Færumst nær markmiðum söfnunar en þjónustan aðalatriði segir Benedikt Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. mars 2017 12:00 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynnir áætlunina í morgun. vísir/anton brink Útgjöld ríkisins til heilbrigðismála verða stórlega aukin samkvæmt nýrri ríkisfjármáláætlun til fimm ára sem kynnt var í morgun. Útgjöldin eru hins vegar hvergi nálægt markmiðum áskorunar sem 86.500 Íslendingar skrifuðu undir. Útgjöld ríkisins til heilbrigðismála verða stórlega aukin samkvæmt nýrri ríkisfjármáláætlun til fimm ára sem kynnt var í morgun. Kostnaðarþátttaka sjúklinga verður lækkuð og lokið verður við að byggja meðferðarkjarna nýs Landspítala á tímabilinu og biðlistar verða styttir. Skattkerfið verður einfaldað og skuldir ríkisins greiddar hratt niður. Nýr Landspítali verður byggður á tímabilinu. Biðlistar verða styttir. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga tekur gildi og kostnaður sjúklinga lækkar. Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra segir að uppsafnaður raunvöxtur útgjalda til heilbrigðismála verði 22 prósent í lok tímabilsins ef áætlunin gengur eftir. „Við náum því í lok tímabilsins en erum að bæta í strax á næsta ári. Lyfjakostnaður er að aukast, við þurfum að huga að umönnun við geðsjúka, við þurfum að byggja þennan spítala sem við ætlum að klára á tímabilinu. Við sjáum þetta gerast jafnt og þétt yfir kjörtímabilið,“ segir Benedikt. Um 86.500 Íslendingar skrifuðu undir áskorun inni Endurreisn.is um að um að útgjöld ríkisins heilbrigðismála færi í 11 prósent af landsframleiðslu. Við færumst nær þessu markmiði auðvitað en ég hef aldrei verið trúaður á að eitthvað hlutfall af landsframleiðslu sé réttur mælikvarði heldur þjónustan við almenning. Þjónustan við þá sem þurfa að leggjast á sjúkrahús eða fara á heilsugæslu er það sem er mikilvægast og það erum við að bæta,“ segir Benedikt. Gangi áætlunin eftir verður búið að byggja meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut í lok árs 2022. Benedikt segir að framkvæmdir verði komnar á fullan skrið strax á næsta ári. Stefnt er að áframhaldandi skuldalækkun ríkisins. Verða þær komnar undir 30 prósent af landsframleiðslu í lok þessa árs sem er mikill viðsnúningur frá árunum eftir hrunið en skuldahlutfallið fór hæst í 100 prósent af landsframleiðslu árið 2011. Stefnt er að afgangi á rekstri ríkissjóðs sem nemur einu til einu komma sex prósent af landsframleiðslu á tímabilinu 2018-2022. Benedikt sagði í morgun að það væri markmið ríkisstjórnarinnar að skapa umgjörð og svigrúm fyrir vaxtalækkanir með ábyrgri stefnu í ríkisfjármálum en það er auðvitað í verkahring Seðlabankans að ákveða vextina og er hann sjálfstæður að lögum. Bent hefur verið á að ef ríkissjóður myndi sýna aukið aðhald og skila meiri afgangi þá væri Seðlabankinn í betur stakk búinn að lækka vextina enda væri þá Seðlabankinn ekki einn í þeirri stöðu að hafa taumhald á þenslu í hagkerfinu. „Þessi afgangur á ríkissjóði, þarna erum við að feta einstigið. Við viljum fara í margar brýnar framkvæmdir. Við viljum byggja upp innviði, við viljum byggja upp betra heilbrigðiskerfi og betra almannatryggingakerfi. Á sama tíma viljum við auka tekjuafgang ríkissjóðs til þess að vinna á móti spennu (í hagkerfinu innsk.blm). Við getum ekki sagt, við viljum hafa 5 prósent afgang eða einhvern afgang sem mér dytti í hug. Við verðum að huga að því líka að það er hlutverk ríkisins að þjóna almenningi.“ Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka vel á móti sendiherraefninu Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Útgjöld ríkisins til heilbrigðismála verða stórlega aukin samkvæmt nýrri ríkisfjármáláætlun til fimm ára sem kynnt var í morgun. Útgjöldin eru hins vegar hvergi nálægt markmiðum áskorunar sem 86.500 Íslendingar skrifuðu undir. Útgjöld ríkisins til heilbrigðismála verða stórlega aukin samkvæmt nýrri ríkisfjármáláætlun til fimm ára sem kynnt var í morgun. Kostnaðarþátttaka sjúklinga verður lækkuð og lokið verður við að byggja meðferðarkjarna nýs Landspítala á tímabilinu og biðlistar verða styttir. Skattkerfið verður einfaldað og skuldir ríkisins greiddar hratt niður. Nýr Landspítali verður byggður á tímabilinu. Biðlistar verða styttir. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga tekur gildi og kostnaður sjúklinga lækkar. Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra segir að uppsafnaður raunvöxtur útgjalda til heilbrigðismála verði 22 prósent í lok tímabilsins ef áætlunin gengur eftir. „Við náum því í lok tímabilsins en erum að bæta í strax á næsta ári. Lyfjakostnaður er að aukast, við þurfum að huga að umönnun við geðsjúka, við þurfum að byggja þennan spítala sem við ætlum að klára á tímabilinu. Við sjáum þetta gerast jafnt og þétt yfir kjörtímabilið,“ segir Benedikt. Um 86.500 Íslendingar skrifuðu undir áskorun inni Endurreisn.is um að um að útgjöld ríkisins heilbrigðismála færi í 11 prósent af landsframleiðslu. Við færumst nær þessu markmiði auðvitað en ég hef aldrei verið trúaður á að eitthvað hlutfall af landsframleiðslu sé réttur mælikvarði heldur þjónustan við almenning. Þjónustan við þá sem þurfa að leggjast á sjúkrahús eða fara á heilsugæslu er það sem er mikilvægast og það erum við að bæta,“ segir Benedikt. Gangi áætlunin eftir verður búið að byggja meðferðarkjarna nýs Landspítala við Hringbraut í lok árs 2022. Benedikt segir að framkvæmdir verði komnar á fullan skrið strax á næsta ári. Stefnt er að áframhaldandi skuldalækkun ríkisins. Verða þær komnar undir 30 prósent af landsframleiðslu í lok þessa árs sem er mikill viðsnúningur frá árunum eftir hrunið en skuldahlutfallið fór hæst í 100 prósent af landsframleiðslu árið 2011. Stefnt er að afgangi á rekstri ríkissjóðs sem nemur einu til einu komma sex prósent af landsframleiðslu á tímabilinu 2018-2022. Benedikt sagði í morgun að það væri markmið ríkisstjórnarinnar að skapa umgjörð og svigrúm fyrir vaxtalækkanir með ábyrgri stefnu í ríkisfjármálum en það er auðvitað í verkahring Seðlabankans að ákveða vextina og er hann sjálfstæður að lögum. Bent hefur verið á að ef ríkissjóður myndi sýna aukið aðhald og skila meiri afgangi þá væri Seðlabankinn í betur stakk búinn að lækka vextina enda væri þá Seðlabankinn ekki einn í þeirri stöðu að hafa taumhald á þenslu í hagkerfinu. „Þessi afgangur á ríkissjóði, þarna erum við að feta einstigið. Við viljum fara í margar brýnar framkvæmdir. Við viljum byggja upp innviði, við viljum byggja upp betra heilbrigðiskerfi og betra almannatryggingakerfi. Á sama tíma viljum við auka tekjuafgang ríkissjóðs til þess að vinna á móti spennu (í hagkerfinu innsk.blm). Við getum ekki sagt, við viljum hafa 5 prósent afgang eða einhvern afgang sem mér dytti í hug. Við verðum að huga að því líka að það er hlutverk ríkisins að þjóna almenningi.“
Tengdar fréttir Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka vel á móti sendiherraefninu Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. 31. mars 2017 10:13