Tölvuleikjagerð kennd á nýrri námsbraut Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Tölvuleikjamarkaðurinn veltir stjarnfræðilegum upphæðum. vísir/afp Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, vinnur nú að stofnun nýrrar námsbrautar í gerð tölvuleikja, til viðbótar við það nám sem fyrir er í skólanum. Keilir hyggst taka inn 60 nýja nemendur í haust ef samþykki menntamálaráðuneytisins fæst. Samtök leikjagerðarfyrirtækja á Íslandi, hópur sem er starfræktur innan Samtaka iðnaðarins, og tölvuleikjarisinn CCP hafa lýst yfir mikilli ánægju og stuðningi við hina nýju námsbraut og hefur forstjóri CCP lýst yfir áhuga á að sitja í fagráði brautarinnar.Hjálmar ÁrnasonHjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, segir að með nýju námsbrautinni hyggist Keilir jafnframt innleiða nýja kennsluhætti til stúdentsprófs. Stuðst verður við góða reynslu af vendinámi – námi sem byggir á því að hefðbundinni kennslu er snúið við; fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistaðar á netinu og nemendur geta horft og hlustað á kynningarnar eins oft og þeim hentar. Þá munu sjálfstæð vinnubrögð nemenda skipa háan sess í náminu, náin tengsl við atvinnulífið og samþætting námsgreina. „Á heimsvísu veltir leikjagerðarmarkaðurinn milljörðum króna. Í umræðu um uppbyggingu atvinnulífs heyrast gjarnan þær raddir að efla þurfi þá þætti er tengjast sköpun, meðal annars með tilvísun í leikjagerð. Almennt eru flestir sammála því að skólakerfið sé ekki að sinna þessum þætti nægjanlega vel en Keilir hyggst með þessu bæta þar úr,“ segir Hjálmar sem getur ekki svarað því af hverju nám sem þetta hefur ekki þegar skotið rótum hérlendis. Tilefnið sé hins vegar ærið, og ekki seinna vænna að bæta þar úr. Keilir hefur þegar gert samstarfssamning við danska leikjagarðinn Game Park Danmark, sem er skammt frá Árósum. Þar er starfræktur eini menntaskólinn í Danmörku þar sem boðið er upp á leikjagerð sem valgrein og aðaláherslu. Í skólanum er einnig boðið upp á nám á háskólastigi fyrir þá sem vilja í samstarf við háskólann í Árósum og þar er einnig boðið upp á aðstöðu fyrir frumkvöðla á sviði leikjagerðar, en töluvert er um einyrkja og smærri aðila á þessu sviði. Keilir hyggst koma upp slíkri aðstöðu á Ásbrú þar sem boðið verður upp á stúdentspróf með áherslu á leikjagerð, diplómanám eða BS-nám í leikjagerð, og þá í samstarfi við innlenda og/eða erlenda háskóla. Eins aðstöðu fyrir frumkvöðla í Eldey – tæknismiðju og frumkvöðlasetrinu á Ásbrú.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, vinnur nú að stofnun nýrrar námsbrautar í gerð tölvuleikja, til viðbótar við það nám sem fyrir er í skólanum. Keilir hyggst taka inn 60 nýja nemendur í haust ef samþykki menntamálaráðuneytisins fæst. Samtök leikjagerðarfyrirtækja á Íslandi, hópur sem er starfræktur innan Samtaka iðnaðarins, og tölvuleikjarisinn CCP hafa lýst yfir mikilli ánægju og stuðningi við hina nýju námsbraut og hefur forstjóri CCP lýst yfir áhuga á að sitja í fagráði brautarinnar.Hjálmar ÁrnasonHjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, segir að með nýju námsbrautinni hyggist Keilir jafnframt innleiða nýja kennsluhætti til stúdentsprófs. Stuðst verður við góða reynslu af vendinámi – námi sem byggir á því að hefðbundinni kennslu er snúið við; fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistaðar á netinu og nemendur geta horft og hlustað á kynningarnar eins oft og þeim hentar. Þá munu sjálfstæð vinnubrögð nemenda skipa háan sess í náminu, náin tengsl við atvinnulífið og samþætting námsgreina. „Á heimsvísu veltir leikjagerðarmarkaðurinn milljörðum króna. Í umræðu um uppbyggingu atvinnulífs heyrast gjarnan þær raddir að efla þurfi þá þætti er tengjast sköpun, meðal annars með tilvísun í leikjagerð. Almennt eru flestir sammála því að skólakerfið sé ekki að sinna þessum þætti nægjanlega vel en Keilir hyggst með þessu bæta þar úr,“ segir Hjálmar sem getur ekki svarað því af hverju nám sem þetta hefur ekki þegar skotið rótum hérlendis. Tilefnið sé hins vegar ærið, og ekki seinna vænna að bæta þar úr. Keilir hefur þegar gert samstarfssamning við danska leikjagarðinn Game Park Danmark, sem er skammt frá Árósum. Þar er starfræktur eini menntaskólinn í Danmörku þar sem boðið er upp á leikjagerð sem valgrein og aðaláherslu. Í skólanum er einnig boðið upp á nám á háskólastigi fyrir þá sem vilja í samstarf við háskólann í Árósum og þar er einnig boðið upp á aðstöðu fyrir frumkvöðla á sviði leikjagerðar, en töluvert er um einyrkja og smærri aðila á þessu sviði. Keilir hyggst koma upp slíkri aðstöðu á Ásbrú þar sem boðið verður upp á stúdentspróf með áherslu á leikjagerð, diplómanám eða BS-nám í leikjagerð, og þá í samstarfi við innlenda og/eða erlenda háskóla. Eins aðstöðu fyrir frumkvöðla í Eldey – tæknismiðju og frumkvöðlasetrinu á Ásbrú.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira