Handbolti

Risastór tímamót fyrir handboltann á Akureyri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigþór Árni Heimisson.
Sigþór Árni Heimisson. Vísir/Anton
Akureyringar eiga loksins lið í efstu deild í fótboltanum (KA) og körfuboltanum (Þór Ak.) en handboltalíf bæjarins varð fyrir miklu áfalli í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið féll úr Olís-deild karla.

Akureyringum hefur gengið illa að halda liðum í efstu deild í fótbolta og körfubolta en handboltinn hefur verið stolt bæjarins þar sem bærinn hefur átt lið í efstu deild í 33 ár samfellt. Núna verður hinsvegar breyting á því næsta vetur.

Akureyrarliðið fékk fjórum stigum minna en næstneðsta liðið. Sigur í lokaleiknum gegn Stjörnunni hefði bjargað liðinu frá falli en Stjarnan vann 28-23 sigur.

Tímasbilið 2017-2018 verður því fyrsta tímabilið frá 1984-1985 þar sem ekkert lið frá Akureyri spilar í efstu deild karlahandboltans. KA komst upp þann veturinn og var í deild þeirra bestu þar til lið KA og Þór Akureyri sameinuðust undir merkjum Akureyrar árið 2006.

Akureyrarliðið hafði verið í efstu deild frá sameiningunni og varð meðal annars deildarmeistari árið 2011. Liðið tapaði hinsvegar fyrir FH í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn og einu Íslandsmeistaratitlar Akureyrar í efstu deild karla er þeir sem KA vann vorið 1997 og vorið 1992.

Arnar Geir Halldórsson skrifar pistil um sögu handboltans á Akureyri á á norðlenska frétta- og afþreyingarvefinn Kaffið.is. Þar fer hann yfir þessi stóru en súru tímamót.  Það má lesa pistil hans hér.


Tengdar fréttir

Örlögin á toppi og botni ráðast í kvöld

Úrslitin í Olís-deild karla í handbolta ráðast í kvöld þegar lokaumferðin fer fram. FH dugir jafntefli gegn Selfossi til að verða deildarmeistari í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Í Mýrinni berjast Stjarnan og Akureyri hins vegar fyrir líf

Sverre: Erfitt að kyngja þessu

Varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson var að vonum niðurlútur eftir tap Akureyringa gegn Stjörnunni í kvöld en með því varð ljóst að Akureyri féll niður úr deild þeirra bestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×