Að forðast byltu og koma í veg fyrir beinbrot Inga Jónsdóttir skrifar 9. mars 2017 08:33 Líkaminn þarf hreyfingu til að vaxa og dafna, hreyfing sem er fullnægt gegnum vinnu fer víða minnkandi, störf eru sérhæfðari og vélvæddari sem leiðir til meiri kyrrsetu. Hreyfingarleysi dregur úr vöðvastyrk og hætta er á að beinmassi minnki hraðar en ella sem aftur kallar á aukna hættu á beinbrotum ef fólk dettur. Aldraðir hafa ekki síður en yngra fólk not fyrir styrka vöðva og gott jafnvægi. Það er þekkt að aldraðir eiga auðvelt með að lenda í vítahring minnkaðar hreyfingar vegna hræðslu við að detta. Í Noregi hefur skráning leitt í ljós að þeir sem eru eldri en 65 ára eru í meiri hættu á að verða fyrir slysi á heimili. Margir þættir stuðla að byltum meðal aldraðra, oftast er um að ræða samverkandi þætti ellihrörnunar, sjúkdóma og lyfja. Hægt er að grípa til einfaldra ráða til að draga úr fallhættu með því að auka vöðvastyrk og liðleika, einnig með því að hagræða og fækka slysagildrum í heimahúsum. Þungaberandi æfingar sem bæta gönguhraða, vöðvastyrk og jafnvægi eldra fólks geta dregið úr byltum um 25-30%. Gott er að bæta æfingum inn í daglega iðju, t.d. má nota stiga og ganga innanhúss til að ganga rösklega yfir veturinn þegar hálka og snjór er úti. Jafnvel má nota bílakjallara á þeim tímum sem umferð er lítil. Það er ekki verra að hafa göngufélaga til að spjalla við, en rannsóknir hafa sýnt að það viðheldur hæfni til að gera tvennt í einu. Það er einnig mikilvægt að fyrirbyggja fall með því að fækka slysagildrum í heimahúsum. Algengar slysagildrur eru þrengsli og hindranir í gangvegum, lausar rafmagnssnúrur, teppakantar og mottur sem auðvelt er að hrasa um. Hál eða blaut gólf til dæmis á baðherbergi, þar getur stöm motta í sturtu eða baðkari ásamt handfangi auðveldlega komið í veg fyrir fall. Einnig getur verið kostur að hafa stól í sturtunni eða sæti í baðkarinu. Hægt er að hækka salerni með þar til gerðri salernisupphækkun til að auðveldara sé að standa á fætur. Sjúkratryggingar Íslands sjá um ráðgjöf og afgreiðslu hjálpartækja samkvæmt ákveðnum reglum. Góð lýsing skiptir líka máli, og gott getur verið að hafa næturljós sem lýsir leiðina á baðherbergið. Mikilvægt er að standa rólega á fætur, en það á sérstaklega við um þá sem eiga á hættu blóðþrýstingsfall eða svima. Meiri hætta er á að detta þegar gengið er á sokkaleistunum en í skóm. Skipuleggið þannig að ekki þurfi að klifra upp á stól til að ná í hluti í hillu eða skáp. Hafa skal handrið við tröppur og allir ættu að nota mannbrodda á skó og stafi í hálku. Samkvæmt rannsókn í Noregi, deyja fleiri þar af völdum slysa á heimili en í umferðinni. Með einföldum lausnum og hagræðingu má fyrirbyggja byltu og jafnvel brot, sem dregur úr kostnaði heilbrigðiskerfisins en fyrst og fremst kemur það í veg fyrir þjáningu og skert lífsgæði einstaklingsins sem á í hlut. Bætum lífsgæði, stundum hreyfingu og fyrirbyggjum byltur, bætum lífi við árin ekki bara árum við lífið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Líkaminn þarf hreyfingu til að vaxa og dafna, hreyfing sem er fullnægt gegnum vinnu fer víða minnkandi, störf eru sérhæfðari og vélvæddari sem leiðir til meiri kyrrsetu. Hreyfingarleysi dregur úr vöðvastyrk og hætta er á að beinmassi minnki hraðar en ella sem aftur kallar á aukna hættu á beinbrotum ef fólk dettur. Aldraðir hafa ekki síður en yngra fólk not fyrir styrka vöðva og gott jafnvægi. Það er þekkt að aldraðir eiga auðvelt með að lenda í vítahring minnkaðar hreyfingar vegna hræðslu við að detta. Í Noregi hefur skráning leitt í ljós að þeir sem eru eldri en 65 ára eru í meiri hættu á að verða fyrir slysi á heimili. Margir þættir stuðla að byltum meðal aldraðra, oftast er um að ræða samverkandi þætti ellihrörnunar, sjúkdóma og lyfja. Hægt er að grípa til einfaldra ráða til að draga úr fallhættu með því að auka vöðvastyrk og liðleika, einnig með því að hagræða og fækka slysagildrum í heimahúsum. Þungaberandi æfingar sem bæta gönguhraða, vöðvastyrk og jafnvægi eldra fólks geta dregið úr byltum um 25-30%. Gott er að bæta æfingum inn í daglega iðju, t.d. má nota stiga og ganga innanhúss til að ganga rösklega yfir veturinn þegar hálka og snjór er úti. Jafnvel má nota bílakjallara á þeim tímum sem umferð er lítil. Það er ekki verra að hafa göngufélaga til að spjalla við, en rannsóknir hafa sýnt að það viðheldur hæfni til að gera tvennt í einu. Það er einnig mikilvægt að fyrirbyggja fall með því að fækka slysagildrum í heimahúsum. Algengar slysagildrur eru þrengsli og hindranir í gangvegum, lausar rafmagnssnúrur, teppakantar og mottur sem auðvelt er að hrasa um. Hál eða blaut gólf til dæmis á baðherbergi, þar getur stöm motta í sturtu eða baðkari ásamt handfangi auðveldlega komið í veg fyrir fall. Einnig getur verið kostur að hafa stól í sturtunni eða sæti í baðkarinu. Hægt er að hækka salerni með þar til gerðri salernisupphækkun til að auðveldara sé að standa á fætur. Sjúkratryggingar Íslands sjá um ráðgjöf og afgreiðslu hjálpartækja samkvæmt ákveðnum reglum. Góð lýsing skiptir líka máli, og gott getur verið að hafa næturljós sem lýsir leiðina á baðherbergið. Mikilvægt er að standa rólega á fætur, en það á sérstaklega við um þá sem eiga á hættu blóðþrýstingsfall eða svima. Meiri hætta er á að detta þegar gengið er á sokkaleistunum en í skóm. Skipuleggið þannig að ekki þurfi að klifra upp á stól til að ná í hluti í hillu eða skáp. Hafa skal handrið við tröppur og allir ættu að nota mannbrodda á skó og stafi í hálku. Samkvæmt rannsókn í Noregi, deyja fleiri þar af völdum slysa á heimili en í umferðinni. Með einföldum lausnum og hagræðingu má fyrirbyggja byltu og jafnvel brot, sem dregur úr kostnaði heilbrigðiskerfisins en fyrst og fremst kemur það í veg fyrir þjáningu og skert lífsgæði einstaklingsins sem á í hlut. Bætum lífsgæði, stundum hreyfingu og fyrirbyggjum byltur, bætum lífi við árin ekki bara árum við lífið.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun