Að sætta sig við það að maður muni kannski aldrei „læknast“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2017 10:23 Í kjölfar #égerekkitabú hafa fjölmargar frásagnir komið fram frá fólki sem hefur verið að glíma við ýmis geðræn vandamál. Þessi herferð gaf fólki kjarkinn og hugrekkið sem það hafði ekki áður til að taka fyrsta skrefið og leita sér hjálpar. Þegar ég var yngri lenti ég í áföllum sem gerðu það að verkum að í dag glími ég við þunglyndi og áfallastreituröskun. Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. Eðlileg. Það er eiginleiki sem ég hef alltaf viljað hafa. Í hverju þunglyndiskasti hef ég óskað eftir að vera bara eðlileg. Að geta fundið útskýringu afhverju mér líður svona illa. En hvað er að vera eðlilegur? Öll erum við mismunandi og erum mörg að glíma við hluti sem aðrir hafa ekki hugmynd um. Ég hef alltaf leitast eftir þessari útópíu, þar sem ég get verið eins og allir hinir, en ég fatta það meira með hverjum degi að ég er alveg eðlileg. Það er bara svolítið erfitt að sannfæra hugann. Skólaganga mín hefur ekki verið auðveld, ekki frekar en annað í þessu lífi. Ég á enn það erfitt suma daga að ég kemst einfaldlega ekki framúr. Í grunnskóla og framhaldsskóla átti ég mjög erfitt oft á tíðum og var það mjög ábótavant hvernig skólastjórnendur tóku á því. Það virtist enginn trúa mér að ég væri að glíma við geðsjúkdóm, heldur væri ég bara að þykjast til að komast undan því að mæta í skólann. Í framhaldsskóla skilaði ég inn vottorði hverja einustu önn þess efnis að ég væri þunglynd en þrátt fyrir það fékk ég sífellt hótanir um brottrekstur vegna mætingar. Ég hefði aldrei komist svona langt í námi ef ég hefði ekki móður mína og systur að. Þær eru mitt eigið klapplið, það tekur nefnilega rosalega á að vera sífellt sökuð um lygar og ýkjur. Það eina sem ég þráði á þessum árum var að einhver myndi skilja mig og gefa mér það rými sem ég þurfti. Fyrir nokkrum árum, eftir mikla þrjósku og mótþróa af minni hálfu, fór ég í hugræna atferlismeðferð hjá geðdeild Landspítalans. Ég hafði áður verið á lyfjum sem voru einfaldlega ekki að gera nóg fyrir mig þótt þau hjálpuðu mikið. Allan þann tíma sem ég var í meðferð hafði ég hugsað mér að læknirinn myndi segja töfraorðin; “þú ert læknuð!” og líf mitt yrði dans á rósum. Það sem ég komst þó seinna að er sú staðreynd að ég muni líklegast aldrei læknast algjörlega. Ég er orðin sterkari, það er engin spurning, en það koma enn dagar þar sem mann langar bara að gefast upp. Ég er orðin sérfræðingur í að þekkja sjálfa mig og vita hvað er gott fyrir mig og hvað ekki. Ég veit hver geta mín og takmörk eru, hæfileiki sem ég er stanslaust að vinna í. Sem betur fer gefst ég ekki auðveldlega upp og stefni á að ná langt í mínu lífi. Það væri þó fínt ef þeir sem væru að glíma við geðsjúkdóma þyrftu ekki alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir sínu.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Gott aðgengi er ekki kók í gleri Og alls ekki geimvísindi. 28. febrúar 2017 09:58 Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í kjölfar #égerekkitabú hafa fjölmargar frásagnir komið fram frá fólki sem hefur verið að glíma við ýmis geðræn vandamál. Þessi herferð gaf fólki kjarkinn og hugrekkið sem það hafði ekki áður til að taka fyrsta skrefið og leita sér hjálpar. Þegar ég var yngri lenti ég í áföllum sem gerðu það að verkum að í dag glími ég við þunglyndi og áfallastreituröskun. Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. Eðlileg. Það er eiginleiki sem ég hef alltaf viljað hafa. Í hverju þunglyndiskasti hef ég óskað eftir að vera bara eðlileg. Að geta fundið útskýringu afhverju mér líður svona illa. En hvað er að vera eðlilegur? Öll erum við mismunandi og erum mörg að glíma við hluti sem aðrir hafa ekki hugmynd um. Ég hef alltaf leitast eftir þessari útópíu, þar sem ég get verið eins og allir hinir, en ég fatta það meira með hverjum degi að ég er alveg eðlileg. Það er bara svolítið erfitt að sannfæra hugann. Skólaganga mín hefur ekki verið auðveld, ekki frekar en annað í þessu lífi. Ég á enn það erfitt suma daga að ég kemst einfaldlega ekki framúr. Í grunnskóla og framhaldsskóla átti ég mjög erfitt oft á tíðum og var það mjög ábótavant hvernig skólastjórnendur tóku á því. Það virtist enginn trúa mér að ég væri að glíma við geðsjúkdóm, heldur væri ég bara að þykjast til að komast undan því að mæta í skólann. Í framhaldsskóla skilaði ég inn vottorði hverja einustu önn þess efnis að ég væri þunglynd en þrátt fyrir það fékk ég sífellt hótanir um brottrekstur vegna mætingar. Ég hefði aldrei komist svona langt í námi ef ég hefði ekki móður mína og systur að. Þær eru mitt eigið klapplið, það tekur nefnilega rosalega á að vera sífellt sökuð um lygar og ýkjur. Það eina sem ég þráði á þessum árum var að einhver myndi skilja mig og gefa mér það rými sem ég þurfti. Fyrir nokkrum árum, eftir mikla þrjósku og mótþróa af minni hálfu, fór ég í hugræna atferlismeðferð hjá geðdeild Landspítalans. Ég hafði áður verið á lyfjum sem voru einfaldlega ekki að gera nóg fyrir mig þótt þau hjálpuðu mikið. Allan þann tíma sem ég var í meðferð hafði ég hugsað mér að læknirinn myndi segja töfraorðin; “þú ert læknuð!” og líf mitt yrði dans á rósum. Það sem ég komst þó seinna að er sú staðreynd að ég muni líklegast aldrei læknast algjörlega. Ég er orðin sterkari, það er engin spurning, en það koma enn dagar þar sem mann langar bara að gefast upp. Ég er orðin sérfræðingur í að þekkja sjálfa mig og vita hvað er gott fyrir mig og hvað ekki. Ég veit hver geta mín og takmörk eru, hæfileiki sem ég er stanslaust að vinna í. Sem betur fer gefst ég ekki auðveldlega upp og stefni á að ná langt í mínu lífi. Það væri þó fínt ef þeir sem væru að glíma við geðsjúkdóma þyrftu ekki alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir sínu.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finna hér.
Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar