Tvær milljónir í bætur vegna einangrunar í umfangsmiklu fíkniefnamáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. mars 2017 16:20 Frá meðferð sakamálsins fyrir dómi. Vísir/Anton Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. Grunur beindist að manninum eftir að lögregla vann að rannsókn fyrirhuguðum innflutningi á miklu magni af kókaíni frá Suður-Ameríku. Sonur mannsins var grunaður um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnisins hér á landi Eftir símtal á milli feðganna taldi lögregla sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hefði vitneskju um um fyrirhugaðan innflutning og ætti þátt í honum. Lögregla fékk heimild til þess að hlusta á síma mannsins frá 7. janúar til 4. mars árið 2010 en í dómi Hæstaréttar segir að þar haf ekkert komið fram sem varðaði rannsókn málsins.Látinn dúsa í einangrunarklefa í tæpar tvær vikurMaðurinn var handtekinn eftir að lögregla framkvæmdi húsleit í íbúð hanns og fann þar ferðatösku sambærilega töskum sem notaðar höfðu verið til fíkniefnasmygls skömmu áður. Í ferðatöskunni fundust leifar af kókaíni. Maðurinn var leiddur út úr íbúð sinni í handjárnum auk þess sem að það sama var gert eftir að hann fékk að fara heim til sín og sækja föt eftir að hann var dæmdur í gæsluvarðhald vegna málsins. Var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald 11. apríl 2010 en var látinn laus 21. apríl 2010. Allan þann tíma var honum haldið í einangruðum í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Fyrir dómi sagði maðurinn að þar hefði logað ljós allan sólarhringinn og að klefinn hafi verið um sex fermetrar. Í dómi Hæstaréttar segir að lögreglu hafi ekki sýnt fram á maðurinn hefði stuðlað að nauðsyn þess að símtöl hans skyldu hleruð og því ætti hann rétt á bótum vegna þess. Þá segir einnig að maðurinn eigi rétt á bótum vegna þess að „lögregla hafi farið offari með því að setja hann í handjárn þegar hann var handtekinn og svo síðar þegar hann fór heim til sín að sækja föt. Þá taldi Hæstiréttur hann einnig eiga rétt á bótum vegna þess að hann var vistaður í einangrunarklefa enda hafi það talist vanvirðandi meðferð á manninum. Maðurinn krafðist einnig bóta vegna atvinnumissis en hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri hjá ónafngreindu fyrirtæki eftir að hann var handtekinn vegna málsins. Þeirri kröfu var hins vegar vísað frá dómi, enda ekki væri sýnt fram á að hann hefði orðið fyrir tjóni vegna skerðingar á getu til að afla sér vinnutekna vegna aðgerða lögreglu Var íslenska ríkið dæmt til að greiða manninum tvær milljónir í bætur en málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti var felldur niður.Dómur Hæstaréttar í heild sinni. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða karlmanni sem handtekinn var og sætti rannsókn lögreglu vegna smygls á rúmum þremur kílóum af kókaíni hingað til lands árið 2010 tvær miljónir króna í bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsókn málsins. Grunur beindist að manninum eftir að lögregla vann að rannsókn fyrirhuguðum innflutningi á miklu magni af kókaíni frá Suður-Ameríku. Sonur mannsins var grunaður um að hafa með höndum skipulag og stjórn á dreifingu fíkniefnisins hér á landi Eftir símtal á milli feðganna taldi lögregla sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hefði vitneskju um um fyrirhugaðan innflutning og ætti þátt í honum. Lögregla fékk heimild til þess að hlusta á síma mannsins frá 7. janúar til 4. mars árið 2010 en í dómi Hæstaréttar segir að þar haf ekkert komið fram sem varðaði rannsókn málsins.Látinn dúsa í einangrunarklefa í tæpar tvær vikurMaðurinn var handtekinn eftir að lögregla framkvæmdi húsleit í íbúð hanns og fann þar ferðatösku sambærilega töskum sem notaðar höfðu verið til fíkniefnasmygls skömmu áður. Í ferðatöskunni fundust leifar af kókaíni. Maðurinn var leiddur út úr íbúð sinni í handjárnum auk þess sem að það sama var gert eftir að hann fékk að fara heim til sín og sækja föt eftir að hann var dæmdur í gæsluvarðhald vegna málsins. Var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald 11. apríl 2010 en var látinn laus 21. apríl 2010. Allan þann tíma var honum haldið í einangruðum í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Fyrir dómi sagði maðurinn að þar hefði logað ljós allan sólarhringinn og að klefinn hafi verið um sex fermetrar. Í dómi Hæstaréttar segir að lögreglu hafi ekki sýnt fram á maðurinn hefði stuðlað að nauðsyn þess að símtöl hans skyldu hleruð og því ætti hann rétt á bótum vegna þess. Þá segir einnig að maðurinn eigi rétt á bótum vegna þess að „lögregla hafi farið offari með því að setja hann í handjárn þegar hann var handtekinn og svo síðar þegar hann fór heim til sín að sækja föt. Þá taldi Hæstiréttur hann einnig eiga rétt á bótum vegna þess að hann var vistaður í einangrunarklefa enda hafi það talist vanvirðandi meðferð á manninum. Maðurinn krafðist einnig bóta vegna atvinnumissis en hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri hjá ónafngreindu fyrirtæki eftir að hann var handtekinn vegna málsins. Þeirri kröfu var hins vegar vísað frá dómi, enda ekki væri sýnt fram á að hann hefði orðið fyrir tjóni vegna skerðingar á getu til að afla sér vinnutekna vegna aðgerða lögreglu Var íslenska ríkið dæmt til að greiða manninum tvær milljónir í bætur en málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti var felldur niður.Dómur Hæstaréttar í heild sinni.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira