Helmingur námskeiða í framhaldsnámi í jarðfræði skorinn niður vegna fjársveltis Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2017 19:00 Jarðvísindadeild Háskóla Íslands er í slíku fjársvelti að fella hefur þurft niður helming námskeiða í framhaldsnámi við deildina. Deildarforseti segir að fram haldi sem horfir muni Íslendingar glata ákveðinni forystu í jarðvísindum í heiminum og missa mikilvæga sérfræðinga frá útlöndum sem annars kæmu hingað til framhaldsnáms. Ísland er í raun ein risavaxin tilraunastöð í jarðvísindum. Maður myndi ætla að jarðvísindi stæðu í miklum blóma við Háskóla Íslands. En nú er staðan hins vegar þannig að óbreyttu að ekki verður hægt að ráða í stöður helstu sérfræðinga jarðvísindadeildar þegar þeir láta af störfum sökum aldurs. Deildarstjóri jarðvísindadeildar segir fjárframlög ekki hafa fylgt almennum launahækkunum í þjóðfélaginu sem þýði að lítið sé eftir til starfsemi deildarinnar þegar búið sé að greiða launin. Hvað hefur það þýtt fyrir deildina? Það þýðir það í okkar tilfelli að við höfum skorið niður kennslumagnið um 15 prósent og hvað þýðir það? „Það þýðir að við erum að fella niður nálægt því helminginn af þeim námskeiðum sem við kennum í framhaldsnámi á þessu ári. Og það bítur,“ segir Magnús Tumi. Fátt er Íslendingum og umheiminum mikilvægara í jarðvísindum en þekkja og rannsaka náttúruöflin í iðrum jarðar. Magnús Tumi segir fjársveltið þungt högg gagnvart uppbyggingu á öflugu framhaldsnámi við deildina á undanförnum árum. Fjöldi nemenda frá öðrum löndum sæki í framhaldsnám við deildina en nú sé verið að höggva í ræturna á því uppbyggingarstarfi.Alþjóðleg forysta í hættu „Við getum sagt að við séum að byggja upp tengsla- og vinanet um allan heim með þessum nemendu. En fyrir skólann og fyrir Ísland er þetta fólk að vinna alls konar rannsóknir. Ísland er svo stórt og við erum svo fá, þannig að þetta eru alls konar rannsóknir sem nýtast okkur vel. Meðal annars vegna þessa hafi jarðvísindadeild gengið vel að fá erlenda styrki til vísindarannsókna. „Og það eru peningar inn í hagkerfið. Fyrir utan þann ávinning sem hefst af þeim rannsóknum sem gerðar eru,“ segir Magnús Tumi. Fjöldi nemdenda kemur hingað á styrkjum frá öðrum löndum en þá verði líka að hafa fjölbreytt námskeið í boði fyrir þá og kennara til að leiðbeina þeim. „Ég get bara tekið sem dæmi Pál Einarsson prófessor, sem er einn okkar þekktasti jarðvísindamaður, hann er að hætta núna vegna aldurs og við höfum ekki peninga til að ráða í staðinn fyrir hann,“ segir Magnús Tumi og segir dæmin vera fleiri. „En ef þetta verður viðvarandi ástand þá náttúrlega molnar þetta niður og við missum okkar forystu á þessu sviði,“ segir deildarforsetinn. En ein þeirra sem nú er hér við frekara framhaldsnám og rannsóknir er doktor Stephanie Grocke sem er hér á Fullbright styrk. Hún segir mjög mikilvægt að komast hingað til náms vegna sérstöðu landsins. „Þetta er einstakt tækifæri bæði persónulega og fræðilega til að koma á svona öflugan stað. Með svona mikilli eldfjallavirkni,“ segir Stephanie. Við jarðvísindadeild séu einnig til staðar mjög hæfir vísindamenn til að vinna með. Ísland geti auðveldlega verið alþjóðleg miðstöð í jarðvísindum. „Jarðfræðin hér á Íslandi er ein sinnar tegundar og algerlega einstök á heimsvísu. Þannig að ef landið gæti verið meiri miðstöð í jarðvísindum fyrir heimsbyggðina tel ég að það myndi koma öllum til góða. Jafn jarðvísindafólki sem og námsmönnum um allan heim,“ segir Stephanie Grocke. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Jarðvísindadeild Háskóla Íslands er í slíku fjársvelti að fella hefur þurft niður helming námskeiða í framhaldsnámi við deildina. Deildarforseti segir að fram haldi sem horfir muni Íslendingar glata ákveðinni forystu í jarðvísindum í heiminum og missa mikilvæga sérfræðinga frá útlöndum sem annars kæmu hingað til framhaldsnáms. Ísland er í raun ein risavaxin tilraunastöð í jarðvísindum. Maður myndi ætla að jarðvísindi stæðu í miklum blóma við Háskóla Íslands. En nú er staðan hins vegar þannig að óbreyttu að ekki verður hægt að ráða í stöður helstu sérfræðinga jarðvísindadeildar þegar þeir láta af störfum sökum aldurs. Deildarstjóri jarðvísindadeildar segir fjárframlög ekki hafa fylgt almennum launahækkunum í þjóðfélaginu sem þýði að lítið sé eftir til starfsemi deildarinnar þegar búið sé að greiða launin. Hvað hefur það þýtt fyrir deildina? Það þýðir það í okkar tilfelli að við höfum skorið niður kennslumagnið um 15 prósent og hvað þýðir það? „Það þýðir að við erum að fella niður nálægt því helminginn af þeim námskeiðum sem við kennum í framhaldsnámi á þessu ári. Og það bítur,“ segir Magnús Tumi. Fátt er Íslendingum og umheiminum mikilvægara í jarðvísindum en þekkja og rannsaka náttúruöflin í iðrum jarðar. Magnús Tumi segir fjársveltið þungt högg gagnvart uppbyggingu á öflugu framhaldsnámi við deildina á undanförnum árum. Fjöldi nemenda frá öðrum löndum sæki í framhaldsnám við deildina en nú sé verið að höggva í ræturna á því uppbyggingarstarfi.Alþjóðleg forysta í hættu „Við getum sagt að við séum að byggja upp tengsla- og vinanet um allan heim með þessum nemendu. En fyrir skólann og fyrir Ísland er þetta fólk að vinna alls konar rannsóknir. Ísland er svo stórt og við erum svo fá, þannig að þetta eru alls konar rannsóknir sem nýtast okkur vel. Meðal annars vegna þessa hafi jarðvísindadeild gengið vel að fá erlenda styrki til vísindarannsókna. „Og það eru peningar inn í hagkerfið. Fyrir utan þann ávinning sem hefst af þeim rannsóknum sem gerðar eru,“ segir Magnús Tumi. Fjöldi nemdenda kemur hingað á styrkjum frá öðrum löndum en þá verði líka að hafa fjölbreytt námskeið í boði fyrir þá og kennara til að leiðbeina þeim. „Ég get bara tekið sem dæmi Pál Einarsson prófessor, sem er einn okkar þekktasti jarðvísindamaður, hann er að hætta núna vegna aldurs og við höfum ekki peninga til að ráða í staðinn fyrir hann,“ segir Magnús Tumi og segir dæmin vera fleiri. „En ef þetta verður viðvarandi ástand þá náttúrlega molnar þetta niður og við missum okkar forystu á þessu sviði,“ segir deildarforsetinn. En ein þeirra sem nú er hér við frekara framhaldsnám og rannsóknir er doktor Stephanie Grocke sem er hér á Fullbright styrk. Hún segir mjög mikilvægt að komast hingað til náms vegna sérstöðu landsins. „Þetta er einstakt tækifæri bæði persónulega og fræðilega til að koma á svona öflugan stað. Með svona mikilli eldfjallavirkni,“ segir Stephanie. Við jarðvísindadeild séu einnig til staðar mjög hæfir vísindamenn til að vinna með. Ísland geti auðveldlega verið alþjóðleg miðstöð í jarðvísindum. „Jarðfræðin hér á Íslandi er ein sinnar tegundar og algerlega einstök á heimsvísu. Þannig að ef landið gæti verið meiri miðstöð í jarðvísindum fyrir heimsbyggðina tel ég að það myndi koma öllum til góða. Jafn jarðvísindafólki sem og námsmönnum um allan heim,“ segir Stephanie Grocke.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira