Hætta á að hinsegin eldri borgarar fari aftur inn í skápinn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. mars 2017 20:00 Samtökin 78 skipuðu fyrr á árinu sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, en það er falinn hópur í samfélaginu. Formaður hópsins segir dæmi um að eldri borgarar fari aftur inn í skápinn þegar þeir fara á öldrunarheimili þar sem þar sem þar vanti stórlega upp á fagþekkingu á málefnum þeirra. Í nútímasamfélagi flytja flestir eldri borgarar á einhverjum tímapunkti á dvalar - eða öldrunarheimili, en nú er svo komið að sú kynslóð sem fyrst barðist fyrir réttindum hinsegin fólks hér á landi er komin á efri ár. „Við stofunuðum þennan hóp um að eldast hinsegin í íslensku samfélagi vegna þess að það vantar í rauninni bara alla umræðu um þessi mál. Við höfum séð að það er verið að tala um þessi málefni í löndunum í kringum okkur og viljum ekki missa af lestinni. Það er mjög lítil vitneskja um þetta, það er lítið talað um þetta og fagfólk er illa upplýst,“ segir Benedikt Traustason, formaður starfshóps um að eldast hinsegin. Margir gera sér ekki grein fyrir að eldri borgarar geti verið hinsegin Hann bendir á að í nýútgefinni starfsáætlun um málefni eldri borgara sé ekki minnst orði á hinsegin fólk. Margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að eldri borgarar geti líka verið hinsegin. „Fólk segir við okkur, sem hefur kannski starfað við þetta í tuttugu ár, að það hafi aldrei hitt hinsegin einstakling inni á sinni stofnun eða unnið með slíkum einstaklingi. Það er augljóslega ekki rétt. Það er bara fólk sem hefur ekki þorað að segja frá því. Hættan er bara að fólk fari aftur inn í skápinn ef það er í umhverfi sem því líður ekki vel í. Við þekkjum dæmi um að fólk hafi komið inn á hjúkrunarheimili, kannski maka, og það þorir ekki að segja að þetta sé einhver sem það hafi verið með í áraraðir,“ segir Benedikt.Fólk sem hefur þolað margt á að fá að blómstra á eigin forsendum Á næstu mánuðum mun starfshópurinn standa fyrir fræðslu og vitundarvakningu um málefnið. „Við stefnum á að undirbúa fræðslu sem hægt er að fara með til fagaðila og þeirra sem taka ákvarðanir í þessum efnum, svo þeir geti nýtt sér það í sínu starfi og verið meðvitaðir,“ segir Benedikt. Hann bendir á að þessir einstaklingar hafi verið í eldlínunni lengi og hafi margir barist fyrir réttindum þeirra sem yngri eru. „Þetta er fólk sem er búið að þola margt og á það bara skilið að fá þá umönnun sem það þarf og að fá að blómstra á sínum eigin forsendum. Mér finnst að við sem yngri erum, að við skuldum þeim eftir alla þá réttindabaráttu sem þau hafa unnið fyrir okkur og við njótum góðs af í dag, að það sé komið að okkur að berjast fyrir réttindum þeirra.“ Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Samtökin 78 skipuðu fyrr á árinu sérstakan samstarfshóp um málefni hinsegin eldri borgara, en það er falinn hópur í samfélaginu. Formaður hópsins segir dæmi um að eldri borgarar fari aftur inn í skápinn þegar þeir fara á öldrunarheimili þar sem þar sem þar vanti stórlega upp á fagþekkingu á málefnum þeirra. Í nútímasamfélagi flytja flestir eldri borgarar á einhverjum tímapunkti á dvalar - eða öldrunarheimili, en nú er svo komið að sú kynslóð sem fyrst barðist fyrir réttindum hinsegin fólks hér á landi er komin á efri ár. „Við stofunuðum þennan hóp um að eldast hinsegin í íslensku samfélagi vegna þess að það vantar í rauninni bara alla umræðu um þessi mál. Við höfum séð að það er verið að tala um þessi málefni í löndunum í kringum okkur og viljum ekki missa af lestinni. Það er mjög lítil vitneskja um þetta, það er lítið talað um þetta og fagfólk er illa upplýst,“ segir Benedikt Traustason, formaður starfshóps um að eldast hinsegin. Margir gera sér ekki grein fyrir að eldri borgarar geti verið hinsegin Hann bendir á að í nýútgefinni starfsáætlun um málefni eldri borgara sé ekki minnst orði á hinsegin fólk. Margir geri sér hreinlega ekki grein fyrir því að eldri borgarar geti líka verið hinsegin. „Fólk segir við okkur, sem hefur kannski starfað við þetta í tuttugu ár, að það hafi aldrei hitt hinsegin einstakling inni á sinni stofnun eða unnið með slíkum einstaklingi. Það er augljóslega ekki rétt. Það er bara fólk sem hefur ekki þorað að segja frá því. Hættan er bara að fólk fari aftur inn í skápinn ef það er í umhverfi sem því líður ekki vel í. Við þekkjum dæmi um að fólk hafi komið inn á hjúkrunarheimili, kannski maka, og það þorir ekki að segja að þetta sé einhver sem það hafi verið með í áraraðir,“ segir Benedikt.Fólk sem hefur þolað margt á að fá að blómstra á eigin forsendum Á næstu mánuðum mun starfshópurinn standa fyrir fræðslu og vitundarvakningu um málefnið. „Við stefnum á að undirbúa fræðslu sem hægt er að fara með til fagaðila og þeirra sem taka ákvarðanir í þessum efnum, svo þeir geti nýtt sér það í sínu starfi og verið meðvitaðir,“ segir Benedikt. Hann bendir á að þessir einstaklingar hafi verið í eldlínunni lengi og hafi margir barist fyrir réttindum þeirra sem yngri eru. „Þetta er fólk sem er búið að þola margt og á það bara skilið að fá þá umönnun sem það þarf og að fá að blómstra á sínum eigin forsendum. Mér finnst að við sem yngri erum, að við skuldum þeim eftir alla þá réttindabaráttu sem þau hafa unnið fyrir okkur og við njótum góðs af í dag, að það sé komið að okkur að berjast fyrir réttindum þeirra.“
Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira