Andar ísköldu á milli Vin Diesel og The Rock: Rifust heiftarlega við tökur á Fast 8 Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2017 16:15 Vin Diesel og Dwayne The Rock Johnson. Vísir/Getty Það andar köldu á milli vöðvatröllanna Vin Diesel og Dwayne „The Rock“ Johnson eftir atvik sem átti sér stað við tökur á áttundu myndinni í The Fast & Furious-seríunni, The Fate of the Furious, fyrir átta mánuðum síðar. Talsmenn kvikmyndaversins Universal ítrekuðu í ágúst síðastliðnum að Johnson og Diesel hefðu grafið stríðsöxina en raunin er önnur í dag og segir The Hollywood Reporter að það sé augljóst af þeirri staðreynd að Dwayne Johnson er ekki með í för þar sem Vin Diesel kynnir myndina. Universal er til að mynda að kynna myndina á ráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag. Þar verða Vin Diesel og Charlize Theron ásamt stærstu stjörnum myndarinnar, fyrir utan Dwayne Johnson. Heimildarmenn The Hollywood Reporter segja Universal reyna að halda Diesel og Johnson aðskildum á þessum kynningartúr, en myndin verður frumsýnd 14. apríl næstkomandi. Undanfarna daga hefur Johnson verið á Cinemacon til að kynna nýju Baywatch-myndina og nýju Jumanji-myndina. Hann fór til Miami fyrr í dag þar sem tökur á þáttunum Ballers eru að hefjast en fjölmiðlum ytra þótti það sérkennilegt að hann hefði ekki verið aðeins lengur í Las Vegas til að taka þátt í því að kynna The Fate of the Furious ásamt hinum leikurunum. Illdeilur leikaranna hófust þegar tökur á The Fate of the Furious stóðu yfir í Atlanta í fyrra. Diesel er sagður eiga það til að vera fremur óstundvís en þegar átti að taka upp lokasenu hans og Johnson mætti hann of seint, sem varð til þess að sá síðarnefndi ákvað að fá útrás fyrir gremju sinni á Facebook með óbeinum hætti. „Þær konur sem ég leik með í þessari mynd eru alltaf frábærar og ég elska þær. Það er hins vegar ekki hægt að segja það sama um þá karla sem leika með mér,“ skrifaði Johnson og bætti við sumir þeirra væru einskis nýtir. Leiddu þessi skrif til mikils rifrildis á milli Diesel og Johnson en í fjölmiðlum var Diesel sagður sá sem Johnson talaði um á Facebook. Tengdar fréttir Hellingur af Íslandi í nýjustu The Fate of the Furious-stiklunni 9. mars 2017 17:32 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira
Það andar köldu á milli vöðvatröllanna Vin Diesel og Dwayne „The Rock“ Johnson eftir atvik sem átti sér stað við tökur á áttundu myndinni í The Fast & Furious-seríunni, The Fate of the Furious, fyrir átta mánuðum síðar. Talsmenn kvikmyndaversins Universal ítrekuðu í ágúst síðastliðnum að Johnson og Diesel hefðu grafið stríðsöxina en raunin er önnur í dag og segir The Hollywood Reporter að það sé augljóst af þeirri staðreynd að Dwayne Johnson er ekki með í för þar sem Vin Diesel kynnir myndina. Universal er til að mynda að kynna myndina á ráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas í Bandaríkjunum í dag. Þar verða Vin Diesel og Charlize Theron ásamt stærstu stjörnum myndarinnar, fyrir utan Dwayne Johnson. Heimildarmenn The Hollywood Reporter segja Universal reyna að halda Diesel og Johnson aðskildum á þessum kynningartúr, en myndin verður frumsýnd 14. apríl næstkomandi. Undanfarna daga hefur Johnson verið á Cinemacon til að kynna nýju Baywatch-myndina og nýju Jumanji-myndina. Hann fór til Miami fyrr í dag þar sem tökur á þáttunum Ballers eru að hefjast en fjölmiðlum ytra þótti það sérkennilegt að hann hefði ekki verið aðeins lengur í Las Vegas til að taka þátt í því að kynna The Fate of the Furious ásamt hinum leikurunum. Illdeilur leikaranna hófust þegar tökur á The Fate of the Furious stóðu yfir í Atlanta í fyrra. Diesel er sagður eiga það til að vera fremur óstundvís en þegar átti að taka upp lokasenu hans og Johnson mætti hann of seint, sem varð til þess að sá síðarnefndi ákvað að fá útrás fyrir gremju sinni á Facebook með óbeinum hætti. „Þær konur sem ég leik með í þessari mynd eru alltaf frábærar og ég elska þær. Það er hins vegar ekki hægt að segja það sama um þá karla sem leika með mér,“ skrifaði Johnson og bætti við sumir þeirra væru einskis nýtir. Leiddu þessi skrif til mikils rifrildis á milli Diesel og Johnson en í fjölmiðlum var Diesel sagður sá sem Johnson talaði um á Facebook.
Tengdar fréttir Hellingur af Íslandi í nýjustu The Fate of the Furious-stiklunni 9. mars 2017 17:32 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Sjá meira