Námsgögn sliga heimili og stuðla að mismunun 14. mars 2017 07:00 Kolbrún Kristinsdóttir með örlítið magn af því sem hún þurfti að kaupa fyrir skólaárið. vísir/eyþór Kolbrún Kristinsdóttir, sex barna móðir, þurfti að leggja út um 80 þúsund krónur í kostnað vegna námsgagna á síðasta ári. Hún er ein af þeim sem hafa skrifað undir undirskriftasöfnun Barnaheilla um gjaldfrjálsan grunnskóla. Samtökin hafa frá árinu 2015 þrýst á þingheim að virða ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að grunnskólamenntun sé gjaldfrjáls. Sáttmálinn var lögfestur á Íslandi 2013. Sums staðar á landinu er ástandið það slæmt að skólar hafa þurft að taka börn undir sinn verndarvæng og útvega þeim námsgögn. „Þessi námsgögn voru sögð duga fyrir árið en yfirleitt þarf að endurnýja eitthvað,“ segir Kolbrún. Inni í þessari tölu er ekki annar kostnaður eins og skólatöskur, pennaveski, leikfimiföt og annað sem fellur til á hverju ári. Oft þurfi að bæta við jafnvel um 10 þúsund krónum. „Mér finnst þessar vörur vera að hækka á milli ára. Þessi kostnaður rífur í pyngjuna því í ár voru margir dýrir hlutir eins og reiknivélar og heyrnartól,“ segir hún. Börnin hennar eru frá 6-16 ára en tvö eru ekki enn komin á skólaaldur. Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir að markmiðið sé að afhenda menntamálaráðherra 10 þúsund undirskriftir en þegar þetta er skrifað hafa um 3.500 manns skrifað undir. Þannig sé hægt að þrýsta á stjórnvöld um að börn njóti jafnra tækifæra og upplifi ekki mismunun. „Það gefur augaleið að þar sem þröngt er í búi getur þessi þáttur komið börnum í erfiða stöðu,“ segir hún. Öll börn eiga rétt á grunnmenntun án endurgjalds samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í 2. grein sáttmálans er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags. „Við þekkjum kostnaðinn, bæði persónulega og í okkar vinnu þegar við erum að skoða fátækt á Íslandi. Ef það er þungt í búi fyrir þá eru námsgögnin þungur baggi fyrir heimili og ég tala nú ekki um ef það eru mörg börn á heimilinu, þá getur þetta stuðlað að mismunun. Þessu viljum við breyta.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Kolbrún Kristinsdóttir, sex barna móðir, þurfti að leggja út um 80 þúsund krónur í kostnað vegna námsgagna á síðasta ári. Hún er ein af þeim sem hafa skrifað undir undirskriftasöfnun Barnaheilla um gjaldfrjálsan grunnskóla. Samtökin hafa frá árinu 2015 þrýst á þingheim að virða ákvæði barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að grunnskólamenntun sé gjaldfrjáls. Sáttmálinn var lögfestur á Íslandi 2013. Sums staðar á landinu er ástandið það slæmt að skólar hafa þurft að taka börn undir sinn verndarvæng og útvega þeim námsgögn. „Þessi námsgögn voru sögð duga fyrir árið en yfirleitt þarf að endurnýja eitthvað,“ segir Kolbrún. Inni í þessari tölu er ekki annar kostnaður eins og skólatöskur, pennaveski, leikfimiföt og annað sem fellur til á hverju ári. Oft þurfi að bæta við jafnvel um 10 þúsund krónum. „Mér finnst þessar vörur vera að hækka á milli ára. Þessi kostnaður rífur í pyngjuna því í ár voru margir dýrir hlutir eins og reiknivélar og heyrnartól,“ segir hún. Börnin hennar eru frá 6-16 ára en tvö eru ekki enn komin á skólaaldur. Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir að markmiðið sé að afhenda menntamálaráðherra 10 þúsund undirskriftir en þegar þetta er skrifað hafa um 3.500 manns skrifað undir. Þannig sé hægt að þrýsta á stjórnvöld um að börn njóti jafnra tækifæra og upplifi ekki mismunun. „Það gefur augaleið að þar sem þröngt er í búi getur þessi þáttur komið börnum í erfiða stöðu,“ segir hún. Öll börn eiga rétt á grunnmenntun án endurgjalds samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í 2. grein sáttmálans er jafnframt kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags. „Við þekkjum kostnaðinn, bæði persónulega og í okkar vinnu þegar við erum að skoða fátækt á Íslandi. Ef það er þungt í búi fyrir þá eru námsgögnin þungur baggi fyrir heimili og ég tala nú ekki um ef það eru mörg börn á heimilinu, þá getur þetta stuðlað að mismunun. Þessu viljum við breyta.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira