Bleikja með stökku roði sem klikkar ekki 29. mars 2017 12:30 Það besta við þennan rétt er stökka roðið að sögn Önnu. Mynd/Anna Björk Matarbloggarinn Anna Björk reiðir þennan ljúffenga rétt gjarnan fram þegar hún fær gesti í mat enda er hann einfaldur í framkvæmd og getur varla klikkað. „Það sem mér finnst svo gott við bleikjuna er roðið, sem verður stökkt og dásamlegt þegar það er grillað. Blómkálsmaukið er flauelsmjúkt, smjörið er kryddað með oregano og hvítlauks- og balsamikedikið setur Miðjarðarhafsstemningu á diskinn. Rétturinn er bragðmikill og með skemmtilegri áferð. Best af öllu er að hann er léttur og fer vel í mann,“ segir Anna Björk Eðvarðsdóttir sem hvetur lesendur til að borða roðið. „Það er dásamlega gott, eins og besta pura.“Bleikja með blómkálsmauki og oreganosmjöriFyrir fjóra4 x 200 g bleikjuflök, með roði Sjávarsalt Nýmalaður svartur pipar Blómkálsmaukið: 1 kg blómkál, saxað 2 ½ dl matreiðslurjómi 7 ½ dl kjúklingasoð 25 gr. smjör í bitum Sjávarsalt Oregano-smjörið: 80 gr. smjör ¼ bolli fersk oreganolauf 1 hvítlauksrif, marið 1 msk. gott Balsamikedik (ekki gljái) Aðferð: Blómkálið, rjóminn og soðið er sett í meðalstóran pott og suðan látin koma upp. Þá er hitinn lækkaður og blómkálið soðið í 20 mín. Soðinu er hellt af, en um það bil 2-3 msk. af því geymt. Kálið, 25 g af smjöri og soðið er sett í matvinnsluvél og maukað alveg flauelsmjúkt. Smakkað til með salti.Matarbloggarinn Anna Björk. Vísir/Anton BrinkRoðið á bleikjunni er skafið með bakinu á stórum hníf. Grillið í ofninum er hitað. Bleikjuflökin eru lögð á ofnplötu með bökunarpappír, roðið niður. Bleikjan er söltuð og pipruð. Platan er sett eins hátt í ofninn undir grillið og hægt er og fiskurinn grillaður í ca. 1-2 mínútur. Þá er bleikjunni snúið við, vel af sjávarsalti stráð á roðið og platan sett aftur á sama stað í ofninn og fiskurinn grillaður áfram þar til roðið byrjar að bólgna upp og verður gyllt og alveg stökkt. Þetta tekur ca. 3-5 mín. Hvítlauksrifið er marið og sett í litla skál með blasamikedikinu. Smjörið er brætt í potti og oreganolaufið sett út í og steikt á meðalhita þar til það fer að gefa góða lykt. Þá er potturinn tekinn af hitanum og edikið með hvítlauknum er hrært saman við smjörið, saltað ef þarf. Þegar bleikjuflökin eru tilbúin er blómkálsmaukið sett á diskinn og flakið lagt ofan á með roðið upp. Krydduðu smjörinu er hellt yfir. Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira
Matarbloggarinn Anna Björk reiðir þennan ljúffenga rétt gjarnan fram þegar hún fær gesti í mat enda er hann einfaldur í framkvæmd og getur varla klikkað. „Það sem mér finnst svo gott við bleikjuna er roðið, sem verður stökkt og dásamlegt þegar það er grillað. Blómkálsmaukið er flauelsmjúkt, smjörið er kryddað með oregano og hvítlauks- og balsamikedikið setur Miðjarðarhafsstemningu á diskinn. Rétturinn er bragðmikill og með skemmtilegri áferð. Best af öllu er að hann er léttur og fer vel í mann,“ segir Anna Björk Eðvarðsdóttir sem hvetur lesendur til að borða roðið. „Það er dásamlega gott, eins og besta pura.“Bleikja með blómkálsmauki og oreganosmjöriFyrir fjóra4 x 200 g bleikjuflök, með roði Sjávarsalt Nýmalaður svartur pipar Blómkálsmaukið: 1 kg blómkál, saxað 2 ½ dl matreiðslurjómi 7 ½ dl kjúklingasoð 25 gr. smjör í bitum Sjávarsalt Oregano-smjörið: 80 gr. smjör ¼ bolli fersk oreganolauf 1 hvítlauksrif, marið 1 msk. gott Balsamikedik (ekki gljái) Aðferð: Blómkálið, rjóminn og soðið er sett í meðalstóran pott og suðan látin koma upp. Þá er hitinn lækkaður og blómkálið soðið í 20 mín. Soðinu er hellt af, en um það bil 2-3 msk. af því geymt. Kálið, 25 g af smjöri og soðið er sett í matvinnsluvél og maukað alveg flauelsmjúkt. Smakkað til með salti.Matarbloggarinn Anna Björk. Vísir/Anton BrinkRoðið á bleikjunni er skafið með bakinu á stórum hníf. Grillið í ofninum er hitað. Bleikjuflökin eru lögð á ofnplötu með bökunarpappír, roðið niður. Bleikjan er söltuð og pipruð. Platan er sett eins hátt í ofninn undir grillið og hægt er og fiskurinn grillaður í ca. 1-2 mínútur. Þá er bleikjunni snúið við, vel af sjávarsalti stráð á roðið og platan sett aftur á sama stað í ofninn og fiskurinn grillaður áfram þar til roðið byrjar að bólgna upp og verður gyllt og alveg stökkt. Þetta tekur ca. 3-5 mín. Hvítlauksrifið er marið og sett í litla skál með blasamikedikinu. Smjörið er brætt í potti og oreganolaufið sett út í og steikt á meðalhita þar til það fer að gefa góða lykt. Þá er potturinn tekinn af hitanum og edikið með hvítlauknum er hrært saman við smjörið, saltað ef þarf. Þegar bleikjuflökin eru tilbúin er blómkálsmaukið sett á diskinn og flakið lagt ofan á með roðið upp. Krydduðu smjörinu er hellt yfir.
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira