Ísland og loftslagsmál – staðan núna og framtíðarsýn Björt Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 07:00 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Ísland og loftslagsmál sem fjallar um þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda hérlendis frá 1990-2030. Skýrslan sýnir að staðan er alvarleg. Hóflegri spárnar sýna að við munum losa 50% meira árið 2030 en við gerðum árið 1990 – spáin sem gerir ráð fyrir aukinni stóriðju sýnir að losunin geti orðið allt að 100% meiri yfir sama tímabil. Ísland stefnir þannig í að auka losun meira til ársins 2030 en flest önnur þróuð ríki heimsins og að öllu óbreyttu munum við ekki ná að standa við skuldbindingar okkar á alþjóðavettvangi varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Sem betur fer sýnir skýrslan líka að við getum snúið þessari þróun við og bendir á marga vænlega kosti sem við getum nýtt okkur til að standa við skuldbindingar Íslands. Aðgerðirnar sem við þurfum að grípa til eru misdýrar. Sumar þeirra koma til með að borga sig strax fjárhagslega en aðrar kalla á talsverð fjárútlát í upphafi. Allar munu þær þó skila þjóðhagslegum ábata til lengri tíma litið. Höfum við sofið á verðinum? Við höfum ekki gripið grænu tækifærin síðustu áratugina eins hratt og hefði verið æskilegt. Það er að sjálfsögðu mjög jákvætt að rafmagnið og heita vatnið okkar komi því sem næst allt frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er bara ekki nóg lengur. Losun gróðurhúsalofttegunda á mann á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Við umbyltum stórum hluta af orkukerfi landsins þegar við skiptum kolum út fyrir jarðhita til húshitunar. Nú er komið að frekari umbyltingu á orkukerfinu og jarðefnaeldsneyti verður einfaldlega að víkja fyrir rafmagni og öðru grænu eldsneyti. Við þurfum líka að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innan allra atvinnuvega og stefna á lágkolefnishagkerfi 2050. Getum við staðið við skuldbindingar Íslands? Við getum staðið við skuldbindingar Íslands um samdrátt í losun. Það verður hins vegar ekki gert án markvissra og samhentra aðgerða. Ísland er í hópi 30 Evrópuríkja sem samtals ætla að draga úr losun um 40% til 2030, miðað við 1990. Ríkin eiga eftir að ganga frá innri reglum um skiptingu, en stóra myndin liggur fyrir. Við berum engu að síður einnig samfélagslega ábyrgð á að draga úr losun sem kemur til með að falla utan skuldbindinga okkar í alþjóðasamhenginu. Næstu skref í aðgerðum Markvissar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Það sést best á því að í stjórnarsáttmálanum er tiltekið sérstaklega að hún mun ekki gera ívilnandi samninga við mengandi stóriðju. Ég vonast því eftir góðri samstöðu og stuðningi, bæði á Alþingi, innan atvinnulífsins og almennt innan samfélagsins. Við þurfum að stilla saman strengi og við þurfum að setja meira fjármagn og aukinn kraft í loftslagsmálin. Mörg verkefni sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri eru nú þegar í gangi og mörg til viðbótar eru innan seilingar. Þar má helst nefna þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um aðgerðaáætlun um orkuskipti, sem lögð verður fram á Alþingi bráðlega. Það þarf þó mun meira til en fögur fyrirheit svo við náum settum markmiðum. Heildstæð aðgerðaáætlun með tímasettum og mælanlegum markmiðum mun varða leiðina til 2030 en aukin fjármögnun er grunnforsenda og í sumum tilfellum mun þurfa nýja lagasetningu. Það þarf einnig að virkja og samhæfa stjórnsýsluna. Við þurfum að beina aðgerðum í hagkvæmustu farvegina og við verðum að efla græna nýsköpun. Fyrst og síðast þurfum við þó að vinna að þessu verkefni saman því minni losun gróðurhúsalofttegunda er risamál sem varðar okkur öll. Viðfangsefnið er ekki einfalt en ég veit að þetta er hægt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björt Ólafsdóttir Mest lesið Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Ísland og loftslagsmál sem fjallar um þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda hérlendis frá 1990-2030. Skýrslan sýnir að staðan er alvarleg. Hóflegri spárnar sýna að við munum losa 50% meira árið 2030 en við gerðum árið 1990 – spáin sem gerir ráð fyrir aukinni stóriðju sýnir að losunin geti orðið allt að 100% meiri yfir sama tímabil. Ísland stefnir þannig í að auka losun meira til ársins 2030 en flest önnur þróuð ríki heimsins og að öllu óbreyttu munum við ekki ná að standa við skuldbindingar okkar á alþjóðavettvangi varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Sem betur fer sýnir skýrslan líka að við getum snúið þessari þróun við og bendir á marga vænlega kosti sem við getum nýtt okkur til að standa við skuldbindingar Íslands. Aðgerðirnar sem við þurfum að grípa til eru misdýrar. Sumar þeirra koma til með að borga sig strax fjárhagslega en aðrar kalla á talsverð fjárútlát í upphafi. Allar munu þær þó skila þjóðhagslegum ábata til lengri tíma litið. Höfum við sofið á verðinum? Við höfum ekki gripið grænu tækifærin síðustu áratugina eins hratt og hefði verið æskilegt. Það er að sjálfsögðu mjög jákvætt að rafmagnið og heita vatnið okkar komi því sem næst allt frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er bara ekki nóg lengur. Losun gróðurhúsalofttegunda á mann á Íslandi er með því hæsta sem þekkist í Evrópu. Við umbyltum stórum hluta af orkukerfi landsins þegar við skiptum kolum út fyrir jarðhita til húshitunar. Nú er komið að frekari umbyltingu á orkukerfinu og jarðefnaeldsneyti verður einfaldlega að víkja fyrir rafmagni og öðru grænu eldsneyti. Við þurfum líka að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innan allra atvinnuvega og stefna á lágkolefnishagkerfi 2050. Getum við staðið við skuldbindingar Íslands? Við getum staðið við skuldbindingar Íslands um samdrátt í losun. Það verður hins vegar ekki gert án markvissra og samhentra aðgerða. Ísland er í hópi 30 Evrópuríkja sem samtals ætla að draga úr losun um 40% til 2030, miðað við 1990. Ríkin eiga eftir að ganga frá innri reglum um skiptingu, en stóra myndin liggur fyrir. Við berum engu að síður einnig samfélagslega ábyrgð á að draga úr losun sem kemur til með að falla utan skuldbindinga okkar í alþjóðasamhenginu. Næstu skref í aðgerðum Markvissar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru forgangsmál hjá ríkisstjórninni. Það sést best á því að í stjórnarsáttmálanum er tiltekið sérstaklega að hún mun ekki gera ívilnandi samninga við mengandi stóriðju. Ég vonast því eftir góðri samstöðu og stuðningi, bæði á Alþingi, innan atvinnulífsins og almennt innan samfélagsins. Við þurfum að stilla saman strengi og við þurfum að setja meira fjármagn og aukinn kraft í loftslagsmálin. Mörg verkefni sem miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri eru nú þegar í gangi og mörg til viðbótar eru innan seilingar. Þar má helst nefna þingsályktunartillögu iðnaðarráðherra um aðgerðaáætlun um orkuskipti, sem lögð verður fram á Alþingi bráðlega. Það þarf þó mun meira til en fögur fyrirheit svo við náum settum markmiðum. Heildstæð aðgerðaáætlun með tímasettum og mælanlegum markmiðum mun varða leiðina til 2030 en aukin fjármögnun er grunnforsenda og í sumum tilfellum mun þurfa nýja lagasetningu. Það þarf einnig að virkja og samhæfa stjórnsýsluna. Við þurfum að beina aðgerðum í hagkvæmustu farvegina og við verðum að efla græna nýsköpun. Fyrst og síðast þurfum við þó að vinna að þessu verkefni saman því minni losun gróðurhúsalofttegunda er risamál sem varðar okkur öll. Viðfangsefnið er ekki einfalt en ég veit að þetta er hægt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun