Húsnæði Landspítala - þjóðarskömm Reynir Arngrímsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Húsnæðisvandi og vanræksla í viðhaldi bygginga Landspítalans er þjóðarskömm. Velgengni í efnahagsmálum þjóðarinnar er hins vegar mikið ánægjuefni. Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir í Fréttablaðinu 15. mars sl.: „Efnahagslífið hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum. Verðmætasköpun atvinnulífsins og lífskjör landsmanna eru betri en nokkru sinni. Mikill vöxtur útflutningstekna þjóðarbúsins og afgangur í viðskiptum við útlönd eru rót velgengninnar. Afgangurinn hefur nýst til grynnkunar erlendra skulda. Hagvöxtur er heilbrigður því hann stafar af auknum útflutningi og vaxandi einkaneyslu sem byggir á kaupmætti heimilanna, en ekki söfnun skulda eins og oftast áður“. Undir þetta má taka og jafnframt benda á að nú er lag til snúa við áratuga neikvæðri þróun í húsnæðismálum Landspítalans. Hringbrautarverkefnið, áætlanir um nýjan meðferðarkjarna og rannsóknarhús árið 2023 marka tímamót í heilbrigðisþjónustu landsins. Verkefnið er í höndum opinbers félags, til þess stofnað sérstaklega að reisa umræddar byggingar. Allt annað viðhald og endurnýjun núverandi húsnæðis kemur af rekstrarfé Landspítalans sjálfs og verður svo áfram. Nú er áætlað að starfsemi verði jafnframt í miklum hluta núverandi bygginga við Hringbraut eftir árið 2023, s.s. fæðingar- og geðdeild og öll göngu- og dagdeildarstarfsemi. Útlit er fyrir að ekki verði heldur komist hjá því að halda einnig áfram starfsemi í Fossvogi þó í breyttri mynd sé. Þetta kallar á ábyrgð stjórnvalda og stuðning aðila vinnumarkaðarins og alls almennings til að tryggja nægjanlegt fjármagn til viðhalds núverandi húsnæði. Nýjustu fregnir af því að 40 ára gömul rannsóknarhús sem reist voru til bráðabirgða séu ónýt og starfsumhverfi þeirra sem þar starfa heilsuspillandi sýna vandann í hnotskurn, en kom ekki á óvart. Nú þarf að bregðast við og taka má undir með framkvæmdastjóra SA, - sjaldan hefur árað betur. Við sem störfum á Landspítala væntum þess að góðærið verði notað til átaks í viðhaldsframkvæmdum og að þjóðin í samtakamætti afmái þennan smánarblett sem ástand bygginga Landspítalans er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Sjá meira
Húsnæðisvandi og vanræksla í viðhaldi bygginga Landspítalans er þjóðarskömm. Velgengni í efnahagsmálum þjóðarinnar er hins vegar mikið ánægjuefni. Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir í Fréttablaðinu 15. mars sl.: „Efnahagslífið hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum. Verðmætasköpun atvinnulífsins og lífskjör landsmanna eru betri en nokkru sinni. Mikill vöxtur útflutningstekna þjóðarbúsins og afgangur í viðskiptum við útlönd eru rót velgengninnar. Afgangurinn hefur nýst til grynnkunar erlendra skulda. Hagvöxtur er heilbrigður því hann stafar af auknum útflutningi og vaxandi einkaneyslu sem byggir á kaupmætti heimilanna, en ekki söfnun skulda eins og oftast áður“. Undir þetta má taka og jafnframt benda á að nú er lag til snúa við áratuga neikvæðri þróun í húsnæðismálum Landspítalans. Hringbrautarverkefnið, áætlanir um nýjan meðferðarkjarna og rannsóknarhús árið 2023 marka tímamót í heilbrigðisþjónustu landsins. Verkefnið er í höndum opinbers félags, til þess stofnað sérstaklega að reisa umræddar byggingar. Allt annað viðhald og endurnýjun núverandi húsnæðis kemur af rekstrarfé Landspítalans sjálfs og verður svo áfram. Nú er áætlað að starfsemi verði jafnframt í miklum hluta núverandi bygginga við Hringbraut eftir árið 2023, s.s. fæðingar- og geðdeild og öll göngu- og dagdeildarstarfsemi. Útlit er fyrir að ekki verði heldur komist hjá því að halda einnig áfram starfsemi í Fossvogi þó í breyttri mynd sé. Þetta kallar á ábyrgð stjórnvalda og stuðning aðila vinnumarkaðarins og alls almennings til að tryggja nægjanlegt fjármagn til viðhalds núverandi húsnæði. Nýjustu fregnir af því að 40 ára gömul rannsóknarhús sem reist voru til bráðabirgða séu ónýt og starfsumhverfi þeirra sem þar starfa heilsuspillandi sýna vandann í hnotskurn, en kom ekki á óvart. Nú þarf að bregðast við og taka má undir með framkvæmdastjóra SA, - sjaldan hefur árað betur. Við sem störfum á Landspítala væntum þess að góðærið verði notað til átaks í viðhaldsframkvæmdum og að þjóðin í samtakamætti afmái þennan smánarblett sem ástand bygginga Landspítalans er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar