Að kalla eftir umræðunni Heiðar Guðnason skrifar 6. mars 2017 10:45 Um daginn sá ég Bjarna Ben tala með munninum – eins og pólítíkusar eiga til að gera. Þarna var hann í stuttu innslagi hjá öðrum hvorum miðlinum sem hefur efni á því að senda fréttamann niður í ráðuneytið til að taka viðtal. Viðtalið sjálft snerist um einhverja skýrslu sem hann hafði – eða hafði ekki – trassað að skila. Eitthvað á þá leið að hann hefði vísvitandi haldið upplýsingum sem höfðu getað haft neikvæð áhrif á kosningabaráttuna. Svona eins og ég sagði stundum við foreldra mína þegar ég hafði fengið lélega einkunn í grunnskóla: „Nei, það eru bara ekki komnar niðurstöður úr prófinu ennþá, skrítið.“ Hvað með það, hvort sem að BB gerði eða gerði ekki það sem hann hefði átt að gera eða ekki gera skiptir ekki endilega máli akkúrat á þessari stundu. Það var var hins vegar eitt sem hann sagði í þessu viðtali sem stóð upp úr og sat eftir undir skelinni. Ég man ekki hvernig hann orðaði þetta nákvæmlega en eins og mig minnir (líklegast rangt) þá var hann að ítreka málstað sinn með miklum tilfinningum og síðan sagði hann orðrétt: „[…] ég kalla eftir umræðunni.“ Það hvernig hann notaði frasann að kalla eftir umræðunni fannst mér ekki endilega falla að því hvernig ég myndi vilja að frasinn yrði notaður. Ef mig minnir rétt (líklegast ekki þó) þá notaði háttvirtur forsætisráðherra frasann ég kalla eftir umræðunni eins og ef umræðan færi fram þá myndi hún staðfesta það sem hann hefði þegar sagt væri rétt. Ég held að það sé hægt að nota frasann á skilvirkari hátt, með ögn meiri auðmýkt. Tökum dæmi: Fyrir mjög skömmu rakst ég á þessa mynd á strætóskýli og mundi samstundis eftir grein sem ég hafði lesið fyrir nokkrum misserum. Greinin hét Hvar eru konurnar í byggingariðnaði og ég man að eftir að hafa lesið greinina fannst mér (líklegast byggt á misskilningi) að höfundur hefði ekki reynt að svara spurningunni almennilega. Hann hefði í raun bara sett fram góð rök fyrir ágæti fjölbreytni í byggingariðnaði án þess að kafa nægilega djúpt í ástæðuna á bakvið. Ég held að enginn einn viti ástæðuna af hverju það eru svona fáar konur í byggingariðnaði. Ég held hins vegar að það séu margir sem hver í sínu horni hafi einhverja vitneskju sem hulin er öðrum og með því að sameina þekkingarbrotum sé hægt að mála upp nokkuð góða heildarmynd af hlutunum. Þess vegna er það skynsamlegt að þegar maður er ekki viss um eitthvað að spyrja aðra hvort þeir viti eitthvað meira eða jafnvel betur um málið en maður gerir sjálfur. Í slíkum tilfellum, þegar maður hefur ekki (og veit af því) að maður hefur ekki allar upplýsingarnar til að skilja málið til hlítar er gott að spyrja aðra. Í slíkum tilfellum er gott að kalla eftir umræðunni, ekki þegar maður veit svarið. Ég veit ekki hvers vegna það eru svona fáar konur í byggingariðnaði en ég kalla eftir umræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Um daginn sá ég Bjarna Ben tala með munninum – eins og pólítíkusar eiga til að gera. Þarna var hann í stuttu innslagi hjá öðrum hvorum miðlinum sem hefur efni á því að senda fréttamann niður í ráðuneytið til að taka viðtal. Viðtalið sjálft snerist um einhverja skýrslu sem hann hafði – eða hafði ekki – trassað að skila. Eitthvað á þá leið að hann hefði vísvitandi haldið upplýsingum sem höfðu getað haft neikvæð áhrif á kosningabaráttuna. Svona eins og ég sagði stundum við foreldra mína þegar ég hafði fengið lélega einkunn í grunnskóla: „Nei, það eru bara ekki komnar niðurstöður úr prófinu ennþá, skrítið.“ Hvað með það, hvort sem að BB gerði eða gerði ekki það sem hann hefði átt að gera eða ekki gera skiptir ekki endilega máli akkúrat á þessari stundu. Það var var hins vegar eitt sem hann sagði í þessu viðtali sem stóð upp úr og sat eftir undir skelinni. Ég man ekki hvernig hann orðaði þetta nákvæmlega en eins og mig minnir (líklegast rangt) þá var hann að ítreka málstað sinn með miklum tilfinningum og síðan sagði hann orðrétt: „[…] ég kalla eftir umræðunni.“ Það hvernig hann notaði frasann að kalla eftir umræðunni fannst mér ekki endilega falla að því hvernig ég myndi vilja að frasinn yrði notaður. Ef mig minnir rétt (líklegast ekki þó) þá notaði háttvirtur forsætisráðherra frasann ég kalla eftir umræðunni eins og ef umræðan færi fram þá myndi hún staðfesta það sem hann hefði þegar sagt væri rétt. Ég held að það sé hægt að nota frasann á skilvirkari hátt, með ögn meiri auðmýkt. Tökum dæmi: Fyrir mjög skömmu rakst ég á þessa mynd á strætóskýli og mundi samstundis eftir grein sem ég hafði lesið fyrir nokkrum misserum. Greinin hét Hvar eru konurnar í byggingariðnaði og ég man að eftir að hafa lesið greinina fannst mér (líklegast byggt á misskilningi) að höfundur hefði ekki reynt að svara spurningunni almennilega. Hann hefði í raun bara sett fram góð rök fyrir ágæti fjölbreytni í byggingariðnaði án þess að kafa nægilega djúpt í ástæðuna á bakvið. Ég held að enginn einn viti ástæðuna af hverju það eru svona fáar konur í byggingariðnaði. Ég held hins vegar að það séu margir sem hver í sínu horni hafi einhverja vitneskju sem hulin er öðrum og með því að sameina þekkingarbrotum sé hægt að mála upp nokkuð góða heildarmynd af hlutunum. Þess vegna er það skynsamlegt að þegar maður er ekki viss um eitthvað að spyrja aðra hvort þeir viti eitthvað meira eða jafnvel betur um málið en maður gerir sjálfur. Í slíkum tilfellum, þegar maður hefur ekki (og veit af því) að maður hefur ekki allar upplýsingarnar til að skilja málið til hlítar er gott að spyrja aðra. Í slíkum tilfellum er gott að kalla eftir umræðunni, ekki þegar maður veit svarið. Ég veit ekki hvers vegna það eru svona fáar konur í byggingariðnaði en ég kalla eftir umræðunni.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar