Stóriðja eigi ekki heima inni í friðlandi Svavar Hávarðsson skrifar 7. apríl 2017 06:00 Ósnortin náttúran eru þau verðmæti sem menn telja nauðsynlegt að vernda, ekki síst vegna ferðaþjónustu. vísir/stefán „Mér finnst það ekki koma til greina að reisa stóriðju inni í friðlandi, bara engan veginn,“ segir Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, spurður um hugmyndir um laxeldi í sjókvíum inni á Jökulfjörðum, sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi að norðanverðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti í vikunni stórt spurningarmerki við áform um fiskeldi inni í Jökulfjörðum og í Eyjafirði. Þetta kom fram í viðtali við Kastljós þar sem hún sagði það vekja siðferðislegar spurningar þar sem Jökulfirðirnir og friðlandið Hornstrandir séu „ákveðinn fjársjóður fyrir Vestfirðinga varðandi ferðaþjónustuna“. Þorgerður sagði í viðtalinu að fiskeldisfyrirtæki þurfi að kunna sér hóf varðandi umsóknir á stöðum sem séu ósnortnir.Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.„Ég held að ráðherra hafi hitt naglann á höfuðið. Það er þannig ástand núna að menn eru að sækja um allt, til að enginn annar fái það. Svo er hitt að manni hefði aldrei dottið það í hug að menn myndu sækja um leyfi til að ala fisk þarna inni,“ segir Daníel og bætir við að bæjaryfirvöld, ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða, hafi ályktað um málið á sínum tíma með ótvíræðum hætti. Hér vísar bæjarstjórinn til fundar bæjarráðs fyrir um réttu ári. Þá skoruðu bæjaryfirvöld á forvera Þorgerðar að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi í Jökulfjörðum. Arnarlax hefur sótt um leyfi til að ala 10.000 tonn af laxi á þremur stöðum í Jökulfjörðum, en um það segir Daníel: „Ég held að það falli ekki að þeirri hugmyndafræði sem flestir íbúar hérna hafa þegar kemur að því svæði. Þetta er eitthvað sem í mínum huga gengur ekki upp, og nægilegt rými fyrir fiskeldi sem er hið besta mál. En ég held að það sé ekki komið að því að menn þurfi að fara inn í Jökulfirðina. Við erum ekki það illa stödd, hvorki hér á Vestfjörðum eða Íslandi,“ segir Daníel. Landssamband veiðifélaga tók á þessum tíma heils hugar undir þessi sjónarmið bæjarráðsins en taldi um tvískinnung að ræða, þar sem stuðningi er lýst yfir eldi í Ísafjarðardjúpinu sjálfu og spurði bæjarráðið hvort hið sama ætti ekki við um þær laxveiðiár sem falla til sjávar í Djúpinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
„Mér finnst það ekki koma til greina að reisa stóriðju inni í friðlandi, bara engan veginn,“ segir Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, spurður um hugmyndir um laxeldi í sjókvíum inni á Jökulfjörðum, sem ganga inn úr Ísafjarðardjúpi að norðanverðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti í vikunni stórt spurningarmerki við áform um fiskeldi inni í Jökulfjörðum og í Eyjafirði. Þetta kom fram í viðtali við Kastljós þar sem hún sagði það vekja siðferðislegar spurningar þar sem Jökulfirðirnir og friðlandið Hornstrandir séu „ákveðinn fjársjóður fyrir Vestfirðinga varðandi ferðaþjónustuna“. Þorgerður sagði í viðtalinu að fiskeldisfyrirtæki þurfi að kunna sér hóf varðandi umsóknir á stöðum sem séu ósnortnir.Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.„Ég held að ráðherra hafi hitt naglann á höfuðið. Það er þannig ástand núna að menn eru að sækja um allt, til að enginn annar fái það. Svo er hitt að manni hefði aldrei dottið það í hug að menn myndu sækja um leyfi til að ala fisk þarna inni,“ segir Daníel og bætir við að bæjaryfirvöld, ásamt Ferðamálasamtökum Vestfjarða, hafi ályktað um málið á sínum tíma með ótvíræðum hætti. Hér vísar bæjarstjórinn til fundar bæjarráðs fyrir um réttu ári. Þá skoruðu bæjaryfirvöld á forvera Þorgerðar að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi í Jökulfjörðum. Arnarlax hefur sótt um leyfi til að ala 10.000 tonn af laxi á þremur stöðum í Jökulfjörðum, en um það segir Daníel: „Ég held að það falli ekki að þeirri hugmyndafræði sem flestir íbúar hérna hafa þegar kemur að því svæði. Þetta er eitthvað sem í mínum huga gengur ekki upp, og nægilegt rými fyrir fiskeldi sem er hið besta mál. En ég held að það sé ekki komið að því að menn þurfi að fara inn í Jökulfirðina. Við erum ekki það illa stödd, hvorki hér á Vestfjörðum eða Íslandi,“ segir Daníel. Landssamband veiðifélaga tók á þessum tíma heils hugar undir þessi sjónarmið bæjarráðsins en taldi um tvískinnung að ræða, þar sem stuðningi er lýst yfir eldi í Ísafjarðardjúpinu sjálfu og spurði bæjarráðið hvort hið sama ætti ekki við um þær laxveiðiár sem falla til sjávar í Djúpinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira