Ég er líka til Bríet Finnsdóttir skrifar 3. mars 2017 09:36 Intersex er regnhlífarhugtak og þótt að fáir hafi heyrt um það er það alls ekki sjaldgæft. Talið hefur verið 1.7 % heimsins falli undir það regnhlífarhugtak, nýjar rannsóknir sýna að þær tölur eru líklega vanmetnar. Undir regnhlífinni er fjölbreyttur hópur fólks sem á það sameiginlegt að líffræðin þeirra eða kyneinkenni eru aðeins öðruvísi en hjá flestu fólki. Þetta getur tengst kynfærum eða æxlunarfærum, hórmónaframleiðslu eða hormóna upptöku, litningum og öllum þeim kyneinkennum sem koma fram við kynþroska.Að vera Intersex er líffræðilegt og tengist ekki kynvitund eða kynhneigð. Intersex einstaklingar eru ósýnilegir í samfélaginu, lifa oft með leyndarmálið sitt, þora ekki að segja frá því og hafa sjaldnast haft stjórn á því hvaða aðgerðir og meðhöndlun hafa verð framkvæmdar á þeim. Upplifun þessa hóps er á margan hátt sú sama og Hinsegins fólks og vegna þess hefur intersex fólk oft gengið til liðs við hinsegin samtök.Baráttumál Intersex fólks eru viðurkenning á tilvist sinni og líkamleg friðhelgi.Viðhorf læknastéttarinnarMín reynsla er sú að viðhorf læknastéttarinnar hefur aðallega verið tvenns konar, annað hvort hitti ég lækna sem vita ekki hvað Intersex er, eða lækna sem telja að Intersex sé vandamál sem þurfi að vinna saman til að leysa. Oft er litið á Intersex sem persónulegt vandamál og að því skuli vera haldið innan nánustu fjölskyldu eða jafnvel algjöru leyndarmáli. Þetta finnst mér mjög sorglegt viðhorf þar sem Intersex er ekki vandamál að mínu mati, heldur náttúrulegur fjölbreytileiki sem finnst alls staðar í náttúrunni. Sérstaklega finnst mér sorglegt þegar gengið er svo langt í að viðhalda leyndarmálinu að aðgerðir séu framkvæmdar á Intersex börnum, allt niður í ungabörn til að viðhalda leyndinni. Aðgerðir sem eru í svo miklum meirihluta, einungis útlitslegar og að algjöru óþarfar. Í raun og veru eru aðgerðirnar meira en bara óþarfar, því að eftir þær er Intersex fólk oft háð heilbrigðiskerfinu allt sitt líf.Baráttan við leyndarmáliðÞarna kemur vandamálið varðandi það að vera háður heilbrigðiskerfi sem er að stórum hluta ómeðvitað um tilvist mína. Oft eyði ég læknatímum hjá nýjum læknum í að útskýra hvað intersex er og fæ þá útskýringar læknisins að hann muni eitthvað eftir að hafa lesið eitthvað um þetta í náminu en viti í raun ekkert. Vegna þess að svo fáir læknar vita hvernig ég er og hvernig skuli meðhöndla mig týndist ég í kerfinu. Í tvö ár hafði ég ekki aðgang að þeirri þjónustu sem ég þurfti. Enginn læknir vildi taka við mér þar sem þeir höfðu ekki reynslu og enn færri höfðu tíma til að lesa sér til um litla “leyndarmálið“ mitt. Að lokum komst ég þó til læknis eftir krókaleiðum og gat þá byrjað að glíma við veikindin sem höfðu hrúgast upp allan tímann sem ég var án læknisaðstoðar, Veikindi sem eru afleiðing aðgerðar sem ég þurfti ekki, en var framkvæmd á mér þegar ég var ungabarn.Ósk til heilbrigðiskerfisinsÞessi pistill er ekki hugsaður sem skammarbréf. Heilbrigðiskerfið er stútfullt af fólki sem hefur helgað líf sitt að hjálpa öðrum og ég dáist að því, ég vildi bara óska mér þess að viðhorf kerfisins breytist því ég er ekki lítið leyndarmál sem þarf að laga. Ég er bara manneskja sem dreymir um jafnrétti og að fá að lifa opinská með mitt líf. Að fá að vera heilbrigð og ég sjálf, og að komandi kynslóðir lendi ekki í sömu sporum og ég.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finnahér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Gott aðgengi er ekki kók í gleri Og alls ekki geimvísindi. 28. febrúar 2017 09:58 Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26 Að sætta sig við það að maður muni kannski aldrei „læknast“ Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. 1. mars 2017 10:23 Aðgengilegt nám Auðvitað á að taka upp fyrirlestra í Háskóla Íslands. 2. mars 2017 10:36 Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Intersex er regnhlífarhugtak og þótt að fáir hafi heyrt um það er það alls ekki sjaldgæft. Talið hefur verið 1.7 % heimsins falli undir það regnhlífarhugtak, nýjar rannsóknir sýna að þær tölur eru líklega vanmetnar. Undir regnhlífinni er fjölbreyttur hópur fólks sem á það sameiginlegt að líffræðin þeirra eða kyneinkenni eru aðeins öðruvísi en hjá flestu fólki. Þetta getur tengst kynfærum eða æxlunarfærum, hórmónaframleiðslu eða hormóna upptöku, litningum og öllum þeim kyneinkennum sem koma fram við kynþroska.Að vera Intersex er líffræðilegt og tengist ekki kynvitund eða kynhneigð. Intersex einstaklingar eru ósýnilegir í samfélaginu, lifa oft með leyndarmálið sitt, þora ekki að segja frá því og hafa sjaldnast haft stjórn á því hvaða aðgerðir og meðhöndlun hafa verð framkvæmdar á þeim. Upplifun þessa hóps er á margan hátt sú sama og Hinsegins fólks og vegna þess hefur intersex fólk oft gengið til liðs við hinsegin samtök.Baráttumál Intersex fólks eru viðurkenning á tilvist sinni og líkamleg friðhelgi.Viðhorf læknastéttarinnarMín reynsla er sú að viðhorf læknastéttarinnar hefur aðallega verið tvenns konar, annað hvort hitti ég lækna sem vita ekki hvað Intersex er, eða lækna sem telja að Intersex sé vandamál sem þurfi að vinna saman til að leysa. Oft er litið á Intersex sem persónulegt vandamál og að því skuli vera haldið innan nánustu fjölskyldu eða jafnvel algjöru leyndarmáli. Þetta finnst mér mjög sorglegt viðhorf þar sem Intersex er ekki vandamál að mínu mati, heldur náttúrulegur fjölbreytileiki sem finnst alls staðar í náttúrunni. Sérstaklega finnst mér sorglegt þegar gengið er svo langt í að viðhalda leyndarmálinu að aðgerðir séu framkvæmdar á Intersex börnum, allt niður í ungabörn til að viðhalda leyndinni. Aðgerðir sem eru í svo miklum meirihluta, einungis útlitslegar og að algjöru óþarfar. Í raun og veru eru aðgerðirnar meira en bara óþarfar, því að eftir þær er Intersex fólk oft háð heilbrigðiskerfinu allt sitt líf.Baráttan við leyndarmáliðÞarna kemur vandamálið varðandi það að vera háður heilbrigðiskerfi sem er að stórum hluta ómeðvitað um tilvist mína. Oft eyði ég læknatímum hjá nýjum læknum í að útskýra hvað intersex er og fæ þá útskýringar læknisins að hann muni eitthvað eftir að hafa lesið eitthvað um þetta í náminu en viti í raun ekkert. Vegna þess að svo fáir læknar vita hvernig ég er og hvernig skuli meðhöndla mig týndist ég í kerfinu. Í tvö ár hafði ég ekki aðgang að þeirri þjónustu sem ég þurfti. Enginn læknir vildi taka við mér þar sem þeir höfðu ekki reynslu og enn færri höfðu tíma til að lesa sér til um litla “leyndarmálið“ mitt. Að lokum komst ég þó til læknis eftir krókaleiðum og gat þá byrjað að glíma við veikindin sem höfðu hrúgast upp allan tímann sem ég var án læknisaðstoðar, Veikindi sem eru afleiðing aðgerðar sem ég þurfti ekki, en var framkvæmd á mér þegar ég var ungabarn.Ósk til heilbrigðiskerfisinsÞessi pistill er ekki hugsaður sem skammarbréf. Heilbrigðiskerfið er stútfullt af fólki sem hefur helgað líf sitt að hjálpa öðrum og ég dáist að því, ég vildi bara óska mér þess að viðhorf kerfisins breytist því ég er ekki lítið leyndarmál sem þarf að laga. Ég er bara manneskja sem dreymir um jafnrétti og að fá að lifa opinská með mitt líf. Að fá að vera heilbrigð og ég sjálf, og að komandi kynslóðir lendi ekki í sömu sporum og ég.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finnahér.
Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26
Að sætta sig við það að maður muni kannski aldrei „læknast“ Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. 1. mars 2017 10:23
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar