Stelpurnar sáttar eftir flottan sigur á Litháen í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2017 19:31 Íslensku stelpurnar fagna í leikslok. Mynd/HSÍ Íslenska 19 ára landsliðið byrjaði vel í undankeppni HM en riðill íslensku stelpnanna fer fram á Carballo á Spáni um helgina. Liðið vann flottan sex marka sigur á Litháen, 25-19, í fyrsta leiknum en stelpurnar fóru á kostum í seinni hálfleiknum eftir erfiða byrjun. Sandra Erlingsdóttir og Lovísa Thompson voru markahæstar með sex mörk hvor og Selma Þóra Jóhannsdóttir varði vel í markinu. Stelpurnar okkar voru helst til rólegar á upphafsmínútunum og lentu 3-7 undir eftir 10 mínútur. En þá tók við virkilega góður kafli þar sem íslenska vörnin þéttist og sóknarleikurinn varð markvissari. í hálfleik var staðan 12-11, íslensku stúlkunum í hag. Í síðari hálfleik léku íslensku stúlkurnar frábæran handbolta á köflum og náðu mest tíu marka forystu. Þó að Litháen hafi náð að klóra í bakkann á lokamínútunum hafðist góður sex marka sigur.Ísland - Litháen 25-19 (12-11)Mörk Íslands: Sandra Erlingsdóttir 6, Lovísa Thompson 6, Andrea Jacobsen 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Mariam Eradze 2, Elva Arinbjarnar 1, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1.Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 15 skot og Ástríður Glódís Gísladóttir 3 skot. Á morgun leika stelpurnar okkar gegn Spánverjunum en sá leikur hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa aftur á leikinn hjá íslensku stelpunum hér fyrir neðan. Frábær sigur gegn Litháen, 25-19. #handbolti #stelpurnarokkar #u19kv A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on Mar 17, 2017 at 10:46am PDT Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Íslenska 19 ára landsliðið byrjaði vel í undankeppni HM en riðill íslensku stelpnanna fer fram á Carballo á Spáni um helgina. Liðið vann flottan sex marka sigur á Litháen, 25-19, í fyrsta leiknum en stelpurnar fóru á kostum í seinni hálfleiknum eftir erfiða byrjun. Sandra Erlingsdóttir og Lovísa Thompson voru markahæstar með sex mörk hvor og Selma Þóra Jóhannsdóttir varði vel í markinu. Stelpurnar okkar voru helst til rólegar á upphafsmínútunum og lentu 3-7 undir eftir 10 mínútur. En þá tók við virkilega góður kafli þar sem íslenska vörnin þéttist og sóknarleikurinn varð markvissari. í hálfleik var staðan 12-11, íslensku stúlkunum í hag. Í síðari hálfleik léku íslensku stúlkurnar frábæran handbolta á köflum og náðu mest tíu marka forystu. Þó að Litháen hafi náð að klóra í bakkann á lokamínútunum hafðist góður sex marka sigur.Ísland - Litháen 25-19 (12-11)Mörk Íslands: Sandra Erlingsdóttir 6, Lovísa Thompson 6, Andrea Jacobsen 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Mariam Eradze 2, Elva Arinbjarnar 1, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1.Varin skot: Selma Þóra Jóhannsdóttir 15 skot og Ástríður Glódís Gísladóttir 3 skot. Á morgun leika stelpurnar okkar gegn Spánverjunum en sá leikur hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Fyrir áhugasama þá er hægt að horfa aftur á leikinn hjá íslensku stelpunum hér fyrir neðan. Frábær sigur gegn Litháen, 25-19. #handbolti #stelpurnarokkar #u19kv A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on Mar 17, 2017 at 10:46am PDT
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira