Átján ár í ofbeldissambandi: „Hann er rosa góður og elskar þig ofsalega mikið nema þegar þú gerir eitthvað vitlaust“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2017 19:00 Kona, sem var beitt líkamlegu- og andlegu ofbeldi af maka sínum í 18 ár, segir að þeir sem beittir eru ofbeldi af maka nái ekki að hugsa rökrétt. Það breyti öllu að geta sagt það upphátt að maður sé beittur ofbeldi og viðurkenna það fyrir sjálfum sér. María Hjálmtýsdóttir byrjaði með barnsföður sínum 18 ára gömul. Hún segir það hafa verið upphafið að 18 ára ofbeldissambandi. Hún sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en áður hafði frásögn hennar birst á bleikt.is. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en með íslenskan ríkisborgararétt. Fljótlega eignuðust þau tvö börn. Næstu ár einkenndust af andlegu- og líkamlegu ofbeldi að sögn Maríu. Hún útskýrir að hann hafi passað að slíta markvisst á öll tengsl hennar við þá sem hún var nánust en hún á góða fjölskyldu og hefur alltaf verið vinamörg. Hún upplifði sig þó mjög eina þennan tíma þar sem maðurinn réð því alltaf hvort og hvenær hún hitti fólkið sitt. „Hann er rosa góður og elskar þig ofsalega mikið nema þegar þú gerir eitthvað vitlaust,“ segir María og útskýrir að hún hafi ekki hugsað skýrt þegar hún var með manninum. „Maður fer að búa til rökrétt úr einhverju sem er ekkert rökrétt. Á meðgöngunni réðst hann á mig og þá varð þetta líkamlegt ofbeldi. Það að segjast vera beittur ofbeldi er bara einhvernvegin orð sem maður notar ekkert þegar maður er þar. Þegar þetta er makinn þinn eða barnsfaðir þá er voða erfitt að segja þetta er ofbeldismaður,“ segir María. Eftir mikið ofbeldi segist María lokst hafa áttað sig á gangi mála og fór frá manninum. Hún segir að það hafi breytt öllu að viðurkenna ofbeldið fyrir sjálfri sér. „Það skiptir rosalega miklu máli að fólk tali við einhvern eiginlega alveg sama hver það er. Það getur verið einhver alveg ókunnugur. Jafnvel bara að skrifa það ef þú getur ekki sagt það en það er ofsalega erfitt að segja það upphátt í fyrsta skipti því þá fær maður svo mikið raunveruleikasjokk,“ segir María. Í dag er María í sambúð með öðrum manni. Enn fær hún þó hótanir frá sínum fyrrverandi. „Hann til dæmis hótaði lengi að setja nektarmyndir af mér á netið og setja þær á síðu nemenda þar sem ég er að kenna og ég varð rosalega hrædd,“ segir María og bætir við að í dag sé hún ekki lengur hrædd. Hann hafi ekki vald yfir henni lengur. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Kona, sem var beitt líkamlegu- og andlegu ofbeldi af maka sínum í 18 ár, segir að þeir sem beittir eru ofbeldi af maka nái ekki að hugsa rökrétt. Það breyti öllu að geta sagt það upphátt að maður sé beittur ofbeldi og viðurkenna það fyrir sjálfum sér. María Hjálmtýsdóttir byrjaði með barnsföður sínum 18 ára gömul. Hún segir það hafa verið upphafið að 18 ára ofbeldissambandi. Hún sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en áður hafði frásögn hennar birst á bleikt.is. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en með íslenskan ríkisborgararétt. Fljótlega eignuðust þau tvö börn. Næstu ár einkenndust af andlegu- og líkamlegu ofbeldi að sögn Maríu. Hún útskýrir að hann hafi passað að slíta markvisst á öll tengsl hennar við þá sem hún var nánust en hún á góða fjölskyldu og hefur alltaf verið vinamörg. Hún upplifði sig þó mjög eina þennan tíma þar sem maðurinn réð því alltaf hvort og hvenær hún hitti fólkið sitt. „Hann er rosa góður og elskar þig ofsalega mikið nema þegar þú gerir eitthvað vitlaust,“ segir María og útskýrir að hún hafi ekki hugsað skýrt þegar hún var með manninum. „Maður fer að búa til rökrétt úr einhverju sem er ekkert rökrétt. Á meðgöngunni réðst hann á mig og þá varð þetta líkamlegt ofbeldi. Það að segjast vera beittur ofbeldi er bara einhvernvegin orð sem maður notar ekkert þegar maður er þar. Þegar þetta er makinn þinn eða barnsfaðir þá er voða erfitt að segja þetta er ofbeldismaður,“ segir María. Eftir mikið ofbeldi segist María lokst hafa áttað sig á gangi mála og fór frá manninum. Hún segir að það hafi breytt öllu að viðurkenna ofbeldið fyrir sjálfri sér. „Það skiptir rosalega miklu máli að fólk tali við einhvern eiginlega alveg sama hver það er. Það getur verið einhver alveg ókunnugur. Jafnvel bara að skrifa það ef þú getur ekki sagt það en það er ofsalega erfitt að segja það upphátt í fyrsta skipti því þá fær maður svo mikið raunveruleikasjokk,“ segir María. Í dag er María í sambúð með öðrum manni. Enn fær hún þó hótanir frá sínum fyrrverandi. „Hann til dæmis hótaði lengi að setja nektarmyndir af mér á netið og setja þær á síðu nemenda þar sem ég er að kenna og ég varð rosalega hrædd,“ segir María og bætir við að í dag sé hún ekki lengur hrædd. Hann hafi ekki vald yfir henni lengur.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira