Neytendasamtökin saka fiskmarkaði um þóttun við stórútgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2017 19:09 Formaður Neytendasamtakanna segir ekki eðlilegt að leynd hvíli yfir því í markaðsviðskiptum með fisk hverjir eru kaupendur á fiskmörkuðum. Til greina komi að samtökin kvarti til Samkeppniseftirlitsins ef ekki verði gefið upp hverjir það eru sem geti haft leiðandi áhrif til hækkunar fiskverðs til neytenda. Þar til fyrir rúmri viku var hægt að fara á vef Reiknistofu fiskmarkaðanna og sjá hverjir voru þar bæði að selja og kaupa fisk. En nú er ekki lengur hægt að sjá hverjir eru að kaupa fiskinn. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna segir að samtökunum hafi borist kvörtun vegna þessa. Með þessari breytingu sé búið að gera viðskipti á fiskmörkuðum ógagnsærri en áður. „Og það hefði þau áhrif að verð hækkaði auðveldlega á mörkuðum. Þar sem allur fiskur sem seldur er til neytenda eða nær allur fiskur til neytenda, er seldur í gegnum þessa fiskmarkaði þá er þetta beint neytendamál.“ Segir Ólafur. Óánægja hafi ríkt meðal stærri útgerða með að þegar mikið magn komi inn á fiskmarkaðina lækki það fiskverðið, sjálfstæðum fiskvinnslum og neytendum í hag. Nú líti út fyrir að fiskmarkaðirnir og Reiknistofa fiskmarkaðanna séu að láta unda kröfum stórútgerðanna um að birta ekki upplýsingar um kaupendur. „Og þá er erfiðara fyrir þá sem eru að reyna að hafa eftirlit með þessu að fylgjast með því hverjir það eru sem hafa áhrif á verð á mörkuðum,“ segir formaðurinn. Ógegnsæið gefi stórum aðilum tækifæri til að hafa óeðlileg áhrif á markaðinn með beinum áhrifum á hag neytenda. „Þarna á að vera fullt gegnsæi. Þau rök sem Reiknistofan hefur borið á borð fyrir okkur er að þeir telji að þarna sé um persónuverndarreglur að ræða; að það megi ekki veita þessar upplýsingar um markaðsaðila út af persónuvernd. Við bara blásum á slíkt,“ segir Ólafur. Enda séu persónuverndarlög ekki til að verja lögaðila í viðskiptum í skjóli leyndar. Með sömu rökum mætti halda því fram að ekki ætti að upplýsa hverjir væru handhafar kvótans. Eftir að Neytendasamtökin gerðu sínar athugasemdir hefur Reiknistofa fiskmarkaðanna óskað eftir lögfræðiáliti um málið. Ólafur segir undarlegt að ekki hafi verið óskað eftir slíku áliti áður en ákveðið var að birta ekki nafn kaupenda. „Þeir eru búnir að lofa að senda okkur þetta lögfræðiálit. Við bíðum átekta. En ég hef gert framkvæmdastjóra Reiknistofunnar grein fyrir því að það kunni vel að vera að þetta sé mál sem eigi heima hjá Samkeppniseftirlitinu. Við munum þá vísa því þangað ef svo ber undir,“ segir Ólafur Arnarson. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna segir ekki eðlilegt að leynd hvíli yfir því í markaðsviðskiptum með fisk hverjir eru kaupendur á fiskmörkuðum. Til greina komi að samtökin kvarti til Samkeppniseftirlitsins ef ekki verði gefið upp hverjir það eru sem geti haft leiðandi áhrif til hækkunar fiskverðs til neytenda. Þar til fyrir rúmri viku var hægt að fara á vef Reiknistofu fiskmarkaðanna og sjá hverjir voru þar bæði að selja og kaupa fisk. En nú er ekki lengur hægt að sjá hverjir eru að kaupa fiskinn. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna segir að samtökunum hafi borist kvörtun vegna þessa. Með þessari breytingu sé búið að gera viðskipti á fiskmörkuðum ógagnsærri en áður. „Og það hefði þau áhrif að verð hækkaði auðveldlega á mörkuðum. Þar sem allur fiskur sem seldur er til neytenda eða nær allur fiskur til neytenda, er seldur í gegnum þessa fiskmarkaði þá er þetta beint neytendamál.“ Segir Ólafur. Óánægja hafi ríkt meðal stærri útgerða með að þegar mikið magn komi inn á fiskmarkaðina lækki það fiskverðið, sjálfstæðum fiskvinnslum og neytendum í hag. Nú líti út fyrir að fiskmarkaðirnir og Reiknistofa fiskmarkaðanna séu að láta unda kröfum stórútgerðanna um að birta ekki upplýsingar um kaupendur. „Og þá er erfiðara fyrir þá sem eru að reyna að hafa eftirlit með þessu að fylgjast með því hverjir það eru sem hafa áhrif á verð á mörkuðum,“ segir formaðurinn. Ógegnsæið gefi stórum aðilum tækifæri til að hafa óeðlileg áhrif á markaðinn með beinum áhrifum á hag neytenda. „Þarna á að vera fullt gegnsæi. Þau rök sem Reiknistofan hefur borið á borð fyrir okkur er að þeir telji að þarna sé um persónuverndarreglur að ræða; að það megi ekki veita þessar upplýsingar um markaðsaðila út af persónuvernd. Við bara blásum á slíkt,“ segir Ólafur. Enda séu persónuverndarlög ekki til að verja lögaðila í viðskiptum í skjóli leyndar. Með sömu rökum mætti halda því fram að ekki ætti að upplýsa hverjir væru handhafar kvótans. Eftir að Neytendasamtökin gerðu sínar athugasemdir hefur Reiknistofa fiskmarkaðanna óskað eftir lögfræðiáliti um málið. Ólafur segir undarlegt að ekki hafi verið óskað eftir slíku áliti áður en ákveðið var að birta ekki nafn kaupenda. „Þeir eru búnir að lofa að senda okkur þetta lögfræðiálit. Við bíðum átekta. En ég hef gert framkvæmdastjóra Reiknistofunnar grein fyrir því að það kunni vel að vera að þetta sé mál sem eigi heima hjá Samkeppniseftirlitinu. Við munum þá vísa því þangað ef svo ber undir,“ segir Ólafur Arnarson.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira