Aðgengilegt nám Embla Orradóttir Dofradóttir skrifar 2. mars 2017 10:36 Undanfarin misseri hafa nemendur háskólans í auknum mæli lagt fram kröfur um að fyrirlestrar sem kenndir eru séu teknir upp og settir á internetið. Misháar gagnrýnisraddir hafa heyrst sem flestar snúa að óþægindum sem upptökurnar kunna að valda kennurum, en þar ber hæst aukið ólaunað vinnuálag og möguleikinn á að orðræða misskiljist og verði notuð gegn þeim. Þetta eru vissulega vankantar sem ber að athuga, en er réttlætanlegt að nota þá sem rök fyrir því að hafa fyrirlestra óaðgengilega? Í þessum pistli verður sýnt fram á mikilvægi þess að fyrirlestrar séu teknir upp og birtir nemendum á netinu, frá sjónarhornum sem ekki liggja endilega í augum uppi. Augljóst er að upptökurnar geta nýst hverjum sem er, þegar upp koma veikindi og nemandi forfallast til skemmri tíma. Það er þó margt sem getur valdið forföllum annað en flensa eða magakveisa. Langvinn veikindi eru þar á meðal, og valda oft ítrekuðum forföllum. Nemendur sem glíma til að mynda við gigtarsjúkdóma, taugasjúkdóma, sjálfsofnæmissjúkdóma, geðræna sjúkdóma svo sem þunglyndi, kvíða og félagskvíða, geta í fæstum tilfellum gengið út frá því að heilsan sé þeim í hag dag frá degi, enda eru þessir sjúkdómar síbreytilegir og óútreiknanlegir. Ómögulegt er að segja til um hvort að verkjadagur verði á miðvikudaginn eða hvort kvíðakast láti á sér kræla seinnipartinn á morgun, stundum helst manni heilsa heilu vikurnar í senn og svo skyndilega hrakar henni fyrirvaralaust. Það eru þó ekki aðeins sjúkdómarnir sjálfir sem geta aftrað nemendum frá því að sækja tíma, heldur eru meðferðarúrræði í langflestum tilfellum í boði á skóla- og vinnutíma. Þetta á við um sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sálfræðinga, lækna og aðra sérfræðinga. Fólk er þá tilneytt til að velja og hafna, heilsu eða menntun. Þetta er blákaldur veruleiki, og á meðan ég skrifa þessa grein hefur vinur minn sem glímir við félagskvíða samband við lækninn sinn og þarf að afþakka meðferðarúrræði sem honum býðst og þarf nauðsynlega á að halda, vegna þess að tímasetningarnar skarast á við þá tvo tíma sem hann sækir sem ekki eru teknir upp. Það eru hinsvegar ekki bara í tilfellum þar sem nemendur forfallast sem upptökur fyrirlestra geta nýst þeim. Nemendum sem lifa með athyglisbresti, með eða án ofvirkni, getur verið mikil björg að geta horft á fyrirlesturinn aftur þar sem einbeitingin er oft skeikul og reynst getur erfitt að meðtaka og festa upplýsingar í minni við langa setu í kennslustofu. Nemendur með heyrnarskerðingar eiga oft erfitt með að heyra hvað kennarinn segir, og eiga til að veltast úr lestinni skapist einhverjar umræður. Þessum nemendum reynist einstaklega gagnlegt að geta horft á fyrirlestra aftur í einrúmi og hækkað hljóðið svo að þeir geti heyrt það sem fram fer. Að auki er það þekkt staðreynd að margar stofur háskólans eru líkamlega óaðgengilegar, bæði fólki sem notar hjólastóla og önnur tæki, sem og fólki sem á til að mynda erfitt um gang eða á bágt með að sitja. Það þarf þó ekki að glíma við nokkurskonar námsörðugleika, sjúkdóma eða aðrar hamlanir til að geta notið góðs af upptökum á fyrirlestrum, en nemendur á háskólastigi hafa flestir, ef ekki allir, metnað fyrir því náminu sem þeir stunda og nýta sér nú þegar þá fyrirlestra sem teknir eru upp og settir inn á netið. Með upptöku allra fyrirlestra sem aðgengilegir yrðu á netinu, ættu allir nemendur jafna möguleika á að nýta sér þá við vinnslu verkefna og ritgerðaskrif og þar með dýpkað skilning sinn á náminu og í kjölfarið náð betri árangri, sem loks skilar sér í faglegri vinnubrögðum þegar út á vinnumarkað er komið. Ennfremur eru fjölmargir sem vilja sækja sér menntun en þurfa vegna bágrar fjárhagsstöðu að stunda fulla vinnu og jafnvel yfirvinnu til að geta séð sér farborða. Með upptökum af fyrirlestrum á netinu yrði háskólanám þeim aðgengilegt. Það liggur því í augum uppi að með því að taka upp fyrirlestra í Háskóla Íslands og gera þá aðgengilega nemendum á netinu hefði ekki eingöngu gífurlega jákvæð áhrif á háskólasamfélagið, heldur einnig á samfélagið í heild sinni.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Gott aðgengi er ekki kók í gleri Og alls ekki geimvísindi. 28. febrúar 2017 09:58 Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26 Að sætta sig við það að maður muni kannski aldrei „læknast“ Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. 1. mars 2017 10:23 Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa nemendur háskólans í auknum mæli lagt fram kröfur um að fyrirlestrar sem kenndir eru séu teknir upp og settir á internetið. Misháar gagnrýnisraddir hafa heyrst sem flestar snúa að óþægindum sem upptökurnar kunna að valda kennurum, en þar ber hæst aukið ólaunað vinnuálag og möguleikinn á að orðræða misskiljist og verði notuð gegn þeim. Þetta eru vissulega vankantar sem ber að athuga, en er réttlætanlegt að nota þá sem rök fyrir því að hafa fyrirlestra óaðgengilega? Í þessum pistli verður sýnt fram á mikilvægi þess að fyrirlestrar séu teknir upp og birtir nemendum á netinu, frá sjónarhornum sem ekki liggja endilega í augum uppi. Augljóst er að upptökurnar geta nýst hverjum sem er, þegar upp koma veikindi og nemandi forfallast til skemmri tíma. Það er þó margt sem getur valdið forföllum annað en flensa eða magakveisa. Langvinn veikindi eru þar á meðal, og valda oft ítrekuðum forföllum. Nemendur sem glíma til að mynda við gigtarsjúkdóma, taugasjúkdóma, sjálfsofnæmissjúkdóma, geðræna sjúkdóma svo sem þunglyndi, kvíða og félagskvíða, geta í fæstum tilfellum gengið út frá því að heilsan sé þeim í hag dag frá degi, enda eru þessir sjúkdómar síbreytilegir og óútreiknanlegir. Ómögulegt er að segja til um hvort að verkjadagur verði á miðvikudaginn eða hvort kvíðakast láti á sér kræla seinnipartinn á morgun, stundum helst manni heilsa heilu vikurnar í senn og svo skyndilega hrakar henni fyrirvaralaust. Það eru þó ekki aðeins sjúkdómarnir sjálfir sem geta aftrað nemendum frá því að sækja tíma, heldur eru meðferðarúrræði í langflestum tilfellum í boði á skóla- og vinnutíma. Þetta á við um sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sálfræðinga, lækna og aðra sérfræðinga. Fólk er þá tilneytt til að velja og hafna, heilsu eða menntun. Þetta er blákaldur veruleiki, og á meðan ég skrifa þessa grein hefur vinur minn sem glímir við félagskvíða samband við lækninn sinn og þarf að afþakka meðferðarúrræði sem honum býðst og þarf nauðsynlega á að halda, vegna þess að tímasetningarnar skarast á við þá tvo tíma sem hann sækir sem ekki eru teknir upp. Það eru hinsvegar ekki bara í tilfellum þar sem nemendur forfallast sem upptökur fyrirlestra geta nýst þeim. Nemendum sem lifa með athyglisbresti, með eða án ofvirkni, getur verið mikil björg að geta horft á fyrirlesturinn aftur þar sem einbeitingin er oft skeikul og reynst getur erfitt að meðtaka og festa upplýsingar í minni við langa setu í kennslustofu. Nemendur með heyrnarskerðingar eiga oft erfitt með að heyra hvað kennarinn segir, og eiga til að veltast úr lestinni skapist einhverjar umræður. Þessum nemendum reynist einstaklega gagnlegt að geta horft á fyrirlestra aftur í einrúmi og hækkað hljóðið svo að þeir geti heyrt það sem fram fer. Að auki er það þekkt staðreynd að margar stofur háskólans eru líkamlega óaðgengilegar, bæði fólki sem notar hjólastóla og önnur tæki, sem og fólki sem á til að mynda erfitt um gang eða á bágt með að sitja. Það þarf þó ekki að glíma við nokkurskonar námsörðugleika, sjúkdóma eða aðrar hamlanir til að geta notið góðs af upptökum á fyrirlestrum, en nemendur á háskólastigi hafa flestir, ef ekki allir, metnað fyrir því náminu sem þeir stunda og nýta sér nú þegar þá fyrirlestra sem teknir eru upp og settir inn á netið. Með upptöku allra fyrirlestra sem aðgengilegir yrðu á netinu, ættu allir nemendur jafna möguleika á að nýta sér þá við vinnslu verkefna og ritgerðaskrif og þar með dýpkað skilning sinn á náminu og í kjölfarið náð betri árangri, sem loks skilar sér í faglegri vinnubrögðum þegar út á vinnumarkað er komið. Ennfremur eru fjölmargir sem vilja sækja sér menntun en þurfa vegna bágrar fjárhagsstöðu að stunda fulla vinnu og jafnvel yfirvinnu til að geta séð sér farborða. Með upptökum af fyrirlestrum á netinu yrði háskólanám þeim aðgengilegt. Það liggur því í augum uppi að með því að taka upp fyrirlestra í Háskóla Íslands og gera þá aðgengilega nemendum á netinu hefði ekki eingöngu gífurlega jákvæð áhrif á háskólasamfélagið, heldur einnig á samfélagið í heild sinni.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finna hér.
Við þurfum öll að pissa Kannski ættum við að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? 27. febrúar 2017 10:26
Að sætta sig við það að maður muni kannski aldrei „læknast“ Ég var reitt barn. Reið út í heiminn, reið út í fólkið sem gerði mér illt og reið út í sjálfa mig fyrir að geta ekki verið eðlileg. 1. mars 2017 10:23
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun