Að sætta sig við það að maður muni kannski aldrei „læknast“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2017 10:23 Í kjölfar #égerekkitabú hafa fjölmargar frásagnir komið fram frá fólki sem hefur verið að glíma við ýmis geðræn vandamál. Þessi herferð gaf fólki kjarkinn og hugrekkið sem það hafði ekki áður til að taka fyrsta skrefið og leita sér hjálpar. Þegar ég var yngri lenti ég í áföllum sem gerðu það að verkum að í dag glími ég við þunglyndi og áfallastreituröskun. Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. Eðlileg. Það er eiginleiki sem ég hef alltaf viljað hafa. Í hverju þunglyndiskasti hef ég óskað eftir að vera bara eðlileg. Að geta fundið útskýringu afhverju mér líður svona illa. En hvað er að vera eðlilegur? Öll erum við mismunandi og erum mörg að glíma við hluti sem aðrir hafa ekki hugmynd um. Ég hef alltaf leitast eftir þessari útópíu, þar sem ég get verið eins og allir hinir, en ég fatta það meira með hverjum degi að ég er alveg eðlileg. Það er bara svolítið erfitt að sannfæra hugann. Skólaganga mín hefur ekki verið auðveld, ekki frekar en annað í þessu lífi. Ég á enn það erfitt suma daga að ég kemst einfaldlega ekki framúr. Í grunnskóla og framhaldsskóla átti ég mjög erfitt oft á tíðum og var það mjög ábótavant hvernig skólastjórnendur tóku á því. Það virtist enginn trúa mér að ég væri að glíma við geðsjúkdóm, heldur væri ég bara að þykjast til að komast undan því að mæta í skólann. Í framhaldsskóla skilaði ég inn vottorði hverja einustu önn þess efnis að ég væri þunglynd en þrátt fyrir það fékk ég sífellt hótanir um brottrekstur vegna mætingar. Ég hefði aldrei komist svona langt í námi ef ég hefði ekki móður mína og systur að. Þær eru mitt eigið klapplið, það tekur nefnilega rosalega á að vera sífellt sökuð um lygar og ýkjur. Það eina sem ég þráði á þessum árum var að einhver myndi skilja mig og gefa mér það rými sem ég þurfti. Fyrir nokkrum árum, eftir mikla þrjósku og mótþróa af minni hálfu, fór ég í hugræna atferlismeðferð hjá geðdeild Landspítalans. Ég hafði áður verið á lyfjum sem voru einfaldlega ekki að gera nóg fyrir mig þótt þau hjálpuðu mikið. Allan þann tíma sem ég var í meðferð hafði ég hugsað mér að læknirinn myndi segja töfraorðin; “þú ert læknuð!” og líf mitt yrði dans á rósum. Það sem ég komst þó seinna að er sú staðreynd að ég muni líklegast aldrei læknast algjörlega. Ég er orðin sterkari, það er engin spurning, en það koma enn dagar þar sem mann langar bara að gefast upp. Ég er orðin sérfræðingur í að þekkja sjálfa mig og vita hvað er gott fyrir mig og hvað ekki. Ég veit hver geta mín og takmörk eru, hæfileiki sem ég er stanslaust að vinna í. Sem betur fer gefst ég ekki auðveldlega upp og stefni á að ná langt í mínu lífi. Það væri þó fínt ef þeir sem væru að glíma við geðsjúkdóma þyrftu ekki alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir sínu.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Gott aðgengi er ekki kók í gleri Og alls ekki geimvísindi. 28. febrúar 2017 09:58 Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í kjölfar #égerekkitabú hafa fjölmargar frásagnir komið fram frá fólki sem hefur verið að glíma við ýmis geðræn vandamál. Þessi herferð gaf fólki kjarkinn og hugrekkið sem það hafði ekki áður til að taka fyrsta skrefið og leita sér hjálpar. Þegar ég var yngri lenti ég í áföllum sem gerðu það að verkum að í dag glími ég við þunglyndi og áfallastreituröskun. Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. Eðlileg. Það er eiginleiki sem ég hef alltaf viljað hafa. Í hverju þunglyndiskasti hef ég óskað eftir að vera bara eðlileg. Að geta fundið útskýringu afhverju mér líður svona illa. En hvað er að vera eðlilegur? Öll erum við mismunandi og erum mörg að glíma við hluti sem aðrir hafa ekki hugmynd um. Ég hef alltaf leitast eftir þessari útópíu, þar sem ég get verið eins og allir hinir, en ég fatta það meira með hverjum degi að ég er alveg eðlileg. Það er bara svolítið erfitt að sannfæra hugann. Skólaganga mín hefur ekki verið auðveld, ekki frekar en annað í þessu lífi. Ég á enn það erfitt suma daga að ég kemst einfaldlega ekki framúr. Í grunnskóla og framhaldsskóla átti ég mjög erfitt oft á tíðum og var það mjög ábótavant hvernig skólastjórnendur tóku á því. Það virtist enginn trúa mér að ég væri að glíma við geðsjúkdóm, heldur væri ég bara að þykjast til að komast undan því að mæta í skólann. Í framhaldsskóla skilaði ég inn vottorði hverja einustu önn þess efnis að ég væri þunglynd en þrátt fyrir það fékk ég sífellt hótanir um brottrekstur vegna mætingar. Ég hefði aldrei komist svona langt í námi ef ég hefði ekki móður mína og systur að. Þær eru mitt eigið klapplið, það tekur nefnilega rosalega á að vera sífellt sökuð um lygar og ýkjur. Það eina sem ég þráði á þessum árum var að einhver myndi skilja mig og gefa mér það rými sem ég þurfti. Fyrir nokkrum árum, eftir mikla þrjósku og mótþróa af minni hálfu, fór ég í hugræna atferlismeðferð hjá geðdeild Landspítalans. Ég hafði áður verið á lyfjum sem voru einfaldlega ekki að gera nóg fyrir mig þótt þau hjálpuðu mikið. Allan þann tíma sem ég var í meðferð hafði ég hugsað mér að læknirinn myndi segja töfraorðin; “þú ert læknuð!” og líf mitt yrði dans á rósum. Það sem ég komst þó seinna að er sú staðreynd að ég muni líklegast aldrei læknast algjörlega. Ég er orðin sterkari, það er engin spurning, en það koma enn dagar þar sem mann langar bara að gefast upp. Ég er orðin sérfræðingur í að þekkja sjálfa mig og vita hvað er gott fyrir mig og hvað ekki. Ég veit hver geta mín og takmörk eru, hæfileiki sem ég er stanslaust að vinna í. Sem betur fer gefst ég ekki auðveldlega upp og stefni á að ná langt í mínu lífi. Það væri þó fínt ef þeir sem væru að glíma við geðsjúkdóma þyrftu ekki alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir sínu.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finna hér.
Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar