Til hvers á að afnema ÁTVR? Hverjum þjónar það? Jón Páll Haraldsson skrifar 21. febrúar 2017 10:30 Ég hef búið í tveimur löndum þar sem áfengissala og auglýsingar á áfengi eru nokkuð frjálsar og hægt er að kaupa áfengi nánast allstaðar þar seim einhverjar neysluvörur eru seldar. Ég hef ekki séð að áfengisvandamál sé eitthvað meira í þessum löndum en annarsstaðar, þannig að ég óttast ekki að Íslendingar „hrynji í það“ eins og átti að gerast þegar bjórinn var leyfður. Ég óttast reyndar að unglingar muni freistast meira til að reyna að ná sér í áfengi í gegnum félaga eða undir úlpu og líklega verður einhver aukning í byrjun, þar sem „hvatakaup“ muni aukast á meðan fólk vennst því að áfengi verði meira aðgengilegt. Í dag er krafa um að starfsfólk í vínbúðum sé orðið 20 ára. Hvað ætla þeir að gera í matvörubúðunum? Ætla þeir að hætta að ráða 16, 17 ára krakka? Eða stendur til að aðskilja áfengið algjörlega, þannig að það verði sér svæði fyrir áfengislager og áfengissölu? Sumir halda að úrval muni aukast. Það er 100% örugglega ekki rétt. Úrval mun minka um 70 til 80% í flestum búðum. Það munu vissulega opna sér vínbúðir með meira og vandaðra úrval, en það mun enginn einkaaðili hafa efni né vilja til að bjóða upp á jafn mikið magn og fæst í stærstu vínbúðunum. Aðrir segja að það sé eðlilegt að geta keypt bjór eða vín um leið og keypt er í matinn. Það verða örugglega gerða kröfur um aðskilin svæði þar sem það verða tveir þrír kassar fyrir áfengi og þar verða líklega enn meiri raðir en í vínbúðum þar sem kassarnir eru mun fleiri. Ég held einnig að hér sé líka smá blekking því í mjög mörgum tilfellum í dag, er vínbúð undir sama þaki og matvörubúðin, bara næstu eða þar næstu dyr. Sumir heildsalar láta sig dreyma um að geta selt enn meira áfengi með sterkum tengslum við matvörubúðirnar. Ég held að það verði ekki almennt svo og síst á stóru (magn) merkjunum, því stóru keðjurnar munu gera kröfu til framleiðenda um að fá að kaupa beint, án milliliða og þá verður einungis eftir kaupmaðurinn á horninu sem mun selja lítið magn úr lokuðu rými og ef það á að fara að dreyfa smátt og víða, verða heildsalar og framleiðendur að hækka álagningu sína. Hvað verður um verðmæti ÁTVR? Það nánast gufar upp. Það eina sem verður eftir af verðmæti ÁTVR verða fasteignir sem ÁTVR á nú þegar. Það verður ekki neitt til, til að selja, enginn "good will" ekkert, því ef lögunum verður breitt, þá mun ÁTVR einfaldlega hætta starfsemi og aðrir taka við. Stóru keðjurnar muna skoða sölutölur ÁTVR og byggja sitt framboð á þeim lista. Þeir munu ekki þurfa að fjárfesta í markaðskönnunum eða markaðssetningu. Þeir einfaldlega taka við sölusögu ÁTVR. Fyrir rúmum 20 árum tóku forstjórar áfengiseinkasölufyrtækja Finnlands, Svíðjóðar, Noregs og Íslands ákvörðun til að fylgja nýjum tímum í kjölfar afnáms einkaleyfs á innflutningi og sölu áfengis til veitingahúsa og annara leyfishafa (vínbúðir, sendiráð og fríhafnir) að í smásölunni yrði þjónustan að breytast til að uppfylla meiri kröfu um þekkingu og þjónustu. Verslunum var breytt til að gera þær meira aðlaðandi, sjálfafgreiðsla var sett upp í nánast allar búðir og starfsfólk er í dag í stöðugri þjálfun, bæði í jákvæðri framkomu og vöruþekkingu. Sennilega munu stóru matvöruverslanir reyna að tryggja til að byrja með að einhver þekking verði til staðar, en með komandi tímum og aukinni framlegðarkröfu mun þekkingin hverfa. Man t.d. einhver eftir því að hafa fengið ráðgjöf síðast þegar keypt var áfengi í matvörubúð erlendis? Nei, ef þú vilt fá ráðgjöf, þá þarft þú að fara í SÉRVERSLUN; Já, eins og í dag. Hvað verður um hagnaðinn af smásölunni? Í stað þess að 100% af hagnaði ÁTVR renni til þjóðarinnar, þá mun aðeins 20% renna til þjóðarinnar þ.e. 20% ef hagnaður er af smásölunni. ÁTVR er klárlega ekki gallalaust, en þau reyna að hafa innkaupakerfið gegnsætt og réttlátt og auðvitað mun þjóðin lifa það af, að einkasalan yrði afnumin, en ég skil bara ekki alveg til hvers. Það er annsi erfitt að sjá ÞJÓÐARHAGINN við að afnema ÁTVR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Sniðgangan á Rapyd slær öll met Björn B. Björnsson Skoðun Frá Írak til Gaza: Hvað höfum við lært af lygunum og stríðsbröltinu? Helen Ólafsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Ég hef búið í tveimur löndum þar sem áfengissala og auglýsingar á áfengi eru nokkuð frjálsar og hægt er að kaupa áfengi nánast allstaðar þar seim einhverjar neysluvörur eru seldar. Ég hef ekki séð að áfengisvandamál sé eitthvað meira í þessum löndum en annarsstaðar, þannig að ég óttast ekki að Íslendingar „hrynji í það“ eins og átti að gerast þegar bjórinn var leyfður. Ég óttast reyndar að unglingar muni freistast meira til að reyna að ná sér í áfengi í gegnum félaga eða undir úlpu og líklega verður einhver aukning í byrjun, þar sem „hvatakaup“ muni aukast á meðan fólk vennst því að áfengi verði meira aðgengilegt. Í dag er krafa um að starfsfólk í vínbúðum sé orðið 20 ára. Hvað ætla þeir að gera í matvörubúðunum? Ætla þeir að hætta að ráða 16, 17 ára krakka? Eða stendur til að aðskilja áfengið algjörlega, þannig að það verði sér svæði fyrir áfengislager og áfengissölu? Sumir halda að úrval muni aukast. Það er 100% örugglega ekki rétt. Úrval mun minka um 70 til 80% í flestum búðum. Það munu vissulega opna sér vínbúðir með meira og vandaðra úrval, en það mun enginn einkaaðili hafa efni né vilja til að bjóða upp á jafn mikið magn og fæst í stærstu vínbúðunum. Aðrir segja að það sé eðlilegt að geta keypt bjór eða vín um leið og keypt er í matinn. Það verða örugglega gerða kröfur um aðskilin svæði þar sem það verða tveir þrír kassar fyrir áfengi og þar verða líklega enn meiri raðir en í vínbúðum þar sem kassarnir eru mun fleiri. Ég held einnig að hér sé líka smá blekking því í mjög mörgum tilfellum í dag, er vínbúð undir sama þaki og matvörubúðin, bara næstu eða þar næstu dyr. Sumir heildsalar láta sig dreyma um að geta selt enn meira áfengi með sterkum tengslum við matvörubúðirnar. Ég held að það verði ekki almennt svo og síst á stóru (magn) merkjunum, því stóru keðjurnar munu gera kröfu til framleiðenda um að fá að kaupa beint, án milliliða og þá verður einungis eftir kaupmaðurinn á horninu sem mun selja lítið magn úr lokuðu rými og ef það á að fara að dreyfa smátt og víða, verða heildsalar og framleiðendur að hækka álagningu sína. Hvað verður um verðmæti ÁTVR? Það nánast gufar upp. Það eina sem verður eftir af verðmæti ÁTVR verða fasteignir sem ÁTVR á nú þegar. Það verður ekki neitt til, til að selja, enginn "good will" ekkert, því ef lögunum verður breitt, þá mun ÁTVR einfaldlega hætta starfsemi og aðrir taka við. Stóru keðjurnar muna skoða sölutölur ÁTVR og byggja sitt framboð á þeim lista. Þeir munu ekki þurfa að fjárfesta í markaðskönnunum eða markaðssetningu. Þeir einfaldlega taka við sölusögu ÁTVR. Fyrir rúmum 20 árum tóku forstjórar áfengiseinkasölufyrtækja Finnlands, Svíðjóðar, Noregs og Íslands ákvörðun til að fylgja nýjum tímum í kjölfar afnáms einkaleyfs á innflutningi og sölu áfengis til veitingahúsa og annara leyfishafa (vínbúðir, sendiráð og fríhafnir) að í smásölunni yrði þjónustan að breytast til að uppfylla meiri kröfu um þekkingu og þjónustu. Verslunum var breytt til að gera þær meira aðlaðandi, sjálfafgreiðsla var sett upp í nánast allar búðir og starfsfólk er í dag í stöðugri þjálfun, bæði í jákvæðri framkomu og vöruþekkingu. Sennilega munu stóru matvöruverslanir reyna að tryggja til að byrja með að einhver þekking verði til staðar, en með komandi tímum og aukinni framlegðarkröfu mun þekkingin hverfa. Man t.d. einhver eftir því að hafa fengið ráðgjöf síðast þegar keypt var áfengi í matvörubúð erlendis? Nei, ef þú vilt fá ráðgjöf, þá þarft þú að fara í SÉRVERSLUN; Já, eins og í dag. Hvað verður um hagnaðinn af smásölunni? Í stað þess að 100% af hagnaði ÁTVR renni til þjóðarinnar, þá mun aðeins 20% renna til þjóðarinnar þ.e. 20% ef hagnaður er af smásölunni. ÁTVR er klárlega ekki gallalaust, en þau reyna að hafa innkaupakerfið gegnsætt og réttlátt og auðvitað mun þjóðin lifa það af, að einkasalan yrði afnumin, en ég skil bara ekki alveg til hvers. Það er annsi erfitt að sjá ÞJÓÐARHAGINN við að afnema ÁTVR.
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun