Segir umræðu um kaupmátt vera blekkingu Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2017 15:14 „Þetta fólk er ekki að sjá þennan 20 prósenta kaupmátt sem er alltaf verið að veifa framan í okkur,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR, í Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem hann hélt því fram að umræðan í kringum kaupmáttaraukningu sé blekking. „Það er fólk til dæmis með 260 þúsund krónur á mánuði á leigumarkaði sem er ekki búið að fá 20 prósenta kaupmáttaraukningu. Fjölskyldur sem búa í eigin húsnæði hafa fengið launahækkanir en á móti virðast þær skertar vegna tekjutenginga barnabóta og vaxtabóta,“ sagði Ragnar sem sagði fæsta finna fyrir því að hér á landi hafi orðið 20 prósenta kaupmáttaraukning. „Við getum ekki sagt að einstaklingur með tvær milljónir á mánuði, sem fær 20 prósenta launahækkun og skuldar ekki krónu, sé með sömu kaupmáttaraukningu og einstaklingur á meðaltekjum eða lágmarkstekjum, 260 þúsund krónur, og er á leigumarkaði. Eða fjölskylda með tvö börn sem er að missa barna- og vaxtabætur vegna tekjutengingar.“ Hann sagði að á síðustu tveimur árum hafi í raun verið verðhjöðnun hér á landi ef húsnæðisliðurinn væri ekki tekinn inn í neysluvísitölugrunninn. Á meðan hafi verið 12,6 prósenta kjarasamningsbundnar launahækkanir hjá VR sem gerði það að verkum að hans mati að allt tal um að launahækkanir hjá almenningi ógni stöðugleika sé ekki rétt. Ragnar vill láta breyta lögum um lífeyrissjóði sem geri þeim mögulegt að stuðla að samfélagslegum verkefnum og uppbyggingu hér á landi. Þannig væri til að mynda hægt að koma upp óhagnaðardrifnum leigufélögum því ekkert gagn sé í að byggja íbúðir um allar trissur ef enginn hefur efni á að kaupa þær.Hægt er að horfa á Víglínuna í heild hér fyrir ofan: Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira
„Þetta fólk er ekki að sjá þennan 20 prósenta kaupmátt sem er alltaf verið að veifa framan í okkur,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR, í Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem hann hélt því fram að umræðan í kringum kaupmáttaraukningu sé blekking. „Það er fólk til dæmis með 260 þúsund krónur á mánuði á leigumarkaði sem er ekki búið að fá 20 prósenta kaupmáttaraukningu. Fjölskyldur sem búa í eigin húsnæði hafa fengið launahækkanir en á móti virðast þær skertar vegna tekjutenginga barnabóta og vaxtabóta,“ sagði Ragnar sem sagði fæsta finna fyrir því að hér á landi hafi orðið 20 prósenta kaupmáttaraukning. „Við getum ekki sagt að einstaklingur með tvær milljónir á mánuði, sem fær 20 prósenta launahækkun og skuldar ekki krónu, sé með sömu kaupmáttaraukningu og einstaklingur á meðaltekjum eða lágmarkstekjum, 260 þúsund krónur, og er á leigumarkaði. Eða fjölskylda með tvö börn sem er að missa barna- og vaxtabætur vegna tekjutengingar.“ Hann sagði að á síðustu tveimur árum hafi í raun verið verðhjöðnun hér á landi ef húsnæðisliðurinn væri ekki tekinn inn í neysluvísitölugrunninn. Á meðan hafi verið 12,6 prósenta kjarasamningsbundnar launahækkanir hjá VR sem gerði það að verkum að hans mati að allt tal um að launahækkanir hjá almenningi ógni stöðugleika sé ekki rétt. Ragnar vill láta breyta lögum um lífeyrissjóði sem geri þeim mögulegt að stuðla að samfélagslegum verkefnum og uppbyggingu hér á landi. Þannig væri til að mynda hægt að koma upp óhagnaðardrifnum leigufélögum því ekkert gagn sé í að byggja íbúðir um allar trissur ef enginn hefur efni á að kaupa þær.Hægt er að horfa á Víglínuna í heild hér fyrir ofan:
Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Kviknað í íbúð í Breiðholti Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Sjá meira