Skyggnist inn í líf íslenskra eldhuga Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 23. mars 2017 10:30 „Það er alltaf skemmtilegt að taka upp Ísþjóðina og algjör forréttindi að fá að skyggnast inn í líf íslenskra eldhuga. Hugmyndin að þáttunum kviknaði þegar ég áttaði mig á því hversu stórkostleg unga kynslóðin okkar er. Við, þessi litla þjóð, eigum verðuga sendiboða í öllum heimsálfum sem eru að gera frábæra hluti,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona um Ísþjóðina sem hefur göngu sína í fimmta sinn á sunnudag. Ragnhildur Steinunn hefur heimsótt fjölda áhugaverðra einstaklinga í þáttum sínum í gegn um tíðina. Meðal viðmælenda hafa verið þau Hera Hilmarsdóttir leikkona, Annie Mist, hraustasta kona heims, Gunnar Nelson bardagakappi og hljómsveitin Of Monsters and Men. „Meðal viðmælenda í fimmtu seríunni eru Jökull Júlíusson, liðsmaður hljómsveitarinnar Kaleo, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur, Heiðar Logi Elíasson atvinnubrimbrettakappi og tónlistarkonan Glowie,“ segir Ragnhildur. Þau Ragnhildur Steinunn og Eiríkur Ingi Böðvarsson vinna þættina saman en Ragnhildur segir þau leggja mikið upp úr því að þættirnir séu bæði áhugaverðir, fjölbreyttir og vandaðir.Ísþjóðin hefur göngu sína fimmta sinn á sunnudaginn.Mynd/Ragnhildur„Við vinnum þetta bara tvö og gerum allt frá því að fullmóta handrit fyrir hvern þátt, taka upp og fljúga drónum og klippa þættina. Það kemur fólki oft á óvart að við séum ekki margra manna teymi en mér finnst við ná betur til viðmælendanna á þennan hátt. Þetta verður persónulegra og ekki eins yfirþyrmandi fyrir fólk,“ útskýrir Ragnhildur og bætir við að hún sé ótrúlega lánsöm með samstarfsmann og segir að Eiríkur Ingi hefur einstakt lag á lokasamsetningu sjónvarpsþátta. Í fyrsta þætti Ísþjóðarinnar ræðir Ragnhildur Steinunn við Jökul Júlíusson, leiðtoga hljómsveitarinnar Kaleo, en hann hefur verið á hraðri siglingu upp á stjörnuhimininn. „Hljómsveitin er bókuð út árið og umboðsmaður sveitarinnar, Bruce Kalmick, segir í þættinum að hann hafi orðið fyrir nokkurs konar vakningu þegar hann heyrði tónlist sveitarinnar fyrst. Hann hafi ákveðið að fljúga strax til Íslands,“ segir Ragnhildur. Bruce Kalmick hefur verið farsæll í starfi sínu í gegn um tíðina og er sannfærður um að hljómsveitin Kaleo eigi eftir að ná langt. „Ég vissi um leið að þetta yrði framtíð mín,“ segir Bruce meðal annars í fyrsta þætti Ísþjóðarinnar sem sýndur verður á RÚV á sunnudagskvöld. Hann hrósar Jökli í hástert í þættinum og segir að brátt muni heimurinn átta sig á því að hann sé einn færasti flautari heims. „Rödd hans er marglaga. Hún getur verið mjög dimm, legið niðri í neðstu djúpum. Svo er hann einn besti flautari heims og það verður trúlega fljótt á allra vitorði. Röddin er ótrúleg og lögin ekki síður. Það fylgir ekki endilega, að vera með góða rödd og vera listamaður. Þeir eru fátíðir,“ segir Bruce og bætir við að lögin sem Jökull semji séu af gamla skólanum og minni á tónlist frá Bob Dylan, Van Morrison og Rolling Stones. Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
„Það er alltaf skemmtilegt að taka upp Ísþjóðina og algjör forréttindi að fá að skyggnast inn í líf íslenskra eldhuga. Hugmyndin að þáttunum kviknaði þegar ég áttaði mig á því hversu stórkostleg unga kynslóðin okkar er. Við, þessi litla þjóð, eigum verðuga sendiboða í öllum heimsálfum sem eru að gera frábæra hluti,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona um Ísþjóðina sem hefur göngu sína í fimmta sinn á sunnudag. Ragnhildur Steinunn hefur heimsótt fjölda áhugaverðra einstaklinga í þáttum sínum í gegn um tíðina. Meðal viðmælenda hafa verið þau Hera Hilmarsdóttir leikkona, Annie Mist, hraustasta kona heims, Gunnar Nelson bardagakappi og hljómsveitin Of Monsters and Men. „Meðal viðmælenda í fimmtu seríunni eru Jökull Júlíusson, liðsmaður hljómsveitarinnar Kaleo, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur, Heiðar Logi Elíasson atvinnubrimbrettakappi og tónlistarkonan Glowie,“ segir Ragnhildur. Þau Ragnhildur Steinunn og Eiríkur Ingi Böðvarsson vinna þættina saman en Ragnhildur segir þau leggja mikið upp úr því að þættirnir séu bæði áhugaverðir, fjölbreyttir og vandaðir.Ísþjóðin hefur göngu sína fimmta sinn á sunnudaginn.Mynd/Ragnhildur„Við vinnum þetta bara tvö og gerum allt frá því að fullmóta handrit fyrir hvern þátt, taka upp og fljúga drónum og klippa þættina. Það kemur fólki oft á óvart að við séum ekki margra manna teymi en mér finnst við ná betur til viðmælendanna á þennan hátt. Þetta verður persónulegra og ekki eins yfirþyrmandi fyrir fólk,“ útskýrir Ragnhildur og bætir við að hún sé ótrúlega lánsöm með samstarfsmann og segir að Eiríkur Ingi hefur einstakt lag á lokasamsetningu sjónvarpsþátta. Í fyrsta þætti Ísþjóðarinnar ræðir Ragnhildur Steinunn við Jökul Júlíusson, leiðtoga hljómsveitarinnar Kaleo, en hann hefur verið á hraðri siglingu upp á stjörnuhimininn. „Hljómsveitin er bókuð út árið og umboðsmaður sveitarinnar, Bruce Kalmick, segir í þættinum að hann hafi orðið fyrir nokkurs konar vakningu þegar hann heyrði tónlist sveitarinnar fyrst. Hann hafi ákveðið að fljúga strax til Íslands,“ segir Ragnhildur. Bruce Kalmick hefur verið farsæll í starfi sínu í gegn um tíðina og er sannfærður um að hljómsveitin Kaleo eigi eftir að ná langt. „Ég vissi um leið að þetta yrði framtíð mín,“ segir Bruce meðal annars í fyrsta þætti Ísþjóðarinnar sem sýndur verður á RÚV á sunnudagskvöld. Hann hrósar Jökli í hástert í þættinum og segir að brátt muni heimurinn átta sig á því að hann sé einn færasti flautari heims. „Rödd hans er marglaga. Hún getur verið mjög dimm, legið niðri í neðstu djúpum. Svo er hann einn besti flautari heims og það verður trúlega fljótt á allra vitorði. Röddin er ótrúleg og lögin ekki síður. Það fylgir ekki endilega, að vera með góða rödd og vera listamaður. Þeir eru fátíðir,“ segir Bruce og bætir við að lögin sem Jökull semji séu af gamla skólanum og minni á tónlist frá Bob Dylan, Van Morrison og Rolling Stones.
Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira