Neytendasamtökin saka fiskmarkaði um þóttun við stórútgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2017 19:09 Formaður Neytendasamtakanna segir ekki eðlilegt að leynd hvíli yfir því í markaðsviðskiptum með fisk hverjir eru kaupendur á fiskmörkuðum. Til greina komi að samtökin kvarti til Samkeppniseftirlitsins ef ekki verði gefið upp hverjir það eru sem geti haft leiðandi áhrif til hækkunar fiskverðs til neytenda. Þar til fyrir rúmri viku var hægt að fara á vef Reiknistofu fiskmarkaðanna og sjá hverjir voru þar bæði að selja og kaupa fisk. En nú er ekki lengur hægt að sjá hverjir eru að kaupa fiskinn. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna segir að samtökunum hafi borist kvörtun vegna þessa. Með þessari breytingu sé búið að gera viðskipti á fiskmörkuðum ógagnsærri en áður. „Og það hefði þau áhrif að verð hækkaði auðveldlega á mörkuðum. Þar sem allur fiskur sem seldur er til neytenda eða nær allur fiskur til neytenda, er seldur í gegnum þessa fiskmarkaði þá er þetta beint neytendamál.“ Segir Ólafur. Óánægja hafi ríkt meðal stærri útgerða með að þegar mikið magn komi inn á fiskmarkaðina lækki það fiskverðið, sjálfstæðum fiskvinnslum og neytendum í hag. Nú líti út fyrir að fiskmarkaðirnir og Reiknistofa fiskmarkaðanna séu að láta unda kröfum stórútgerðanna um að birta ekki upplýsingar um kaupendur. „Og þá er erfiðara fyrir þá sem eru að reyna að hafa eftirlit með þessu að fylgjast með því hverjir það eru sem hafa áhrif á verð á mörkuðum,“ segir formaðurinn. Ógegnsæið gefi stórum aðilum tækifæri til að hafa óeðlileg áhrif á markaðinn með beinum áhrifum á hag neytenda. „Þarna á að vera fullt gegnsæi. Þau rök sem Reiknistofan hefur borið á borð fyrir okkur er að þeir telji að þarna sé um persónuverndarreglur að ræða; að það megi ekki veita þessar upplýsingar um markaðsaðila út af persónuvernd. Við bara blásum á slíkt,“ segir Ólafur. Enda séu persónuverndarlög ekki til að verja lögaðila í viðskiptum í skjóli leyndar. Með sömu rökum mætti halda því fram að ekki ætti að upplýsa hverjir væru handhafar kvótans. Eftir að Neytendasamtökin gerðu sínar athugasemdir hefur Reiknistofa fiskmarkaðanna óskað eftir lögfræðiáliti um málið. Ólafur segir undarlegt að ekki hafi verið óskað eftir slíku áliti áður en ákveðið var að birta ekki nafn kaupenda. „Þeir eru búnir að lofa að senda okkur þetta lögfræðiálit. Við bíðum átekta. En ég hef gert framkvæmdastjóra Reiknistofunnar grein fyrir því að það kunni vel að vera að þetta sé mál sem eigi heima hjá Samkeppniseftirlitinu. Við munum þá vísa því þangað ef svo ber undir,“ segir Ólafur Arnarson. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna segir ekki eðlilegt að leynd hvíli yfir því í markaðsviðskiptum með fisk hverjir eru kaupendur á fiskmörkuðum. Til greina komi að samtökin kvarti til Samkeppniseftirlitsins ef ekki verði gefið upp hverjir það eru sem geti haft leiðandi áhrif til hækkunar fiskverðs til neytenda. Þar til fyrir rúmri viku var hægt að fara á vef Reiknistofu fiskmarkaðanna og sjá hverjir voru þar bæði að selja og kaupa fisk. En nú er ekki lengur hægt að sjá hverjir eru að kaupa fiskinn. Ólafur Arnarson formaður Neytendasamtakanna segir að samtökunum hafi borist kvörtun vegna þessa. Með þessari breytingu sé búið að gera viðskipti á fiskmörkuðum ógagnsærri en áður. „Og það hefði þau áhrif að verð hækkaði auðveldlega á mörkuðum. Þar sem allur fiskur sem seldur er til neytenda eða nær allur fiskur til neytenda, er seldur í gegnum þessa fiskmarkaði þá er þetta beint neytendamál.“ Segir Ólafur. Óánægja hafi ríkt meðal stærri útgerða með að þegar mikið magn komi inn á fiskmarkaðina lækki það fiskverðið, sjálfstæðum fiskvinnslum og neytendum í hag. Nú líti út fyrir að fiskmarkaðirnir og Reiknistofa fiskmarkaðanna séu að láta unda kröfum stórútgerðanna um að birta ekki upplýsingar um kaupendur. „Og þá er erfiðara fyrir þá sem eru að reyna að hafa eftirlit með þessu að fylgjast með því hverjir það eru sem hafa áhrif á verð á mörkuðum,“ segir formaðurinn. Ógegnsæið gefi stórum aðilum tækifæri til að hafa óeðlileg áhrif á markaðinn með beinum áhrifum á hag neytenda. „Þarna á að vera fullt gegnsæi. Þau rök sem Reiknistofan hefur borið á borð fyrir okkur er að þeir telji að þarna sé um persónuverndarreglur að ræða; að það megi ekki veita þessar upplýsingar um markaðsaðila út af persónuvernd. Við bara blásum á slíkt,“ segir Ólafur. Enda séu persónuverndarlög ekki til að verja lögaðila í viðskiptum í skjóli leyndar. Með sömu rökum mætti halda því fram að ekki ætti að upplýsa hverjir væru handhafar kvótans. Eftir að Neytendasamtökin gerðu sínar athugasemdir hefur Reiknistofa fiskmarkaðanna óskað eftir lögfræðiáliti um málið. Ólafur segir undarlegt að ekki hafi verið óskað eftir slíku áliti áður en ákveðið var að birta ekki nafn kaupenda. „Þeir eru búnir að lofa að senda okkur þetta lögfræðiálit. Við bíðum átekta. En ég hef gert framkvæmdastjóra Reiknistofunnar grein fyrir því að það kunni vel að vera að þetta sé mál sem eigi heima hjá Samkeppniseftirlitinu. Við munum þá vísa því þangað ef svo ber undir,“ segir Ólafur Arnarson.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Sjá meira