Heilbrigðisráðherra ætlar ekki að auka einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2017 20:00 Heilbrigðisráðherra segir í undirbúningi að auka framlög til heilbrigðismála verulega í fjármálaáætlun til næstu fimm ára og viðspyrnan sé þegar hafin. Ekki standi til að gera grundvallarbreytingar á hinu opinbera heilbrigðiskerfi með aukinni einkavæðingu. Heilbrigðisráðherra var ítrekað spurður að því í umræðum á Alþingi í dag hvort hann muni auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu í ráðherratíð sinni. En nú þegar fara um 30 prósent framlaga til heilbrigðismála til einkarekinna stofnana eða sérfræðinga utan hins opinbera heilbrigðiskerfis. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra út í framtíðarstefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. Hvernig hann hyggðist bregðast við undirskriftum tugþúsunda landsmanna sem krefðust þess að 11 prósent af landsframleiðslu fari til heiðbrigðismála. Svandís sagði enda alla flokka hafa sett heilbrigðismál í forgang fyrir kosningar. En blikur væru á lofti. „Og við þekkjum það í stjórnmálum á öllum tímum að peningaöflin sækja að velferðarkerfinu. Heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu þegar vantar viðnám fyrir fjármagnið. Vantar leiðir til að hagnast. Þá er sótt í innviði almannahagsmunanna,“ sagði Svandís. Framlög úr opinberum sjóðum til einkarekinnar heilbriðisþjónustu hefðu vaxið meira á undanförnum árum en til hins opinbera kerfis.Spurði um framtíðarsýn ráðherra Þingmaðurinn vildi vita hver væri framtíðarsýn heilbrigðisráðherra og minnti hann á fyrri yfirlýsingar hans áður en hann varð ráðherra. Óttarr sagði stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar skýra. Heilbrigðismálin yrðu í forgangi og fullvissaði þingmanninn um að fyrri yfirlýsingar hans stæðu. „Þegar við tölum um að setja heilbrigðismálin í forgang þá erum við að tala um að auka fjármagn í málaflokkinn. Við erum að tala um uppbyggingu á innviðum heilbrigðsþjónustunnar. Bæði varðandi aðstöðuna en ekki síður varðandi mannaflann, starfsaðstöðu heilbrigðisstétta,“ sagði Óttarr. Þetta muni endurspeglast í fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til fimm ára. En Svandís vildi meira afgerandi svör frá ráðherra. „Ætlar hann að standa með opinberu heilbrigðiskerfi í þágu heildarinnar, eða ætlar hann að halla sér á hina hliðina og hafa sérstaka samúð með þeim hyggjast hagnast á veiku fólki,“ spurði þingflokksformaðurinn. „Ég hef ekki sérstaklega í huga eða langar til að gera stórkostlega breytingar á heilbrigðiskerfinu. Nema til að styrkja það og styðja, svaraði Óttar Proppé. Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir í undirbúningi að auka framlög til heilbrigðismála verulega í fjármálaáætlun til næstu fimm ára og viðspyrnan sé þegar hafin. Ekki standi til að gera grundvallarbreytingar á hinu opinbera heilbrigðiskerfi með aukinni einkavæðingu. Heilbrigðisráðherra var ítrekað spurður að því í umræðum á Alþingi í dag hvort hann muni auka á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu í ráðherratíð sinni. En nú þegar fara um 30 prósent framlaga til heilbrigðismála til einkarekinna stofnana eða sérfræðinga utan hins opinbera heilbrigðiskerfis. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna spurði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra út í framtíðarstefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum í sérstökum umræðum á Alþingi í dag. Hvernig hann hyggðist bregðast við undirskriftum tugþúsunda landsmanna sem krefðust þess að 11 prósent af landsframleiðslu fari til heiðbrigðismála. Svandís sagði enda alla flokka hafa sett heilbrigðismál í forgang fyrir kosningar. En blikur væru á lofti. „Og við þekkjum það í stjórnmálum á öllum tímum að peningaöflin sækja að velferðarkerfinu. Heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu þegar vantar viðnám fyrir fjármagnið. Vantar leiðir til að hagnast. Þá er sótt í innviði almannahagsmunanna,“ sagði Svandís. Framlög úr opinberum sjóðum til einkarekinnar heilbriðisþjónustu hefðu vaxið meira á undanförnum árum en til hins opinbera kerfis.Spurði um framtíðarsýn ráðherra Þingmaðurinn vildi vita hver væri framtíðarsýn heilbrigðisráðherra og minnti hann á fyrri yfirlýsingar hans áður en hann varð ráðherra. Óttarr sagði stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar skýra. Heilbrigðismálin yrðu í forgangi og fullvissaði þingmanninn um að fyrri yfirlýsingar hans stæðu. „Þegar við tölum um að setja heilbrigðismálin í forgang þá erum við að tala um að auka fjármagn í málaflokkinn. Við erum að tala um uppbyggingu á innviðum heilbrigðsþjónustunnar. Bæði varðandi aðstöðuna en ekki síður varðandi mannaflann, starfsaðstöðu heilbrigðisstétta,“ sagði Óttarr. Þetta muni endurspeglast í fjármálaáætlun sem nú væri verið að vinna til fimm ára. En Svandís vildi meira afgerandi svör frá ráðherra. „Ætlar hann að standa með opinberu heilbrigðiskerfi í þágu heildarinnar, eða ætlar hann að halla sér á hina hliðina og hafa sérstaka samúð með þeim hyggjast hagnast á veiku fólki,“ spurði þingflokksformaðurinn. „Ég hef ekki sérstaklega í huga eða langar til að gera stórkostlega breytingar á heilbrigðiskerfinu. Nema til að styrkja það og styðja, svaraði Óttar Proppé.
Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira