Ólíklegasta stjörnupar samtímans: Pamela Anderson og Julian Assange Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 18:11 Julian Assange og Pamela Anderson koma úr ólíkum áttum, en það stöðvar ekki ástina. Vísir/Getty Svo virðist vera sem nýjasta stjörnuparið hafi litið dagsins ljós, en fregnir herma að hin víðfræga leikkona Pamela Anderson og Julian Assange, stofnandi Wikileaks séu nú byrjuð að stinga saman nefjum. Ljóst er á dagsetningum erlendra frétta um málið, að ekki er um svokallað aprílgabb að ræða. Á bloggsíðu sinni hefur leikkonan meðal annars tjáð sig um ást sína á Assange, nú síðast einungis fyrir tveimur dögum síðan, þar sem hún tekur fram að samband þeirra sé „ekkert leyndarmál“ og að hann sé „einn af hennar uppáhalds manneskjum.“ Julian hefur frá því árið 2012 haldið sig innandyra í sendiráði Ekvador í London, til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar, þar sem hans bíður ákæra fyrir nauðgun en Assange hefur frá upphafi sagst vera saklaus og að um væri að ræða tilraunir Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir starfsemi hans. Leikkonan sást fyrir rúmum fimm mánuðum síðan ganga inn í sendiráðið, þar sem hún færði Julian hádegismat. Á bloggsíðu sinni kemur Pamela honum til varnar og tekur undir ásakanir hans á hendur bandarískra stjórnvalda. Pamela hefur þó tekið fram að það sé „pínulítið erfitt“ að hitta mann sem er fastur í sendiráði, líkt og Julian. Framtíðin sé því að vissu leyti óráðin. Hún hafi þó ekki eytt jafnmiklum tíma með nokkrum öðrum manni að undanförnu og honum. „Sjáum hvað setur þegar hann er frjáls. En ég eyði þrátt fyrir það, mestum tíma með honum, mun meiri en með nokkrum öðrum, sem er kannski skrítið.“ „Julian er manneskja með ákaflega mikinn tilfinningaþroska og samkennd. Heimurinn skiptir hann miklu máli. Hann hefur eignast volduga óvini í mörgum löndum, sérstaklega í Ameríku með því að koma upp um þá.“ „Þessi barátta er mjög rómantísk og ég elska hann fyrir þetta. Hann er mjög kynþokkafullur.“ Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Svo virðist vera sem nýjasta stjörnuparið hafi litið dagsins ljós, en fregnir herma að hin víðfræga leikkona Pamela Anderson og Julian Assange, stofnandi Wikileaks séu nú byrjuð að stinga saman nefjum. Ljóst er á dagsetningum erlendra frétta um málið, að ekki er um svokallað aprílgabb að ræða. Á bloggsíðu sinni hefur leikkonan meðal annars tjáð sig um ást sína á Assange, nú síðast einungis fyrir tveimur dögum síðan, þar sem hún tekur fram að samband þeirra sé „ekkert leyndarmál“ og að hann sé „einn af hennar uppáhalds manneskjum.“ Julian hefur frá því árið 2012 haldið sig innandyra í sendiráði Ekvador í London, til þess að forðast að vera framseldur til Svíþjóðar, þar sem hans bíður ákæra fyrir nauðgun en Assange hefur frá upphafi sagst vera saklaus og að um væri að ræða tilraunir Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir starfsemi hans. Leikkonan sást fyrir rúmum fimm mánuðum síðan ganga inn í sendiráðið, þar sem hún færði Julian hádegismat. Á bloggsíðu sinni kemur Pamela honum til varnar og tekur undir ásakanir hans á hendur bandarískra stjórnvalda. Pamela hefur þó tekið fram að það sé „pínulítið erfitt“ að hitta mann sem er fastur í sendiráði, líkt og Julian. Framtíðin sé því að vissu leyti óráðin. Hún hafi þó ekki eytt jafnmiklum tíma með nokkrum öðrum manni að undanförnu og honum. „Sjáum hvað setur þegar hann er frjáls. En ég eyði þrátt fyrir það, mestum tíma með honum, mun meiri en með nokkrum öðrum, sem er kannski skrítið.“ „Julian er manneskja með ákaflega mikinn tilfinningaþroska og samkennd. Heimurinn skiptir hann miklu máli. Hann hefur eignast volduga óvini í mörgum löndum, sérstaklega í Ameríku með því að koma upp um þá.“ „Þessi barátta er mjög rómantísk og ég elska hann fyrir þetta. Hann er mjög kynþokkafullur.“
Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira