Erlent

Segir þræla hafa verið innflytjendur í leit að betra lífi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ben Carson
Ben Carson Vísir/Getty
Ben Carson, húsnæðismálaráðherra Bandaríkjanna, líkti þrælum við innflytjendur í 40 mínútna langri ræðu í ráðuneytinu, en hann sór embættiseið síðastlðinn fimmtudag og var hann að ávarpa starfsfólk ráðuneytisins í fyrsta skipti.

Í ræðunni hrósaði hann innflytjendum sem vinna langa vinnudaga til að búa til betri framtíð fyrir börn sín.

„Það er það sem Bandaríkin standa fyrir. Land drauma og tækifæra,“ sagði hann.

„Það voru aðrir innflytjendur sem komu hér í botni þrælaskipa, unnu enn lengur og enn harðar fyrir enn minna. En þeir, líka, áttu sér draum.“

Eftir að hafa hlotið töluverða gagnrýni fyrir orð sín tísti ráðherrann „það er hægt að vera innflytjandi gegn vilja síns.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×