Átján ár í ofbeldissambandi: „Hann er rosa góður og elskar þig ofsalega mikið nema þegar þú gerir eitthvað vitlaust“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2017 19:00 Kona, sem var beitt líkamlegu- og andlegu ofbeldi af maka sínum í 18 ár, segir að þeir sem beittir eru ofbeldi af maka nái ekki að hugsa rökrétt. Það breyti öllu að geta sagt það upphátt að maður sé beittur ofbeldi og viðurkenna það fyrir sjálfum sér. María Hjálmtýsdóttir byrjaði með barnsföður sínum 18 ára gömul. Hún segir það hafa verið upphafið að 18 ára ofbeldissambandi. Hún sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en áður hafði frásögn hennar birst á bleikt.is. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en með íslenskan ríkisborgararétt. Fljótlega eignuðust þau tvö börn. Næstu ár einkenndust af andlegu- og líkamlegu ofbeldi að sögn Maríu. Hún útskýrir að hann hafi passað að slíta markvisst á öll tengsl hennar við þá sem hún var nánust en hún á góða fjölskyldu og hefur alltaf verið vinamörg. Hún upplifði sig þó mjög eina þennan tíma þar sem maðurinn réð því alltaf hvort og hvenær hún hitti fólkið sitt. „Hann er rosa góður og elskar þig ofsalega mikið nema þegar þú gerir eitthvað vitlaust,“ segir María og útskýrir að hún hafi ekki hugsað skýrt þegar hún var með manninum. „Maður fer að búa til rökrétt úr einhverju sem er ekkert rökrétt. Á meðgöngunni réðst hann á mig og þá varð þetta líkamlegt ofbeldi. Það að segjast vera beittur ofbeldi er bara einhvernvegin orð sem maður notar ekkert þegar maður er þar. Þegar þetta er makinn þinn eða barnsfaðir þá er voða erfitt að segja þetta er ofbeldismaður,“ segir María. Eftir mikið ofbeldi segist María lokst hafa áttað sig á gangi mála og fór frá manninum. Hún segir að það hafi breytt öllu að viðurkenna ofbeldið fyrir sjálfri sér. „Það skiptir rosalega miklu máli að fólk tali við einhvern eiginlega alveg sama hver það er. Það getur verið einhver alveg ókunnugur. Jafnvel bara að skrifa það ef þú getur ekki sagt það en það er ofsalega erfitt að segja það upphátt í fyrsta skipti því þá fær maður svo mikið raunveruleikasjokk,“ segir María. Í dag er María í sambúð með öðrum manni. Enn fær hún þó hótanir frá sínum fyrrverandi. „Hann til dæmis hótaði lengi að setja nektarmyndir af mér á netið og setja þær á síðu nemenda þar sem ég er að kenna og ég varð rosalega hrædd,“ segir María og bætir við að í dag sé hún ekki lengur hrædd. Hann hafi ekki vald yfir henni lengur. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Kona, sem var beitt líkamlegu- og andlegu ofbeldi af maka sínum í 18 ár, segir að þeir sem beittir eru ofbeldi af maka nái ekki að hugsa rökrétt. Það breyti öllu að geta sagt það upphátt að maður sé beittur ofbeldi og viðurkenna það fyrir sjálfum sér. María Hjálmtýsdóttir byrjaði með barnsföður sínum 18 ára gömul. Hún segir það hafa verið upphafið að 18 ára ofbeldissambandi. Hún sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en áður hafði frásögn hennar birst á bleikt.is. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en með íslenskan ríkisborgararétt. Fljótlega eignuðust þau tvö börn. Næstu ár einkenndust af andlegu- og líkamlegu ofbeldi að sögn Maríu. Hún útskýrir að hann hafi passað að slíta markvisst á öll tengsl hennar við þá sem hún var nánust en hún á góða fjölskyldu og hefur alltaf verið vinamörg. Hún upplifði sig þó mjög eina þennan tíma þar sem maðurinn réð því alltaf hvort og hvenær hún hitti fólkið sitt. „Hann er rosa góður og elskar þig ofsalega mikið nema þegar þú gerir eitthvað vitlaust,“ segir María og útskýrir að hún hafi ekki hugsað skýrt þegar hún var með manninum. „Maður fer að búa til rökrétt úr einhverju sem er ekkert rökrétt. Á meðgöngunni réðst hann á mig og þá varð þetta líkamlegt ofbeldi. Það að segjast vera beittur ofbeldi er bara einhvernvegin orð sem maður notar ekkert þegar maður er þar. Þegar þetta er makinn þinn eða barnsfaðir þá er voða erfitt að segja þetta er ofbeldismaður,“ segir María. Eftir mikið ofbeldi segist María lokst hafa áttað sig á gangi mála og fór frá manninum. Hún segir að það hafi breytt öllu að viðurkenna ofbeldið fyrir sjálfri sér. „Það skiptir rosalega miklu máli að fólk tali við einhvern eiginlega alveg sama hver það er. Það getur verið einhver alveg ókunnugur. Jafnvel bara að skrifa það ef þú getur ekki sagt það en það er ofsalega erfitt að segja það upphátt í fyrsta skipti því þá fær maður svo mikið raunveruleikasjokk,“ segir María. Í dag er María í sambúð með öðrum manni. Enn fær hún þó hótanir frá sínum fyrrverandi. „Hann til dæmis hótaði lengi að setja nektarmyndir af mér á netið og setja þær á síðu nemenda þar sem ég er að kenna og ég varð rosalega hrædd,“ segir María og bætir við að í dag sé hún ekki lengur hrædd. Hann hafi ekki vald yfir henni lengur.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira