Greindir karlmenn þurfa ekkert að vera í felum Benedikt Bóas skrifar 6. mars 2017 09:00 Þráinn Þorvaldsson, forsvarsmaður hópsins Frískir menn. Mynd/Þráinn Þorvaldsson Mottumars er hafinn og er átak Krabbameinsfélagsins nú helgað reykingum þó öll krabbamein karla séu einnig til umfjöllunar. Algengasta krabbamein karla er blöðruhálskirtilskrabbamein (BHKK) en að meðaltali greinast um fjórir karlmenn með BHKK í hverri viku. Þriðjungur þeirra sem greinast með krabbamein eru greindir með BHKK. Stuðningshópurinn Frískir menn, sem starfar innan Krabbameinsfélagsins, var stofnaður fyrir þremur árum. Í honum eru karlmenn sem hafa greinst með BHKK en velja virkt eftirlit í stað þess að fara í meðferð. Sé meinið staðbundið er hægt að fylgjast með viðkomandi og veita ekki meðferð nema sjúkdómurinn ágerist. Karlmenn eru með blöðruhálskirtil, ekki konur. Mikilvægasta hlutverk blöðruhálskirtilsins er að framleiða sáðvökva sem flytur sæðisfrumur. Mynd/KrabbameinsfélagiðÞráinn Þorvaldsson, forsvarsmaður hópsins, segir að hann sé einstakur á heimsvísu því hann sé fyrsti stuðningshópurinn í heiminum sem vitað er um að hafi verið stofnaður af mönnum sem velja virkt eftirlit. Allir aðrir stuðningshópar eru fyrir alla menn sem hafa greinst með BHKK. „Þegar ég greindist fyrir 12 árum þá var ekki mælt sérstaklega með að velja virkt eftirlit. En nú er þetta að verða viðurkenndari aðferð og reynslan af henni er mjög góð. Það hefur komið í ljós að alltof margir menn hafa farið í meðferð að óþörfu.“ Þráinn segir að hópurinn hafi átt frumkvæði að útgáfu vefrits sem nýlega kom út og birtist á vef Krabbameinsfélagsins og er fyrir þá karlmenn sem eru nýgreindir með BHKK. „Karlmenn sem greinast eru því miður oft í felum. Það eru til dæmi um að karlmenn hafi ekki sagt maka sínum frá því að þeir hafi verið greindir. Bæklingurinn á að hjálpa við að svara spurningum sem koma upp,“ segir Þráinn sem, ásamt Sigurði Skúlasyni hafði forgöngu um útgáfu bæklingsins. Velunnarasjóður Krabbameinsfélagsins styrkti útgáfuna og þýddi Þórunn M. Lárusdóttir hjúkrunarfræðingur efnið sem gefið var út af samtökunum Prostate Cancer í Bretlandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Sigurður Skúlason, leikari, kom einnig að því að bæklingur er nú aðgengilegur.vísir/stefán Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Mottumars er hafinn og er átak Krabbameinsfélagsins nú helgað reykingum þó öll krabbamein karla séu einnig til umfjöllunar. Algengasta krabbamein karla er blöðruhálskirtilskrabbamein (BHKK) en að meðaltali greinast um fjórir karlmenn með BHKK í hverri viku. Þriðjungur þeirra sem greinast með krabbamein eru greindir með BHKK. Stuðningshópurinn Frískir menn, sem starfar innan Krabbameinsfélagsins, var stofnaður fyrir þremur árum. Í honum eru karlmenn sem hafa greinst með BHKK en velja virkt eftirlit í stað þess að fara í meðferð. Sé meinið staðbundið er hægt að fylgjast með viðkomandi og veita ekki meðferð nema sjúkdómurinn ágerist. Karlmenn eru með blöðruhálskirtil, ekki konur. Mikilvægasta hlutverk blöðruhálskirtilsins er að framleiða sáðvökva sem flytur sæðisfrumur. Mynd/KrabbameinsfélagiðÞráinn Þorvaldsson, forsvarsmaður hópsins, segir að hann sé einstakur á heimsvísu því hann sé fyrsti stuðningshópurinn í heiminum sem vitað er um að hafi verið stofnaður af mönnum sem velja virkt eftirlit. Allir aðrir stuðningshópar eru fyrir alla menn sem hafa greinst með BHKK. „Þegar ég greindist fyrir 12 árum þá var ekki mælt sérstaklega með að velja virkt eftirlit. En nú er þetta að verða viðurkenndari aðferð og reynslan af henni er mjög góð. Það hefur komið í ljós að alltof margir menn hafa farið í meðferð að óþörfu.“ Þráinn segir að hópurinn hafi átt frumkvæði að útgáfu vefrits sem nýlega kom út og birtist á vef Krabbameinsfélagsins og er fyrir þá karlmenn sem eru nýgreindir með BHKK. „Karlmenn sem greinast eru því miður oft í felum. Það eru til dæmi um að karlmenn hafi ekki sagt maka sínum frá því að þeir hafi verið greindir. Bæklingurinn á að hjálpa við að svara spurningum sem koma upp,“ segir Þráinn sem, ásamt Sigurði Skúlasyni hafði forgöngu um útgáfu bæklingsins. Velunnarasjóður Krabbameinsfélagsins styrkti útgáfuna og þýddi Þórunn M. Lárusdóttir hjúkrunarfræðingur efnið sem gefið var út af samtökunum Prostate Cancer í Bretlandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Sigurður Skúlason, leikari, kom einnig að því að bæklingur er nú aðgengilegur.vísir/stefán
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning