Aðgengilegt nám Embla Orradóttir Dofradóttir skrifar 2. mars 2017 10:36 Undanfarin misseri hafa nemendur háskólans í auknum mæli lagt fram kröfur um að fyrirlestrar sem kenndir eru séu teknir upp og settir á internetið. Misháar gagnrýnisraddir hafa heyrst sem flestar snúa að óþægindum sem upptökurnar kunna að valda kennurum, en þar ber hæst aukið ólaunað vinnuálag og möguleikinn á að orðræða misskiljist og verði notuð gegn þeim. Þetta eru vissulega vankantar sem ber að athuga, en er réttlætanlegt að nota þá sem rök fyrir því að hafa fyrirlestra óaðgengilega? Í þessum pistli verður sýnt fram á mikilvægi þess að fyrirlestrar séu teknir upp og birtir nemendum á netinu, frá sjónarhornum sem ekki liggja endilega í augum uppi. Augljóst er að upptökurnar geta nýst hverjum sem er, þegar upp koma veikindi og nemandi forfallast til skemmri tíma. Það er þó margt sem getur valdið forföllum annað en flensa eða magakveisa. Langvinn veikindi eru þar á meðal, og valda oft ítrekuðum forföllum. Nemendur sem glíma til að mynda við gigtarsjúkdóma, taugasjúkdóma, sjálfsofnæmissjúkdóma, geðræna sjúkdóma svo sem þunglyndi, kvíða og félagskvíða, geta í fæstum tilfellum gengið út frá því að heilsan sé þeim í hag dag frá degi, enda eru þessir sjúkdómar síbreytilegir og óútreiknanlegir. Ómögulegt er að segja til um hvort að verkjadagur verði á miðvikudaginn eða hvort kvíðakast láti á sér kræla seinnipartinn á morgun, stundum helst manni heilsa heilu vikurnar í senn og svo skyndilega hrakar henni fyrirvaralaust. Það eru þó ekki aðeins sjúkdómarnir sjálfir sem geta aftrað nemendum frá því að sækja tíma, heldur eru meðferðarúrræði í langflestum tilfellum í boði á skóla- og vinnutíma. Þetta á við um sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sálfræðinga, lækna og aðra sérfræðinga. Fólk er þá tilneytt til að velja og hafna, heilsu eða menntun. Þetta er blákaldur veruleiki, og á meðan ég skrifa þessa grein hefur vinur minn sem glímir við félagskvíða samband við lækninn sinn og þarf að afþakka meðferðarúrræði sem honum býðst og þarf nauðsynlega á að halda, vegna þess að tímasetningarnar skarast á við þá tvo tíma sem hann sækir sem ekki eru teknir upp. Það eru hinsvegar ekki bara í tilfellum þar sem nemendur forfallast sem upptökur fyrirlestra geta nýst þeim. Nemendum sem lifa með athyglisbresti, með eða án ofvirkni, getur verið mikil björg að geta horft á fyrirlesturinn aftur þar sem einbeitingin er oft skeikul og reynst getur erfitt að meðtaka og festa upplýsingar í minni við langa setu í kennslustofu. Nemendur með heyrnarskerðingar eiga oft erfitt með að heyra hvað kennarinn segir, og eiga til að veltast úr lestinni skapist einhverjar umræður. Þessum nemendum reynist einstaklega gagnlegt að geta horft á fyrirlestra aftur í einrúmi og hækkað hljóðið svo að þeir geti heyrt það sem fram fer. Að auki er það þekkt staðreynd að margar stofur háskólans eru líkamlega óaðgengilegar, bæði fólki sem notar hjólastóla og önnur tæki, sem og fólki sem á til að mynda erfitt um gang eða á bágt með að sitja. Það þarf þó ekki að glíma við nokkurskonar námsörðugleika, sjúkdóma eða aðrar hamlanir til að geta notið góðs af upptökum á fyrirlestrum, en nemendur á háskólastigi hafa flestir, ef ekki allir, metnað fyrir því náminu sem þeir stunda og nýta sér nú þegar þá fyrirlestra sem teknir eru upp og settir inn á netið. Með upptöku allra fyrirlestra sem aðgengilegir yrðu á netinu, ættu allir nemendur jafna möguleika á að nýta sér þá við vinnslu verkefna og ritgerðaskrif og þar með dýpkað skilning sinn á náminu og í kjölfarið náð betri árangri, sem loks skilar sér í faglegri vinnubrögðum þegar út á vinnumarkað er komið. Ennfremur eru fjölmargir sem vilja sækja sér menntun en þurfa vegna bágrar fjárhagsstöðu að stunda fulla vinnu og jafnvel yfirvinnu til að geta séð sér farborða. Með upptökum af fyrirlestrum á netinu yrði háskólanám þeim aðgengilegt. Það liggur því í augum uppi að með því að taka upp fyrirlestra í Háskóla Íslands og gera þá aðgengilega nemendum á netinu hefði ekki eingöngu gífurlega jákvæð áhrif á háskólasamfélagið, heldur einnig á samfélagið í heild sinni.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Gott aðgengi er ekki kók í gleri Og alls ekki geimvísindi. 28. febrúar 2017 09:58 Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26 Að sætta sig við það að maður muni kannski aldrei „læknast“ Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. 1. mars 2017 10:23 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa nemendur háskólans í auknum mæli lagt fram kröfur um að fyrirlestrar sem kenndir eru séu teknir upp og settir á internetið. Misháar gagnrýnisraddir hafa heyrst sem flestar snúa að óþægindum sem upptökurnar kunna að valda kennurum, en þar ber hæst aukið ólaunað vinnuálag og möguleikinn á að orðræða misskiljist og verði notuð gegn þeim. Þetta eru vissulega vankantar sem ber að athuga, en er réttlætanlegt að nota þá sem rök fyrir því að hafa fyrirlestra óaðgengilega? Í þessum pistli verður sýnt fram á mikilvægi þess að fyrirlestrar séu teknir upp og birtir nemendum á netinu, frá sjónarhornum sem ekki liggja endilega í augum uppi. Augljóst er að upptökurnar geta nýst hverjum sem er, þegar upp koma veikindi og nemandi forfallast til skemmri tíma. Það er þó margt sem getur valdið forföllum annað en flensa eða magakveisa. Langvinn veikindi eru þar á meðal, og valda oft ítrekuðum forföllum. Nemendur sem glíma til að mynda við gigtarsjúkdóma, taugasjúkdóma, sjálfsofnæmissjúkdóma, geðræna sjúkdóma svo sem þunglyndi, kvíða og félagskvíða, geta í fæstum tilfellum gengið út frá því að heilsan sé þeim í hag dag frá degi, enda eru þessir sjúkdómar síbreytilegir og óútreiknanlegir. Ómögulegt er að segja til um hvort að verkjadagur verði á miðvikudaginn eða hvort kvíðakast láti á sér kræla seinnipartinn á morgun, stundum helst manni heilsa heilu vikurnar í senn og svo skyndilega hrakar henni fyrirvaralaust. Það eru þó ekki aðeins sjúkdómarnir sjálfir sem geta aftrað nemendum frá því að sækja tíma, heldur eru meðferðarúrræði í langflestum tilfellum í boði á skóla- og vinnutíma. Þetta á við um sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sálfræðinga, lækna og aðra sérfræðinga. Fólk er þá tilneytt til að velja og hafna, heilsu eða menntun. Þetta er blákaldur veruleiki, og á meðan ég skrifa þessa grein hefur vinur minn sem glímir við félagskvíða samband við lækninn sinn og þarf að afþakka meðferðarúrræði sem honum býðst og þarf nauðsynlega á að halda, vegna þess að tímasetningarnar skarast á við þá tvo tíma sem hann sækir sem ekki eru teknir upp. Það eru hinsvegar ekki bara í tilfellum þar sem nemendur forfallast sem upptökur fyrirlestra geta nýst þeim. Nemendum sem lifa með athyglisbresti, með eða án ofvirkni, getur verið mikil björg að geta horft á fyrirlesturinn aftur þar sem einbeitingin er oft skeikul og reynst getur erfitt að meðtaka og festa upplýsingar í minni við langa setu í kennslustofu. Nemendur með heyrnarskerðingar eiga oft erfitt með að heyra hvað kennarinn segir, og eiga til að veltast úr lestinni skapist einhverjar umræður. Þessum nemendum reynist einstaklega gagnlegt að geta horft á fyrirlestra aftur í einrúmi og hækkað hljóðið svo að þeir geti heyrt það sem fram fer. Að auki er það þekkt staðreynd að margar stofur háskólans eru líkamlega óaðgengilegar, bæði fólki sem notar hjólastóla og önnur tæki, sem og fólki sem á til að mynda erfitt um gang eða á bágt með að sitja. Það þarf þó ekki að glíma við nokkurskonar námsörðugleika, sjúkdóma eða aðrar hamlanir til að geta notið góðs af upptökum á fyrirlestrum, en nemendur á háskólastigi hafa flestir, ef ekki allir, metnað fyrir því náminu sem þeir stunda og nýta sér nú þegar þá fyrirlestra sem teknir eru upp og settir inn á netið. Með upptöku allra fyrirlestra sem aðgengilegir yrðu á netinu, ættu allir nemendur jafna möguleika á að nýta sér þá við vinnslu verkefna og ritgerðaskrif og þar með dýpkað skilning sinn á náminu og í kjölfarið náð betri árangri, sem loks skilar sér í faglegri vinnubrögðum þegar út á vinnumarkað er komið. Ennfremur eru fjölmargir sem vilja sækja sér menntun en þurfa vegna bágrar fjárhagsstöðu að stunda fulla vinnu og jafnvel yfirvinnu til að geta séð sér farborða. Með upptökum af fyrirlestrum á netinu yrði háskólanám þeim aðgengilegt. Það liggur því í augum uppi að með því að taka upp fyrirlestra í Háskóla Íslands og gera þá aðgengilega nemendum á netinu hefði ekki eingöngu gífurlega jákvæð áhrif á háskólasamfélagið, heldur einnig á samfélagið í heild sinni.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finna hér.
Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26
Að sætta sig við það að maður muni kannski aldrei „læknast“ Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. 1. mars 2017 10:23
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun