Andar ísköldu á milli Vin Diesel og The Rock: Rifust heiftarlega við tökur á Fast 8 Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2017 16:15 Vin Diesel og Dwayne The Rock Johnson. Vísir/Getty Það andar köldu á milli vöðvatröllanna Vin Diesel og Dwayne „The Rock“ Johnson eftir atvik sem átti sér stað við tökur á áttundu myndinni í The Fast & Furious-seríunni, The Fate of the Furious, fyrir átta mánuðum síðar. Talsmenn kvikmyndaversins Universal ítrekuðu í ágúst síðastliðnum að Johnson og Diesel hefðu grafið stríðsöxina en raunin er önnur í dag og segir The Hollywood Reporter að það sé augljóst af þeirri staðreynd að Dwayne Johnson er ekki með í för þar sem Vin Diesel kynnir myndina. Universal er til að mynda að kynna myndina á ráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag. Þar verða Vin Diesel og Charlize Theron ásamt stærstu stjörnum myndarinnar, fyrir utan Dwayne Johnson. Heimildarmenn The Hollywood Reporter segja Universal reyna að halda Diesel og Johnson aðskildum á þessum kynningartúr, en myndin verður frumsýnd 14. apríl næstkomandi. Undanfarna daga hefur Johnson verið á Cinemacon til að kynna nýju Baywatch-myndina og nýju Jumanji-myndina. Hann fór til Miami fyrr í dag þar sem tökur á þáttunum Ballers eru að hefjast en fjölmiðlum ytra þótti það sérkennilegt að hann hefði ekki verið aðeins lengur í Las Vegas til að taka þátt í því að kynna The Fate of the Furious ásamt hinum leikurunum. Illdeilur leikaranna hófust þegar tökur á The Fate of the Furious stóðu yfir í Atlanta í fyrra. Diesel er sagður eiga það til að vera fremur óstundvís en þegar átti að taka upp lokasenu hans og Johnson mætti hann of seint, sem varð til þess að sá síðarnefndi ákvað að fá útrás fyrir gremju sinni á Facebook með óbeinum hætti. „Þær konur sem ég leik með í þessari mynd eru alltaf frábærar og ég elska þær. Það er hins vegar ekki hægt að segja það sama um þá karla sem leika með mér,“ skrifaði Johnson og bætti við sumir þeirra væru einskis nýtir. Leiddu þessi skrif til mikils rifrildis á milli Diesel og Johnson en í fjölmiðlum var Diesel sagður sá sem Johnson talaði um á Facebook. Tengdar fréttir Hellingur af Íslandi í nýjustu The Fate of the Furious-stiklunni 9. mars 2017 17:32 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Það andar köldu á milli vöðvatröllanna Vin Diesel og Dwayne „The Rock“ Johnson eftir atvik sem átti sér stað við tökur á áttundu myndinni í The Fast & Furious-seríunni, The Fate of the Furious, fyrir átta mánuðum síðar. Talsmenn kvikmyndaversins Universal ítrekuðu í ágúst síðastliðnum að Johnson og Diesel hefðu grafið stríðsöxina en raunin er önnur í dag og segir The Hollywood Reporter að það sé augljóst af þeirri staðreynd að Dwayne Johnson er ekki með í för þar sem Vin Diesel kynnir myndina. Universal er til að mynda að kynna myndina á ráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag. Þar verða Vin Diesel og Charlize Theron ásamt stærstu stjörnum myndarinnar, fyrir utan Dwayne Johnson. Heimildarmenn The Hollywood Reporter segja Universal reyna að halda Diesel og Johnson aðskildum á þessum kynningartúr, en myndin verður frumsýnd 14. apríl næstkomandi. Undanfarna daga hefur Johnson verið á Cinemacon til að kynna nýju Baywatch-myndina og nýju Jumanji-myndina. Hann fór til Miami fyrr í dag þar sem tökur á þáttunum Ballers eru að hefjast en fjölmiðlum ytra þótti það sérkennilegt að hann hefði ekki verið aðeins lengur í Las Vegas til að taka þátt í því að kynna The Fate of the Furious ásamt hinum leikurunum. Illdeilur leikaranna hófust þegar tökur á The Fate of the Furious stóðu yfir í Atlanta í fyrra. Diesel er sagður eiga það til að vera fremur óstundvís en þegar átti að taka upp lokasenu hans og Johnson mætti hann of seint, sem varð til þess að sá síðarnefndi ákvað að fá útrás fyrir gremju sinni á Facebook með óbeinum hætti. „Þær konur sem ég leik með í þessari mynd eru alltaf frábærar og ég elska þær. Það er hins vegar ekki hægt að segja það sama um þá karla sem leika með mér,“ skrifaði Johnson og bætti við sumir þeirra væru einskis nýtir. Leiddu þessi skrif til mikils rifrildis á milli Diesel og Johnson en í fjölmiðlum var Diesel sagður sá sem Johnson talaði um á Facebook.
Tengdar fréttir Hellingur af Íslandi í nýjustu The Fate of the Furious-stiklunni 9. mars 2017 17:32 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira