Vilja aukið gagnsæi í gjöldum hins opinbera Sæunn Gísladóttir skrifar 4. apríl 2017 07:00 Ólafur segir að Matís sé dæmi um stað þar sem er engin opinber gjaldskrá vegna eftirlitsgjalda. Fréttablaðið/Arnaldur Félag atvinnurekenda vill að gjaldtökuheimildir sem mæla fyrir um töku svokallaðra eftirlitsgjalda verði endurskoðaðar með tilliti til sjónarmiða um skýrleika og að tillögur séu gerðar að breytingum eftir því sem tilefni gefst til.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Í nýrri skýrslu FA, sem kynnt verður í dag, kemur fram að þar sem álagning eftirlitsgjalda sé íþyngjandi fyrir atvinnulífið sé mikilvægt að regluverkið sé skýrt. Fyrir hendi séu um sextíu gjaldtökuheimildir sem mæla fyrir um töku svokallaðra eftirlitsgjalda. Einnig eru dæmi um að eftirlitsgjöldum, sem dómstólar höfðu dæmt ólögmæt, hafi verið breytt í skatta. Skýrasta dæmið sé lyfjaeftirlitsgjaldið. „Það sem er kannski alvarlegast í þessu er að upplýsingarnar um kostnaðinn eru ekki birtar. Fyrir vikið er ekki hægt að sannreyna að gjaldtakan sé réttmæt. Þarna eru að okkar mati mjög alvarlegar gloppur í kerfinu hvað varðar gjaldtöku faggildra aðila,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Það ættu að gilda sömu reglur um gjaldtöku eins og ef um opinbera stofnun væri að ræða, það má ekki innheimta hærri gjöld en svara kostnaði. Við tökum dæmi af Matís í skýrslunni, þar er engin opinber gjaldskrá, og því enginn rökstuðningur fyrir gjöldunum. Eftirlitsstofnanir eru einnig að senda út reikninga sem eru ósundurliðaðir,“ segir Ólafur. Hann segir þetta klárlega þrengja að fyrirtækjum. „Sums staðar eru eftirlitsstofnanir farnar að ráða hversu oft þær koma í heimsókn og hvað þær eru að skammta sér í tekjur frá þessu eftirliti. Við viljum fá skýrari reglur sem er vörn gagnvart slíkri þróun.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Félag atvinnurekenda vill að gjaldtökuheimildir sem mæla fyrir um töku svokallaðra eftirlitsgjalda verði endurskoðaðar með tilliti til sjónarmiða um skýrleika og að tillögur séu gerðar að breytingum eftir því sem tilefni gefst til.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Í nýrri skýrslu FA, sem kynnt verður í dag, kemur fram að þar sem álagning eftirlitsgjalda sé íþyngjandi fyrir atvinnulífið sé mikilvægt að regluverkið sé skýrt. Fyrir hendi séu um sextíu gjaldtökuheimildir sem mæla fyrir um töku svokallaðra eftirlitsgjalda. Einnig eru dæmi um að eftirlitsgjöldum, sem dómstólar höfðu dæmt ólögmæt, hafi verið breytt í skatta. Skýrasta dæmið sé lyfjaeftirlitsgjaldið. „Það sem er kannski alvarlegast í þessu er að upplýsingarnar um kostnaðinn eru ekki birtar. Fyrir vikið er ekki hægt að sannreyna að gjaldtakan sé réttmæt. Þarna eru að okkar mati mjög alvarlegar gloppur í kerfinu hvað varðar gjaldtöku faggildra aðila,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. „Það ættu að gilda sömu reglur um gjaldtöku eins og ef um opinbera stofnun væri að ræða, það má ekki innheimta hærri gjöld en svara kostnaði. Við tökum dæmi af Matís í skýrslunni, þar er engin opinber gjaldskrá, og því enginn rökstuðningur fyrir gjöldunum. Eftirlitsstofnanir eru einnig að senda út reikninga sem eru ósundurliðaðir,“ segir Ólafur. Hann segir þetta klárlega þrengja að fyrirtækjum. „Sums staðar eru eftirlitsstofnanir farnar að ráða hversu oft þær koma í heimsókn og hvað þær eru að skammta sér í tekjur frá þessu eftirliti. Við viljum fá skýrari reglur sem er vörn gagnvart slíkri þróun.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira