voru upptækar 120 kannabisplöntur og ýmis búnaður tengdur ræktuninni.

Upp komst um ræktunina í júlí í fyrra en hún var í iðnaðarhúsnæði við Trönuhraun í Hafnarfirði. Maðurinn var í framhaldinu ákærður fyrir fíkniefnabrot þar sem honum var gefið að sök að hafa ætlað að selja efnin. Maðurinn hefur hlotið dóma áður – fyrir fíkniefnabrot og umferðarlagabrot.

Hann játaði sök fyrir dómi, sem horfði honum til málsbóta og var hann dæmdur í fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára.

Maðurinn sætti upptöku á 120 kannabisplöntum, fimm gróðurhúsalömpum, fjórum viftum, fimm straumbreytum, þremur kolasíum, tveimur börkum og gróðurtjaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×