Átján ár í ofbeldissambandi: „Hann er rosa góður og elskar þig ofsalega mikið nema þegar þú gerir eitthvað vitlaust“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2017 19:00 Kona, sem var beitt líkamlegu- og andlegu ofbeldi af maka sínum í 18 ár, segir að þeir sem beittir eru ofbeldi af maka nái ekki að hugsa rökrétt. Það breyti öllu að geta sagt það upphátt að maður sé beittur ofbeldi og viðurkenna það fyrir sjálfum sér. María Hjálmtýsdóttir byrjaði með barnsföður sínum 18 ára gömul. Hún segir það hafa verið upphafið að 18 ára ofbeldissambandi. Hún sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en áður hafði frásögn hennar birst á bleikt.is. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en með íslenskan ríkisborgararétt. Fljótlega eignuðust þau tvö börn. Næstu ár einkenndust af andlegu- og líkamlegu ofbeldi að sögn Maríu. Hún útskýrir að hann hafi passað að slíta markvisst á öll tengsl hennar við þá sem hún var nánust en hún á góða fjölskyldu og hefur alltaf verið vinamörg. Hún upplifði sig þó mjög eina þennan tíma þar sem maðurinn réð því alltaf hvort og hvenær hún hitti fólkið sitt. „Hann er rosa góður og elskar þig ofsalega mikið nema þegar þú gerir eitthvað vitlaust,“ segir María og útskýrir að hún hafi ekki hugsað skýrt þegar hún var með manninum. „Maður fer að búa til rökrétt úr einhverju sem er ekkert rökrétt. Á meðgöngunni réðst hann á mig og þá varð þetta líkamlegt ofbeldi. Það að segjast vera beittur ofbeldi er bara einhvernvegin orð sem maður notar ekkert þegar maður er þar. Þegar þetta er makinn þinn eða barnsfaðir þá er voða erfitt að segja þetta er ofbeldismaður,“ segir María. Eftir mikið ofbeldi segist María lokst hafa áttað sig á gangi mála og fór frá manninum. Hún segir að það hafi breytt öllu að viðurkenna ofbeldið fyrir sjálfri sér. „Það skiptir rosalega miklu máli að fólk tali við einhvern eiginlega alveg sama hver það er. Það getur verið einhver alveg ókunnugur. Jafnvel bara að skrifa það ef þú getur ekki sagt það en það er ofsalega erfitt að segja það upphátt í fyrsta skipti því þá fær maður svo mikið raunveruleikasjokk,“ segir María. Í dag er María í sambúð með öðrum manni. Enn fær hún þó hótanir frá sínum fyrrverandi. „Hann til dæmis hótaði lengi að setja nektarmyndir af mér á netið og setja þær á síðu nemenda þar sem ég er að kenna og ég varð rosalega hrædd,“ segir María og bætir við að í dag sé hún ekki lengur hrædd. Hann hafi ekki vald yfir henni lengur. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Kona, sem var beitt líkamlegu- og andlegu ofbeldi af maka sínum í 18 ár, segir að þeir sem beittir eru ofbeldi af maka nái ekki að hugsa rökrétt. Það breyti öllu að geta sagt það upphátt að maður sé beittur ofbeldi og viðurkenna það fyrir sjálfum sér. María Hjálmtýsdóttir byrjaði með barnsföður sínum 18 ára gömul. Hún segir það hafa verið upphafið að 18 ára ofbeldissambandi. Hún sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en áður hafði frásögn hennar birst á bleikt.is. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en með íslenskan ríkisborgararétt. Fljótlega eignuðust þau tvö börn. Næstu ár einkenndust af andlegu- og líkamlegu ofbeldi að sögn Maríu. Hún útskýrir að hann hafi passað að slíta markvisst á öll tengsl hennar við þá sem hún var nánust en hún á góða fjölskyldu og hefur alltaf verið vinamörg. Hún upplifði sig þó mjög eina þennan tíma þar sem maðurinn réð því alltaf hvort og hvenær hún hitti fólkið sitt. „Hann er rosa góður og elskar þig ofsalega mikið nema þegar þú gerir eitthvað vitlaust,“ segir María og útskýrir að hún hafi ekki hugsað skýrt þegar hún var með manninum. „Maður fer að búa til rökrétt úr einhverju sem er ekkert rökrétt. Á meðgöngunni réðst hann á mig og þá varð þetta líkamlegt ofbeldi. Það að segjast vera beittur ofbeldi er bara einhvernvegin orð sem maður notar ekkert þegar maður er þar. Þegar þetta er makinn þinn eða barnsfaðir þá er voða erfitt að segja þetta er ofbeldismaður,“ segir María. Eftir mikið ofbeldi segist María lokst hafa áttað sig á gangi mála og fór frá manninum. Hún segir að það hafi breytt öllu að viðurkenna ofbeldið fyrir sjálfri sér. „Það skiptir rosalega miklu máli að fólk tali við einhvern eiginlega alveg sama hver það er. Það getur verið einhver alveg ókunnugur. Jafnvel bara að skrifa það ef þú getur ekki sagt það en það er ofsalega erfitt að segja það upphátt í fyrsta skipti því þá fær maður svo mikið raunveruleikasjokk,“ segir María. Í dag er María í sambúð með öðrum manni. Enn fær hún þó hótanir frá sínum fyrrverandi. „Hann til dæmis hótaði lengi að setja nektarmyndir af mér á netið og setja þær á síðu nemenda þar sem ég er að kenna og ég varð rosalega hrædd,“ segir María og bætir við að í dag sé hún ekki lengur hrædd. Hann hafi ekki vald yfir henni lengur.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira