Innlegg í umræðu um húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins Kristinn Steinn Traustason skrifar 21. febrúar 2017 09:58 Í liðinni viku fór fram umræða í borgarstjórn um húsnæðismál og lóðarskort á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega í Reykjavík. Reykjavík er það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem á hvað mest ónýtt byggingarland. Í Úlfarsárdal hefur verið að byggjast upp hverfi þar sem íbúar hafa kallað eftir meiri byggð til að styrkja innviði hverfisins, verslun og öflugt íþróttastarf. Núverandi meirihluti borgarstjórnar hefur ekki tekið vel í aukna byggð í Úlfarsárdal og einblínt á þéttingu byggðar í eldri hverfum borgarinnar. Þétting byggðar er góð en ljóst er íbúðir á þéttingarreitum eldri hverfa verða ekki ódýrar. Mikill skortur er á íbúðum fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á íbúðamarkaði. Með því að hefja strax skipulagningu og úthlutun lóða í Úlfarsárdal getur borgin létt á pressu íbúðaverðs, sem hefur hækkað gríðarlega að undanförnu og gera spár ráð fyrir frekari hækkun á komandi mánuðum og árum. Vill að önnur sveitafélög leysi vandan með þeim Í viðtali við RÚV þann 7. febrúar síðastliðinn óskar borgarstjóri eftir aðstoð nágranna sveitafélaga. Orðrétt segir Dagur B. Eggertsson í samtali við fréttastofu: „Eftirspurnin er mjög mikil og þess vegna erum við að bæta í okkar áætlanir varðandi lóðaúthlutanir og ný svæði til þess að geta betur mætt þessu“. Síðar í sama viðtali segir Dagur „og (við) myndum gjarnan vilja að önnur sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar myndu taka á þessu verkefni með okkur.“ Borgarstjóri í þversögn við sjálfan sig Í umræðunni í borgarstjórn fyrr um daginn sagði borgarstjóri að það væri ekki æskilegt að auka byggð í Úlfarsárdal því Miklabraut sé sprungin. Ljóst er að aukin byggð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu mun ekki minnka álagið á Miklubraut. Ef byggt er íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ er keyrt framhjá Úlfarsárdal á leið til borgarinnar um Vesturlandsveg og síðar Miklubraut. Til að bregðast við umferðarstíflum á Miklubraut þarf að auka framboð atvinnuhúsnæðis í austurhluta borgarinnar, efla almenningssamgöngur og ráðast strax í löngu tímabæra lagningu Sundabrautar.Uppbygging hverfa Við uppbyggingu íbúahverfa þarf að fylgja uppbygging innviða svo sem skóla og íþróttamannvirkja í þjónustu við íbúa. Þetta á bæði við á nýbyggingarsvæðum og á þéttingarreitum. Ekki þýðir fyrir borgina að koma með þjónustu við íbúa mörgum árum eða áratugum eftir að hverfin byggjast. Ef það er gert þannig, eykur það einnig á umferð í borginni með aukinni mengun og óþægindum fyrir íbúa. Hér mætti borgin læra af nágrannasveitarfélögum. Aukið framboð ódýrra lóða Aukið framboð á ódýrari lóðum mun eðlilega halda aftur af hækkun húsnæðisverðs. Ungt fólk ætti þannig möguleika á að komast úr foreldrahúsum. Ég hvet borgina til að skoða þessi mál með opnum huga, samt ekki of lengi því það þarf að bregðast skjótt við þeim vanda sem nú ríkir á húsnæðismarkaðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku fór fram umræða í borgarstjórn um húsnæðismál og lóðarskort á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega í Reykjavík. Reykjavík er það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem á hvað mest ónýtt byggingarland. Í Úlfarsárdal hefur verið að byggjast upp hverfi þar sem íbúar hafa kallað eftir meiri byggð til að styrkja innviði hverfisins, verslun og öflugt íþróttastarf. Núverandi meirihluti borgarstjórnar hefur ekki tekið vel í aukna byggð í Úlfarsárdal og einblínt á þéttingu byggðar í eldri hverfum borgarinnar. Þétting byggðar er góð en ljóst er íbúðir á þéttingarreitum eldri hverfa verða ekki ódýrar. Mikill skortur er á íbúðum fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á íbúðamarkaði. Með því að hefja strax skipulagningu og úthlutun lóða í Úlfarsárdal getur borgin létt á pressu íbúðaverðs, sem hefur hækkað gríðarlega að undanförnu og gera spár ráð fyrir frekari hækkun á komandi mánuðum og árum. Vill að önnur sveitafélög leysi vandan með þeim Í viðtali við RÚV þann 7. febrúar síðastliðinn óskar borgarstjóri eftir aðstoð nágranna sveitafélaga. Orðrétt segir Dagur B. Eggertsson í samtali við fréttastofu: „Eftirspurnin er mjög mikil og þess vegna erum við að bæta í okkar áætlanir varðandi lóðaúthlutanir og ný svæði til þess að geta betur mætt þessu“. Síðar í sama viðtali segir Dagur „og (við) myndum gjarnan vilja að önnur sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar myndu taka á þessu verkefni með okkur.“ Borgarstjóri í þversögn við sjálfan sig Í umræðunni í borgarstjórn fyrr um daginn sagði borgarstjóri að það væri ekki æskilegt að auka byggð í Úlfarsárdal því Miklabraut sé sprungin. Ljóst er að aukin byggð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu mun ekki minnka álagið á Miklubraut. Ef byggt er íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ er keyrt framhjá Úlfarsárdal á leið til borgarinnar um Vesturlandsveg og síðar Miklubraut. Til að bregðast við umferðarstíflum á Miklubraut þarf að auka framboð atvinnuhúsnæðis í austurhluta borgarinnar, efla almenningssamgöngur og ráðast strax í löngu tímabæra lagningu Sundabrautar.Uppbygging hverfa Við uppbyggingu íbúahverfa þarf að fylgja uppbygging innviða svo sem skóla og íþróttamannvirkja í þjónustu við íbúa. Þetta á bæði við á nýbyggingarsvæðum og á þéttingarreitum. Ekki þýðir fyrir borgina að koma með þjónustu við íbúa mörgum árum eða áratugum eftir að hverfin byggjast. Ef það er gert þannig, eykur það einnig á umferð í borginni með aukinni mengun og óþægindum fyrir íbúa. Hér mætti borgin læra af nágrannasveitarfélögum. Aukið framboð ódýrra lóða Aukið framboð á ódýrari lóðum mun eðlilega halda aftur af hækkun húsnæðisverðs. Ungt fólk ætti þannig möguleika á að komast úr foreldrahúsum. Ég hvet borgina til að skoða þessi mál með opnum huga, samt ekki of lengi því það þarf að bregðast skjótt við þeim vanda sem nú ríkir á húsnæðismarkaðnum.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun