Við þurfum öll að pissa Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 10:26 Hafið þið ekki öll séð myndina af eldri konunni með skiltið sem stendur á: „I don’t believe I still have to protest this shit“? Mér líður stundum þannig þegar ég er að ræða transmálefni eða færa rök fyrir mínu máli. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er til þess að ræða mikilvægi þess að í boði séu kynlaus klósett og að nemendur í Háskóla Íslands sem eru trans geti fengið að notast við rétt nafn innan kerfisins, burtséð frá því hvert lagalegt nafn þeirra kunni að vera. Fyrir mér er það afskaplega sjálfsagt mál og í raun mikilvægt til að tryggja öryggi trans fólks innan háskólans. Trans fólk verður oft fyrir áreiti á almenningsklósettum, sem getur verið misalvarlegt. Það er samt algengast að fólk rekist á það sem ég kýs að kalla kynjalöggur. Kynjalöggur er svona fólk sem skiptir sér af því hvaða fólk er inn á klósettinu og heldur að það sé svaka harðkjarna að benda manneskju á að hún sé nú örugglega ekki á réttu klósetti því þeim finnst hún vera of karlmannleg eða kvenleg. Ég held að við séum öll fullfær um að velja það klósett sem hentar okkur. Kannski við ættum að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta þeim frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? Sömuleiðis er það rosalega kvíðavaldandi og óþæginlegt að þurfa í sífellu að útskýra fyrir bláókunnugum samnemendum eða kennurum að þú sért trans vegna þess að lagalega nafnið þitt er ekki lengur það nafn sem þú notar. Hvað þá um þá martröð að vera sett í hópavinnu sem var alveg nógu slæm fyrir? „Hæ krakkar, já sko ég heiti enn lagalega Valur en heiti núna Ugla. Eruði ekki annars öll hress?“ En öllu glensi sleppt, þá tel ég rosalega mikilvægt að verði í boði kynlaus klósett í Háskóla Íslands og ætti það að vera standard í nýbyggingum háskólans, ásamt því að öll klósett séu gerð aðgengileg fyrir fatlað fólk. Hafiði annars tekið eftir því að klósett fyrir fatlað fólk eru aldrei kynjaskipt? Pælið aðeins í því. Sömuleiðis fagna ég því að það sé í boði að nemendur geti fengið að notast við rétt nafn í kerfi háskólans. Það er mikilvægt skref í að tryggja öryggi og persónuvernd nemenda. Að tryggja að klósett aðstaða sé aðgengileg fyrir alla nemendur og að þau geti notað rétt nafn er því prinsipp mál sem fellur að jafnréttisáætlun skólans og er engin ástæða fyrir því að slíkt eigi ekki að vera. Það er einfaldlega jafnréttismál. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finnahér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Hafið þið ekki öll séð myndina af eldri konunni með skiltið sem stendur á: „I don’t believe I still have to protest this shit“? Mér líður stundum þannig þegar ég er að ræða transmálefni eða færa rök fyrir mínu máli. Ástæða þess að ég skrifa þessa grein er til þess að ræða mikilvægi þess að í boði séu kynlaus klósett og að nemendur í Háskóla Íslands sem eru trans geti fengið að notast við rétt nafn innan kerfisins, burtséð frá því hvert lagalegt nafn þeirra kunni að vera. Fyrir mér er það afskaplega sjálfsagt mál og í raun mikilvægt til að tryggja öryggi trans fólks innan háskólans. Trans fólk verður oft fyrir áreiti á almenningsklósettum, sem getur verið misalvarlegt. Það er samt algengast að fólk rekist á það sem ég kýs að kalla kynjalöggur. Kynjalöggur er svona fólk sem skiptir sér af því hvaða fólk er inn á klósettinu og heldur að það sé svaka harðkjarna að benda manneskju á að hún sé nú örugglega ekki á réttu klósetti því þeim finnst hún vera of karlmannleg eða kvenleg. Ég held að við séum öll fullfær um að velja það klósett sem hentar okkur. Kannski við ættum að hætta þessari þrálátu kynjaskiptingu og skipta þeim frekar upp í klósett þar sem fólk fær að pissa í friði og klósett þar sem fólk getur áreitt hvort annað? Sömuleiðis er það rosalega kvíðavaldandi og óþæginlegt að þurfa í sífellu að útskýra fyrir bláókunnugum samnemendum eða kennurum að þú sért trans vegna þess að lagalega nafnið þitt er ekki lengur það nafn sem þú notar. Hvað þá um þá martröð að vera sett í hópavinnu sem var alveg nógu slæm fyrir? „Hæ krakkar, já sko ég heiti enn lagalega Valur en heiti núna Ugla. Eruði ekki annars öll hress?“ En öllu glensi sleppt, þá tel ég rosalega mikilvægt að verði í boði kynlaus klósett í Háskóla Íslands og ætti það að vera standard í nýbyggingum háskólans, ásamt því að öll klósett séu gerð aðgengileg fyrir fatlað fólk. Hafiði annars tekið eftir því að klósett fyrir fatlað fólk eru aldrei kynjaskipt? Pælið aðeins í því. Sömuleiðis fagna ég því að það sé í boði að nemendur geti fengið að notast við rétt nafn í kerfi háskólans. Það er mikilvægt skref í að tryggja öryggi og persónuvernd nemenda. Að tryggja að klósett aðstaða sé aðgengileg fyrir alla nemendur og að þau geti notað rétt nafn er því prinsipp mál sem fellur að jafnréttisáætlun skólans og er engin ástæða fyrir því að slíkt eigi ekki að vera. Það er einfaldlega jafnréttismál. Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Litlu jafnréttisdaga jafnréttisnefndar SHÍ sem standa yfir dagana 27. febrúar. - 3. mars. Dagskrá má finnahér.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun