Örlögin á toppi og botni ráðast í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2017 06:00 FH-ingar fagna sigrinum á Haukum í síðustu umferð. Fréttablaðið/Ernir Úrslitin í Olís-deild karla í handbolta ráðast í kvöld þegar lokaumferðin fer fram. FH dugir jafntefli gegn Selfossi til að verða deildarmeistari í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Í Mýrinni berjast Stjarnan og Akureyri hins vegar fyrir lífFH (1.) - Selfoss (5.) FH-ingar eru með eins stigs forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. Og sökum betri árangurs í innbyrðis viðureignum gegn ÍBV dugir FH jafntefli gegn Selfossi á heimavelli til að verða deildarmeistarar. Það gerðist síðast 1992 en það ár vann FH alla þrjá stóru titlana sem í boði voru; urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar.. Selfoss lyfti sér upp í 5. sæti deildarinnar með sigri á Val í síðustu umferð og heldur því með jafntefli eða sigri á FH. Tapi Selfyssingar og Valsmenn vinna Eyjamenn endar Selfoss í 6. sætinu.Valur (6.) - ÍBV (2.) Eyjamenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir gerðu jafntefli við Akureyri á heimavelli í síðustu umferð. Fyrir vikið þurfa þeir að treysta á hjálp frá Selfyssingum til að verða deildarmeistarar. Til að það gerist þarf ÍBV að vinna Val og treysta á að FH tapi fyrir Selfossi. Valsmenn hafa gefið hressilega eftir í deildinni að undanförnu, m.a. vegna þátttöku í Áskorendabikar Evrópu þar sem liðið er komið í undanúrslit. Valur getur náð 5. sætinu vinni liðið ÍBV og Selfoss tapar fyrir FH á sama tíma. Valsmenn geta einnig misst 6. sætið í hendur Gróttu eða Fram. Þeir geta hins vegar ekki endað neðar en í 7. sæti.Afturelding (4.) - Haukar (3.) Fyrirfram er þetta minnst spennandi leikur kvöldsins. Afturelding endar í 4. sæti sama hvernig úrslit kvöldsins verða. Með tapinu fyrir FH í síðustu umferð misstu Haukar af deildarmeistaratitlinum. Þeir geta þó náð 2. sætinu ef þeir vinna Aftureldingu og ÍBV tapar fyrir Val.Grótta (7.) - Fram (8.) Grótta er örugg með sæti í úrslitakeppninni en liðið endar aldrei neðar en í 8. sæti. Seltirningar geta náð 6. sætinu ef þeir vinna Fram og Valur tapar fyrir ÍBV. Fram er sennilega í flóknustu stöðunni af öllum liðum deildarinnar en strákarnir hans Guðmundar Helga Pálssonar geta endað í 6.-9. sæti. Fram er með betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Val og getur náð 6. sætinu með sigri á Gróttu, að því gefnu að Valur tapi fyrir ÍBV. Með sigri á Gróttu er Fram öruggt með sæti í úrslitakeppninni en tap eða jafntefli gæti þýtt að liðið endaði í 9. sæti.Stjarnan (9.) - Akureyri (10.) Þetta er hreinn úrslitaleikur um áframhaldandi sæti í Olís-deildinni. Stjarnan er með betri árangur í innbyrðis viðureignunum og dugir því jafntefli til að forðast 10. sætið. Jafntefli gæti einnig skilað Stjörnunni 8. sætinu og sæti í úrslitakeppninni ef Fram tapar fyrir Gróttu. Sigur er það eina sem kemur til greina hjá Akureyringum í kvöld, annars falla þeir niður í 1. deild. Liðið sem endar í 9. sæti þarf að bíða til 9. maí eftir því hvort það heldur sæti sínu en þá kemur í ljós hvort liðum í Olís-deildinni verður fjölgað úr 10 í 12. Ef liðum verður fjölgað heldur liðið í 9. sæti sér í Olís-deildinni. Olís-deild karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira
Úrslitin í Olís-deild karla í handbolta ráðast í kvöld þegar lokaumferðin fer fram. FH dugir jafntefli gegn Selfossi til að verða deildarmeistari í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Í Mýrinni berjast Stjarnan og Akureyri hins vegar fyrir lífFH (1.) - Selfoss (5.) FH-ingar eru með eins stigs forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. Og sökum betri árangurs í innbyrðis viðureignum gegn ÍBV dugir FH jafntefli gegn Selfossi á heimavelli til að verða deildarmeistarar. Það gerðist síðast 1992 en það ár vann FH alla þrjá stóru titlana sem í boði voru; urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar.. Selfoss lyfti sér upp í 5. sæti deildarinnar með sigri á Val í síðustu umferð og heldur því með jafntefli eða sigri á FH. Tapi Selfyssingar og Valsmenn vinna Eyjamenn endar Selfoss í 6. sætinu.Valur (6.) - ÍBV (2.) Eyjamenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir gerðu jafntefli við Akureyri á heimavelli í síðustu umferð. Fyrir vikið þurfa þeir að treysta á hjálp frá Selfyssingum til að verða deildarmeistarar. Til að það gerist þarf ÍBV að vinna Val og treysta á að FH tapi fyrir Selfossi. Valsmenn hafa gefið hressilega eftir í deildinni að undanförnu, m.a. vegna þátttöku í Áskorendabikar Evrópu þar sem liðið er komið í undanúrslit. Valur getur náð 5. sætinu vinni liðið ÍBV og Selfoss tapar fyrir FH á sama tíma. Valsmenn geta einnig misst 6. sætið í hendur Gróttu eða Fram. Þeir geta hins vegar ekki endað neðar en í 7. sæti.Afturelding (4.) - Haukar (3.) Fyrirfram er þetta minnst spennandi leikur kvöldsins. Afturelding endar í 4. sæti sama hvernig úrslit kvöldsins verða. Með tapinu fyrir FH í síðustu umferð misstu Haukar af deildarmeistaratitlinum. Þeir geta þó náð 2. sætinu ef þeir vinna Aftureldingu og ÍBV tapar fyrir Val.Grótta (7.) - Fram (8.) Grótta er örugg með sæti í úrslitakeppninni en liðið endar aldrei neðar en í 8. sæti. Seltirningar geta náð 6. sætinu ef þeir vinna Fram og Valur tapar fyrir ÍBV. Fram er sennilega í flóknustu stöðunni af öllum liðum deildarinnar en strákarnir hans Guðmundar Helga Pálssonar geta endað í 6.-9. sæti. Fram er með betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Val og getur náð 6. sætinu með sigri á Gróttu, að því gefnu að Valur tapi fyrir ÍBV. Með sigri á Gróttu er Fram öruggt með sæti í úrslitakeppninni en tap eða jafntefli gæti þýtt að liðið endaði í 9. sæti.Stjarnan (9.) - Akureyri (10.) Þetta er hreinn úrslitaleikur um áframhaldandi sæti í Olís-deildinni. Stjarnan er með betri árangur í innbyrðis viðureignunum og dugir því jafntefli til að forðast 10. sætið. Jafntefli gæti einnig skilað Stjörnunni 8. sætinu og sæti í úrslitakeppninni ef Fram tapar fyrir Gróttu. Sigur er það eina sem kemur til greina hjá Akureyringum í kvöld, annars falla þeir niður í 1. deild. Liðið sem endar í 9. sæti þarf að bíða til 9. maí eftir því hvort það heldur sæti sínu en þá kemur í ljós hvort liðum í Olís-deildinni verður fjölgað úr 10 í 12. Ef liðum verður fjölgað heldur liðið í 9. sæti sér í Olís-deildinni.
Olís-deild karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira