Flöskur og dósir gáfu auka 300 milljónir Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. mars 2017 07:00 Alls seldust um 142 milljónir eininga af skilaskyldum umbúðum í fyrra hér á landi. Greiddar voru 1.940 milljónir í skilagjald. vísir/anton brink Endurvinnslan greiddi út 300 milljónum krónum meira vegna skilaskyldra umbúða árið 2016 en árið 2014. Greiddar voru um 1.940 milljónir króna árið 2016, 1.860 milljónir 2015 og 1.640 milljónir 2014. Þetta kemur fram í svari Endurvinnslunnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar kemur fram að árið 2016 voru seldar um 142 milljónir eininga af skilaskyldum drykkjarumbúðum á Íslandi, en þar er átt við sölu á umbúðunum til neytenda, til dæmis þegar verslanir selja gosdrykki. Þetta er annað árið í röð þar sem salan eykst um 6 prósent. Í svari Endurvinnslunnar kemur fram að þetta skýrist meðal annars með aukningu ferðamanna. Skil á umbúðunum til Endurvinnslunnar fóru þó örlítið minnkandi annað árið í röð og var 121 milljón eininga skilað, eða 85,2 prósentum af þeim umbúðum sem voru seldar. Eins og áður eru mestu skilin í áldósum, eða tæplega 88%. Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, segir í svarinu að Íslendingar séu í hópi þeirra þjóða sem standi sig best í skilum.Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar„Skýringar á minni skilum er líklega helst að finna í fjölda ferðamanna, en þeir þekkja fæstir hvernig skilakerfið virkar, enda margir óvanir skilakerfum á sínum heimaslóðum,“ segir Helgi í svarinu. Hann segir að í góðærinu á árunum 2004-2007 hafi skil okkar minnkað. Sennilegast hafi hvatinn til að skila verið minni vegna góðs efnahagsástands. „Nú virðist þó sem landinn sé duglegri og meðvitaðri um umhverfisþáttinn en áður,“ segir hann. Helgi segir flókið að reikna út nákvæman ávinning af því að endurvinna drykkjarvöruumbúðir. Á mannamáli má þó segja að kolefnisjöfnun vegna endurvinnslu plasts og áls samsvari kolefnisbindingu um sex milljóna trjáa á ári. „Hver flaska skiptir því máli,“ segir Helgi. Skilagjald hækkaði hinn 1. mars 2015. Nú er það 16 krónur en var áður 15 krónur á stykkið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Endurvinnslan greiddi út 300 milljónum krónum meira vegna skilaskyldra umbúða árið 2016 en árið 2014. Greiddar voru um 1.940 milljónir króna árið 2016, 1.860 milljónir 2015 og 1.640 milljónir 2014. Þetta kemur fram í svari Endurvinnslunnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þar kemur fram að árið 2016 voru seldar um 142 milljónir eininga af skilaskyldum drykkjarumbúðum á Íslandi, en þar er átt við sölu á umbúðunum til neytenda, til dæmis þegar verslanir selja gosdrykki. Þetta er annað árið í röð þar sem salan eykst um 6 prósent. Í svari Endurvinnslunnar kemur fram að þetta skýrist meðal annars með aukningu ferðamanna. Skil á umbúðunum til Endurvinnslunnar fóru þó örlítið minnkandi annað árið í röð og var 121 milljón eininga skilað, eða 85,2 prósentum af þeim umbúðum sem voru seldar. Eins og áður eru mestu skilin í áldósum, eða tæplega 88%. Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, segir í svarinu að Íslendingar séu í hópi þeirra þjóða sem standi sig best í skilum.Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar„Skýringar á minni skilum er líklega helst að finna í fjölda ferðamanna, en þeir þekkja fæstir hvernig skilakerfið virkar, enda margir óvanir skilakerfum á sínum heimaslóðum,“ segir Helgi í svarinu. Hann segir að í góðærinu á árunum 2004-2007 hafi skil okkar minnkað. Sennilegast hafi hvatinn til að skila verið minni vegna góðs efnahagsástands. „Nú virðist þó sem landinn sé duglegri og meðvitaðri um umhverfisþáttinn en áður,“ segir hann. Helgi segir flókið að reikna út nákvæman ávinning af því að endurvinna drykkjarvöruumbúðir. Á mannamáli má þó segja að kolefnisjöfnun vegna endurvinnslu plasts og áls samsvari kolefnisbindingu um sex milljóna trjáa á ári. „Hver flaska skiptir því máli,“ segir Helgi. Skilagjald hækkaði hinn 1. mars 2015. Nú er það 16 krónur en var áður 15 krónur á stykkið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira