Vesturleiðin opnaðist í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2017 18:15 Frá Dynjandisheiði í dag. Myndin var tekin ofan við Dynjandisvog. Mynd/Sigurður Guðmundur Sverrisson, Vegagerðinni. Vesturleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur, um sunnanverða Vestfirði, opnaðist um hádegisbil í dag þegar vegagerðarmenn luku við að ryðja Dynjandisheiði. Áður hafði Hrafnseyrarheiði opnast í gærmorgun. Óvanalegt er að þessar torfærustu heiðar Vestfjarðavegar opnist í marsmánuði. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir þær venjulega opnast á milli 15. og 20. apríl. Þetta sé um þremur vikum fyrr í ár.Frá snjómokstri á Dynjandisheiði í dag, skammt ofan við brúna yfir Dynjandisá.Mynd/Sigurður Guðmundur Sverrisson, Vegagerðinni.Lítill snjór reyndist vera á Dynjandisheiði. Hrafnseyrarheiði var sömuleiðis snjólítil sunnanmegin í Skipadal, þar sem oft hefur verið mesta snjóstálið. Talsverður snjór var hinsvegar norðanmegin í Hrafnseyrarheiði þar sem ekið er upp úr Brekkudal í Dýrafirði.Frá snjómokstri á Hrafnseyrarheiði í gær. Myndin er tekin í efstu brekkunni að norðanverðu, Dýrafjarðarmegin.Mynd/Sigurður Guðmundur Sverrisson, Vegagerðinni.Opnun heiðanna þýðir að vegalengdir styttast verulega milli byggða á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum. Það hefur til dæmis afgerandi þýðingu fyrir starfsmenn fiskeldisfyrirtækja, eins og Arctic Fish. Leiðin milli starfsstöðva fyrirtæksins í Dýrafirði og Tálknafirði er um 520 kílómetrar um Djúpveg með heiðarnar lokaðar. Leiðin styttist niður í 110 kílómetra þegar þær opnuðust í dag.Horft til norðurs af Dynjandisheiði ofan Dynjandisvogs í dag. Lítill snjór er á heiðinni og telja vegagerðarmenn að megnið af honum sé tiltölulega nýfallinn.Mynd/Sigurður Guðmundur Sverrisson, Vegagerðinni.Hrafnseyrarheiði var rudd í gær. Heiðin var einnig mokuð í síðustu viku en lokaðist þá aftur.Mynd/Sigurður Guðmundur Sverrisson, Vegagerðinni. Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. 29. febrúar 2012 18:45 Flýgur til Reykjavíkur til að komast milli byggða á Vestfjörðum Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum 17. mars 2014 22:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Vesturleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur, um sunnanverða Vestfirði, opnaðist um hádegisbil í dag þegar vegagerðarmenn luku við að ryðja Dynjandisheiði. Áður hafði Hrafnseyrarheiði opnast í gærmorgun. Óvanalegt er að þessar torfærustu heiðar Vestfjarðavegar opnist í marsmánuði. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir þær venjulega opnast á milli 15. og 20. apríl. Þetta sé um þremur vikum fyrr í ár.Frá snjómokstri á Dynjandisheiði í dag, skammt ofan við brúna yfir Dynjandisá.Mynd/Sigurður Guðmundur Sverrisson, Vegagerðinni.Lítill snjór reyndist vera á Dynjandisheiði. Hrafnseyrarheiði var sömuleiðis snjólítil sunnanmegin í Skipadal, þar sem oft hefur verið mesta snjóstálið. Talsverður snjór var hinsvegar norðanmegin í Hrafnseyrarheiði þar sem ekið er upp úr Brekkudal í Dýrafirði.Frá snjómokstri á Hrafnseyrarheiði í gær. Myndin er tekin í efstu brekkunni að norðanverðu, Dýrafjarðarmegin.Mynd/Sigurður Guðmundur Sverrisson, Vegagerðinni.Opnun heiðanna þýðir að vegalengdir styttast verulega milli byggða á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum. Það hefur til dæmis afgerandi þýðingu fyrir starfsmenn fiskeldisfyrirtækja, eins og Arctic Fish. Leiðin milli starfsstöðva fyrirtæksins í Dýrafirði og Tálknafirði er um 520 kílómetrar um Djúpveg með heiðarnar lokaðar. Leiðin styttist niður í 110 kílómetra þegar þær opnuðust í dag.Horft til norðurs af Dynjandisheiði ofan Dynjandisvogs í dag. Lítill snjór er á heiðinni og telja vegagerðarmenn að megnið af honum sé tiltölulega nýfallinn.Mynd/Sigurður Guðmundur Sverrisson, Vegagerðinni.Hrafnseyrarheiði var rudd í gær. Heiðin var einnig mokuð í síðustu viku en lokaðist þá aftur.Mynd/Sigurður Guðmundur Sverrisson, Vegagerðinni.
Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. 29. febrúar 2012 18:45 Flýgur til Reykjavíkur til að komast milli byggða á Vestfjörðum Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum 17. mars 2014 22:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30
Þúsund kílómetra bíltúr til að heimsækja nágranna á Vestfjörðum Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir ástand samgöngumála á Vestfjörðum ömurlegt og ríkisstjórnin geti ekki skýlt sér á bak við hrunið þegar loforð um úrbætur séu svikin. Hann nefnir dæmi um starfsmenn fiskeldisstöðvar sem þurfa að aka yfir þúsund kílómetra milli tveggja fjarða þótt aðeins þrjátíu kílómetra loftlína sé þar á milli. 29. febrúar 2012 18:45
Flýgur til Reykjavíkur til að komast milli byggða á Vestfjörðum Hvernig ætli Reykvíkingum þætti það ef þeir kæmust ekki til Suðurlands nema aka fyrst norður til Blönduóss og þaðan suður yfir Kjöl? Þetta er sú staða sem uppi er á Vestfjörðum 17. mars 2014 22:31