Alexander fékk typpi eftir mikla handavinnu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. mars 2017 16:15 Alexander Björn Gunnarsson. Vísir Ástæða er til að vara lesendur við því að myndirnar, sem sjá má neðst í fréttinni, eru nokkuð sláandi. Fyrir sex vikum fór Alexander Björn Gunnarsson í átta klukkutíma langa kynleiðréttingaraðgerð þar sem ný aðferð var notuð til að búa til typpi. Aðgerðin er flókin en skorin var burt húð og fita af handlegg Alexanders ásamt æðum og taugum og því rúllað upp eins og typpi. Síðan var tekið þunnt lag af húð af læri hans og grætt í staðinn á hendina. „Það eru 6 og hálf vika síðan núna og ég er nokkurn veginn orðinn venjulegur. Ég þarf ennþá að passa mig aðeins en ég er farinn að geta gert alla venjulega hluti, get farið í skólann og svona,“ segir Alexander í samtali við Vísi, aðspurður um hvernig bataferlið gangi. Rætt var við Alexander Björn í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 13. febrúar síðastliðinn þegar tvær vikur voru liðnar frá aðgerðinni. Þá sagði hann að hann hafi fyrst og fremst farið í aðgerðina fyrir sjálfan sig. „Þetta er mest fyrir mig. Ég vil geta horft í spegil og verið ánægður með það sem ég sé. Ekki endilega til að pissa í pissuskálar eða stunda kynlíf eða eitthvað svoleiðis. Það er mikilvægt fyrir mig að vera ánægður með það sem ég sé þegar ég horfi á sjálfan mig.“ Fyrir tveimur árum byrjaði Alexander í ráðgjöf og hormónameðferð. Fyrir ári síðan fór hann í brjóstnám og um svipað leyti kynntist hann kærustunni sinni. Þau eiga von á barni saman í sumar og eru bæði virk í Samtökunum78. Hann segist vilja tala opinskátt um aðgerðina. „Þetta er kannski óeðlileg leið hjá mér en mig langaði, líka af því að ég er með þeim fyrstu á Íslandi til að fara í svona aðgerðir, að vera svolítil fyrirmynd fyrir þá sem eru yngri og getað hjálpað þeim ef þeir þurfa á því að halda.Alexander Björn bloggar nú um bataferli sitt á síðunni phalloiniceland.tumblr.com. „Það hjálpaði mér rosalega mikið að lesa svona blogg áður en ég fór í aðgerð hjá erlendum strákum. Þannig að mig langaði bara að hafa kannski einhverja reynslu frá Íslandi fyrir aðra stráka sem gætu verið að pæla í að fara í þetta,“ segir Alexander Björn. „Ég er búinn að fá mjög góð viðbrögð. Ég er búinn að fara í nokkur viðtöl og svo hafa nokkrir transstrákar haft samband við mig og þakkað mér fyrir þetta.“ Hann birti í gær á bloggsíðu sinni myndir af handleggnum sínum og hvernig hann hefur gróið. Þó að sárið virðist vera nokkuð slæmt segist Alexander ekki finna til. „Ég finn ekkert til í þessu. Þetta er svolítið stíft bara. Þetta er eins og ör sem á eftir að mýkjast upp og lýsast og svona,“ segir Alexander.Fjórum dögum eftir aðgerðMynd/Alexander BjörnEinni viku eftir aðgerðMynd/Alexander Björn2 vikum eftir aðgerðina.Mynd/Alexander Björn3 vikum eftir aðgerðinaMynd/Alexander Björn4 vikum eftir aðgerð.Mynd/Alexander BjörnFimm vikum eftir aðgerðMynd/Alexander BjörnSex vikum eftir aðgerðMynd/Alexander Björn Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Ástæða er til að vara lesendur við því að myndirnar, sem sjá má neðst í fréttinni, eru nokkuð sláandi. Fyrir sex vikum fór Alexander Björn Gunnarsson í átta klukkutíma langa kynleiðréttingaraðgerð þar sem ný aðferð var notuð til að búa til typpi. Aðgerðin er flókin en skorin var burt húð og fita af handlegg Alexanders ásamt æðum og taugum og því rúllað upp eins og typpi. Síðan var tekið þunnt lag af húð af læri hans og grætt í staðinn á hendina. „Það eru 6 og hálf vika síðan núna og ég er nokkurn veginn orðinn venjulegur. Ég þarf ennþá að passa mig aðeins en ég er farinn að geta gert alla venjulega hluti, get farið í skólann og svona,“ segir Alexander í samtali við Vísi, aðspurður um hvernig bataferlið gangi. Rætt var við Alexander Björn í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 13. febrúar síðastliðinn þegar tvær vikur voru liðnar frá aðgerðinni. Þá sagði hann að hann hafi fyrst og fremst farið í aðgerðina fyrir sjálfan sig. „Þetta er mest fyrir mig. Ég vil geta horft í spegil og verið ánægður með það sem ég sé. Ekki endilega til að pissa í pissuskálar eða stunda kynlíf eða eitthvað svoleiðis. Það er mikilvægt fyrir mig að vera ánægður með það sem ég sé þegar ég horfi á sjálfan mig.“ Fyrir tveimur árum byrjaði Alexander í ráðgjöf og hormónameðferð. Fyrir ári síðan fór hann í brjóstnám og um svipað leyti kynntist hann kærustunni sinni. Þau eiga von á barni saman í sumar og eru bæði virk í Samtökunum78. Hann segist vilja tala opinskátt um aðgerðina. „Þetta er kannski óeðlileg leið hjá mér en mig langaði, líka af því að ég er með þeim fyrstu á Íslandi til að fara í svona aðgerðir, að vera svolítil fyrirmynd fyrir þá sem eru yngri og getað hjálpað þeim ef þeir þurfa á því að halda.Alexander Björn bloggar nú um bataferli sitt á síðunni phalloiniceland.tumblr.com. „Það hjálpaði mér rosalega mikið að lesa svona blogg áður en ég fór í aðgerð hjá erlendum strákum. Þannig að mig langaði bara að hafa kannski einhverja reynslu frá Íslandi fyrir aðra stráka sem gætu verið að pæla í að fara í þetta,“ segir Alexander Björn. „Ég er búinn að fá mjög góð viðbrögð. Ég er búinn að fara í nokkur viðtöl og svo hafa nokkrir transstrákar haft samband við mig og þakkað mér fyrir þetta.“ Hann birti í gær á bloggsíðu sinni myndir af handleggnum sínum og hvernig hann hefur gróið. Þó að sárið virðist vera nokkuð slæmt segist Alexander ekki finna til. „Ég finn ekkert til í þessu. Þetta er svolítið stíft bara. Þetta er eins og ör sem á eftir að mýkjast upp og lýsast og svona,“ segir Alexander.Fjórum dögum eftir aðgerðMynd/Alexander BjörnEinni viku eftir aðgerðMynd/Alexander Björn2 vikum eftir aðgerðina.Mynd/Alexander Björn3 vikum eftir aðgerðinaMynd/Alexander Björn4 vikum eftir aðgerð.Mynd/Alexander BjörnFimm vikum eftir aðgerðMynd/Alexander BjörnSex vikum eftir aðgerðMynd/Alexander Björn
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira